Heimilistíminn - 30.01.1975, Blaðsíða 22

Heimilistíminn - 30.01.1975, Blaðsíða 22
Lambakjöt ó indversku 1/2 kg. beintaust lambakjöt, salt, pipar, 1 stór laukur, 2 fint sax- aðir hvitlauksbátar, 3 msk. olia, 3/4 msk. karrý, 3 msk. tómat- mauk, 3dl. kjötsoð, 2 tsk rúsinur, 1/2 tesk. engifer, 1 dl. yoghurt, 3 sneiðar ósætur ananas i bitum, létt steiktur i smjörliki. Skerið kjötið i smábita. Saxið laukinn og hvitlaukinn og brún- iö i oliunni, ásamt kjötinu og karrýinu. Saltið og piprið eftir smekk. Blandið tómatmaukinu, soðinu, rúsinunum og engiferinu út i og látið allt malla undir loki i 25 minútur við litinn hita. Bætiö vatni i ef nauðsynlegt er. Setjið siðan yoghurt saman við og steiktan ananasinn. Berið fram sjóðheitt með brauði eða hris- grjónum. Kótelettur ó frönsku Aætlið2lambakótelettur á mann. bekið eldfast mót eða ofnskúffu með hráuin kartöilusneiðum, saltið svolitið og malið pipar yfir þær, pressið 2 livitlauksbáta og kryddið með rosamarin. Hellið siðan 1 2 dl. af kjötsoði yfir, en þaö má ekki þekja kartöflurnar. Setjið smjörliki hér og þar, Núið kóteletturnar með salti, pipar og rosmarin og leggið þær ofan á kartöflurnar. Agætt er að hafa nokkra litla tómata meö. Þetta er allt sett inn i 175 stiga heitan ofn og er tilbúið, þegar kóteletturnar eru fallega brúnar og kartöflurnar meyrar (20-30 min). Berið fram með grænusalati. Marúskurönd (handa fjórum)) 400 gr. svinakjöt, skorið i teninga, 1 stór púrra eða 2 meðallauk- ar, 2 msk. hveiti, 1/4 tesk. salt, pipar, 2 1/2 dl. appelsinusafi, 1 msk. kinversk soja, kál. Steikið kjötteningana i litilli feiti, hreinsið og skolið purruna og skerið hana eða laukinn i ræmur og látið steikjast með kjötinú dálitla stund. Stráið hveitinu yfir og hrærið saman. Saltið og piprið og bætið appelsinusafanum i og sojunni. Látið allt malla við vægan hita i 15 minútur eða svo. Setjið þá kálið fremur gróft rifið niður út i og látið malla 10 minútur i viðbót. Setjið jafninginn á mitt fat og hrisgrjón i kring eins og sést á myndinni. Einnig má bera þetta fram sitt ihvoru lagi ef vill. 22

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.