Heimilistíminn - 30.01.1975, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 30.01.1975, Blaðsíða 14
28. janúar Þti ert sjaldgæf samsetning af lista- manni og jarðbundinni skynsemisveru. Þig dreymir mikla drauma og hefur hæfi- leika til að láta flesta þeirra rætast. Þú hefur viðskiptavit og kannt að græða pen- inga, en þar sem þú kannt lika ágætlega að eyða þeim, deyrðu að likindum ekki sem auðkýfingur. 1 eðli þinu ertu fram- kvæmdasamur með afbrigðum og hættir til aö verða eirðarlaus, ef hlutirnir þróast ekki, eins og þú ætlast til. Þú eyðir allt of mikilli orku i vafstur og ættir að hvila þig oftar. Akafi þinn er svo mikill, að þú lofar oft upp i ermina á þér. Þú verður skapþungur mjög, ef hlutirn- ir takast ekki, en um leið og eitthvað tekur að snúast til hins betra, batnar þér strax og llöur vel. Þú starfar bezt, þegar þú finnur upp á þvi sjálfur. Þú nýtur þess að leysa vand- ann upp á eigin spýtur, og tekur þér góðan tima til þess. Ef til er ný og frumleg að- ferð til að leysa málin, reynirðu hana gjarna. Þar eð þú ert ástúðlegur og lætur tilfinningar þinar greinilega i ljós, ættirðu ekki að vera i vandræðum með að velja þér lifsförunaut við fyrstu sýn. Ef þú gift- ist viðkomandi, gleðstu mjög og nýtur sannrar lifsánægju. 6 29. janúar Þú hefur stórkostlegan huga, sem þú ættir að nota til einhvers hugmyndariks og aröbærs uppátækis, sem gæti orðið öllu mannkyni til gagns. Heimspeki og visindi eru tvö svið, sem þú hefur eiginleika til að láta að þér kveða á og sem þú hefur áhuga á. Þú getur talað um fyrir flestum og feng- ið þá til að fara að dæmi þinu, og þú ert alveg óvenju hugmyndarikur og virðist vita upp á hár, hvenær rétti timinn er til að koma með nýjar hugmyndir, svo að þær verði viðurkenndar. Þessi hæfileiki til, að kanna grundvöllinn verður þér til mikils gagns, ef þú snýrö þér að hagnýt- um störfum. Liklega verðurðu þekktur sem maður, sem berst fyrir eigin hags- munum og gerir sig ekki ánægðan með að fara að dæmi annarra, en vill vera sá sem stjórnar. Þar sem þú hefur nær óþrjótandi orku, bæði andlega og likamlega, er möguleiki á að þú eyðir miklu af henni i að leita aö lifsstarfi. Það getur seinkað þvi að þú náir takmarki þinu. Takirðu ákvörðun snemma, kemstu hjá þvi að breyta um stefnu á miðri leiö og kemst vel áfram. Tilfinningar þínar eru djúpar og heimilislif þitt ber vott um hamingju og jafnvægi. Konur, sem fæddar eru þennan dag, eru yfirleitt bæði fallegar og greind- ar og geta komist langt, en mikilvægt er fyrir þær að kasta ekki öllu fyrir borð vegna starfsins. Hæfileikar þinir njóta sin til fulls, þegar þú hefur «tofnað heimili og eignazt fjöl- skyldu. / 30. janúar Þú ert fæddur leiðtogi og aðdráttarafl persónuleika þinsgerir þaðað verkum, að þú færð alltaf nákvæmlega það sem þú vilt. Ef það gagnstæða skyldi gerast, berstu svo ákaflega fyrir málstað þinum, að þú hefur alla möguleika á að fá vilja þinum framgengt. Þú hefur óþreytandi áhuga á lifinu og ert námfús með afbrigð- um, og þar af leiðir, að þú viðar að þér þekkingu á öllum sköpuðum hlutum. Þeg- ar timi er til kominn, geturðu nýtt þessa vitneskju, á óvæntan hátt. Þótt aölaðandi persónuleiki þinn dragi að þér fólk, jafnvel gegn vilja þlnum, áttu ekki auðvelt með að eignast vini. Þú ert afar réttsýnn gagnvart fjölskyldunni og hleypir ekki nema fáum inn I innsta hring hennar. Þar af leiðir, að mörgum finnst þú svolitið duttlungafullur, þar sem þú umgengst svo margt fólk, en vilt aðeins eignast fátt af þvi fyrir vini. Þú hefur á- huga á öllu, sem er óvenjulegt, meira að segja sálrænu og dulrænu. Liklegt er, að þú gerir yfirleitt það sem enginn býst við, við flestar aðstæður, og það getur ruglað kunningja þina vandlega I riminu, þvi aldrei er hægt að vera viss um, hvernig þú bregzt við. Þetta mun þó oft á tiðum hafa þau áhrif, að þér gengur betur en ella að vinna þig upp i starfi. 14

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.