Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 4

Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 4
ár kvenna í Oman & Nýtt líf Tuttugasta öldin byrjaði i Oman fyrir fimm árum.. sjötiu árum of seint. Oman er litið soldánsriki við Persaflóa. Fimm manna nefnd kvenna frá UNICEF hefur dvalið í Oman og safnað upp- lýsingum frá þúsundum kvenna þar. Nú er verið að vinna úr þessum upplýsingum. 1975 — Alþjóðlegt Michel G. Iskander, sem nú starfar að áætlanagerð i aðal- stöðvum SÞ. fór til Oman i marz 1971 samkvæmt beiðni soldánsins unga, sem þá var nýtekinn við völdum af föður sinum. Ferð Iskanders var eins konar könnunarferð til lands, sem hafði verið lokað umheiminum um langan tima. Þannig segist honum frá: Bg fór upp i flugvélina og hafði ekki minnstu hugmynd um, við hverju ég ætti aö búast. Flugvöllurinn var frumstæður og þegar loks einhver kom til að taka á móti mér, var það ekki Omanbúi, heldur Hollendingur, yfirmaður heilbrigðismála landsins. Engin hótel voru þarna og bú- staður minn varhjá indverskri fjölskyldu. Ég man að það kostaði 27$ á dag. Nú er hótel þarna með 40 eða 50 herbergjum, en það er enn óskaplega dýrt fyrir útlend- inga að búa þarna. t Matrah var verið að byggja nýja höfn úr steinsteypu, sem flytja þurfti inn eins og flest annað i landinu. Enginn vissi hvað ibúar landsins voru margir. Frjósemin var svipuð og i ná- grannalöndunum, en barnadauði hlýtur að hafa verið mikill i Oman. Að slepptum bandariskum trúboðasjúkrahúsum i Muscat, var hvergi haft eftirlit með heilsu fólks, engar bólusetningar á almennum grundvelli, ekki einu sinni gegn bólusótt, sem tiðkast þó jafnvel i fátækustu löndum heims. Flugur voru alls staðar, skriðu jafnvel i augum smábarnanna. Enginn hugsaði um að fæla þær burtu. Ég sá ekki nokkra manneskju með fyllilega heilbrigð augu allan tímann, sem ég var þarna og það var staðfest siðar i skýrslu Heil- brigðisstofnunarinnar (WHO) að 90% þjóðarinnar gengi með augnsjúkdóma. Handahófskennd skólaganga Hvað skólagöngu varðar, hafði nún svo til engin verið fram til 1970. Qaboos soldán sagði mér að faðir hans hefði látið undan fortölum háttsettra manna og leyft að opna skóla, en honum var lokað aftur, áður en börnin höfðu numið i fimm ár, en það veitti þeim rétt til að fara i háskóla, þótt þau hefðu þá orðið að fara úr landi til þess. Mikill fjöldi fólks fór úr landi, að sjálf- sögðu ólöglega, þvi vegabréf voru ekki til. ÍWargt af þessu fólki hafnaði i Austur- Evrópu, Rússlandi, Ungverjalandi og Búlgariu. Þar var það velkomið, gekk i háskóla og tók próf i m.a. efnaverkfræði og jarðfræði. Á meðan ég var I Oman var mikið rætt um hvort þetta fólk kæmi aftur heim, og soldáninn var spurður hvort hann hefði áhyggjur af þvi að það kæmi til að kenna. Hann hafði þær ekki, en sagði: — Jarðfræðingur er jarðfræðingur. Hann hafði mestan áhuga á að slikt fólk léti eitt- hvað af sér leiða heima fyrir. En að sjálfsögðu þurfti Oman mest á að halda fólki með venjulega meðalmennt un, fólki til starfa á skrifstofum, i heilsu- gæzlumiðstöðvum og þess háttar. Við fór- um i félagsmálaráðuneytið og það vai eins og ráðherrann sjálfur orðaði það: — Ég sjálfur er skrifstofan og Hassan hitai kaffið. Að sjá gegnum blæjuna Hvað varðar konurnar, eru þær ekki eins ihaldssamar og búast mætti við Andlit þeirra eru ekki hulin eins og gerist i Saudi-Arabfu, einhvernveginn hefur sá siður ekki náð sömu fótfestu i Oman. Al minnsta kosti er það svo i Muscat, að kon- ur hika ekki við að ýta við karlmanni til að koma skoðunum sínum á framfæri, þær rífast meira að segja við karlmenn á al- mannafæri. En auðvitað eru þær þó taldar óæðri karlmanninum þar eins i flestum Araba- löndum. Til dæmis getur stúlkubarn að- eins erft helming af þvi sem drengur erf- ir, en þetta er allt að breytast. öll þessi atriði voru hluti þess grund- vallar, sem við urðum að taka tillit til, þegar við reyndum að ákveða hvaða stefnu UNICEF skyldi fylgja i þróunar-, málum iandsins. Að minnsta kosti eitt stórvandamál var ekki fyrir hendi. Oman átti ekki við offjölgun fólks að stríða. En það sem vantaði mest voru vegir, flug- vellir og stjórnunarkerfi. Þetta eru hlutir, sem hægt er að koma upp á 10 árum með góðri stjórn mála og ég held að á þeim tima geti Oman orðið gott land fyrir ibúa sina. Ali Othman, fulltrúi UNICEF við Persaflóa kannaði stöðu kvenna i Oman. Hann segir hér, hvað honum fannst nauð- synlegast að hver árangurinn gæti orðið: — Eftir fyrstu heimsókn Iskanders varð ljóst að þar sem UNICEF varð fyrst stofnana SÞ til að setja upp miðstöð i Oman, yrði það að finna beztu leiðina til að aðstoða stjórn landsins. Viö gátum ekki búizt við neinni aðstoð i formi skýrslna af þeirri einföldu ástæðu að þær voru engar til eða frá stjórnvöld- um sem áttu fullt i fangi með að móta starfsgrundvöll sinn um þessar mundir. Við urðum sjálf að finna okkar hlutverk og gera siðan allt sjálfir. Mér virtist svo að við gætum ekki gert neinar áætlanir varðandi konur og mæð- ur, nema skilja aðstöðu þeirra, skoðanir og hlutverk, en allt þetta var ókunnugt öllum öðrum en þeim sjálfum. 4

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.