Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 6
Nuhad Kanawati, líbanskur þjóöfélagsfræftingur var formaður finim kvenna nefndar, scm eyddi niu mánuðum viðað taka viðtöl við konur iOman um kjör þeirra. Oft spurðu konurnar nefndina öllu meira um lff þeirra. Hér er Kanawati með nokkrum ungum konum i Oman. — Við komum til að fá upplýsingar hjá þeim, segir formaður nefndarinnar, Nuhad Kanawati, — en þær röktu úr okk- ur garnirnar. Við vorum spurðar um liti á fatnaði, snyrtivörur, brúðarkjóla og hvernig við kæmum fram gagnvart karl- mönnum. Þetta var mjög eðlilegt. Við vorum allar konur. Það var að venju, að þegar rættvarvið konu, kæmu eiginmaður hennar, vinir og nágrannar til að hlusta og taka þátt. Þannig var nefndarkonum oft boðið til heimila þeirra eftir á. Þótt viðtöl við 350 konur ættu að fara á skýrslur, ræddum viö við þúsundir kvenna. Nefndin komst fljótt að þvi að konur i þorpum Oman voru annað og meira en verur sveipaðar blæjum og lokaðar inni i kvennabúrum, eins og fólk á Vesturlönd- um imyndar sér gjarnan. í Nizwa var konan hluti af kerfinu, þrátt fyrir það aö þar var skömm að láta sjá sig á markaðn- um. Konur tóku ákvarðanir um allt, sem varöaði heimilið og fjölskylduna. Saga Amneh t vinjarþorpinu A1 Uqaibah, skammt frá Sohar, hittum við Amneh, dæmigerða Omankonu að mörgu leyti. Hún var 35 ára, en leit út fyrir að vera mun eldri. Andlit hennar var markað af eyðimerkur- vindinum og sólinni. En bros hennar var bjart og augun ljómandi af greind. Hún smeygði sér úr ilskónum og heilsaði okk- ur. Við fórum úr skónum og maður henn- ar Rashed, sem einnig er frændi hennar, vfsaði unkur inn i húsið, sem er aðeins eitt herbergi. Þegar inn var komið, sáum við á veggj- um ótal spegla, að minnsta kosti 10—12, i alla vega fallegum römmum. Einnig var þar mynd af Qaboos soldáni. Við vorum varla búin að koma okkur fyrir, þegar húsið var orðið fullt af for- vitnum vinum og grönnum. Við sátum á meöan Amneh bjó til kaffi i eldhýsi sinu i skúr úti i garði. Við fengum eggjaköku með smjöri og púðursykri og borðuðum með fingrunum. Kaffið var i tveimur ilát- um, sem gengu á milli og allir supu á. Þá settist Anmeh niður og sagði okkur ævi- sögu sina. Hún hafði verið gift áður, gömlum manni, en þoldi ekki meðferð tengdamóð- ur sinnar og mágkonu nema fá ár. Þótt frændi hennar Rashed væri þegar kvænt- ur og þriggja barna faðir, fann hann til á- byrgðar gagnvart Anmeh og kvæntist henni. Karlmenn i Oman geta átt fleiri en eina konu og er tákn um velmegun. Þeir fá sér þó oft aðra konu vegna þess að sú fyrri eða fyrsta er orðin of gömul og þreytt af barnsfæðingum og vinnu eða vegna skyldurækni við fjölskylduna eins og i þessu tilfelli. Dagur i lífi hennar Anmeh hefur mikiö aö gera eins og allir i þorpum Oman. Hún vaknar um dagmál, biöur bænir sinar, bakar brauð og fram- reiðir morgunverð handa fjölskyldunni: te, brauð og egg. Eftir morgunverð fer Rashed út á akra sina, þar sem hann ræktar grænmeti, sem fer á markaðinn i Muscat. Anmeh lagar til og fer siðan að sækja vatn i brunninn, en þangað er hálftima gangur. Þar hittir hún fólk, þvær föt og tekur vatn og kemur heim með þungar byrðar á höfðinu. Stundum þarf hún að sækja vatn i eldinn og alfalfa handa skepnunum. Siðan þarf hún að elda hádegisverð. Það er aðalmáltið dagsins og yfirleitt sú sama á hverjum degi: kássa, sem heitir „falona” úr lauk, tómötum og annaðhvort fiski eða kjöti, sem er sjaldgæfara, og alltaf hrisgrjónum. Eftir það, þvær hún upp, lagar kaffi og fer með könnuna til nágrannans, þar sem hún eyðir siðdeginu með vinum. Hún fer heim til að búa til kvöldmatinn, te og brauð. Þegar dimmir, fara allir að hátta. öll gleði og allar sorgir lifsins fléttast inn i þetta daglega mynstur og einhverj- um þætti þetta ströng áætlun, en hún er óðum aðlosna i reipunum. Anmeh segir: — Soldáninn okkar gefur okkur margt nýtt. Nú höfum við skóla, sjúkrahús og út- varp. Við getpm hlustað á Kiraninn og tónlist. Þetta eru allt nýir hlutir, sem eng- inn i Oman hefur haft áður. Nú erum við að byggja steinhús og dætur minar fara i skóla. Þetta er nýtt lif... fyrir okkur öll- um. Myndin sett saman Að setja saman nýja lifsmynd i Oman, úr gömluog nýjuererfitt verk, en ánægju- legt. Upplýsingarnar, sem nefndin sóttist eftir hjá konunum eru margvislegar: ald- ur, kynferði, menntun, vinna, hjúskapar- staða, heimilishald, barnsfæðingar þjónusta ljósmæðra, matargerð, hrein- lætisaöstaða, veikindi og lækningar þeirra, eignir, skepnur og hvað eina, sem einhverju máli gat skipt. Nefndin komst að þvi að stúlkur i Oman komast á giftingaraldurinn um 10 ára og brúðkaupið er merkilegasti atburður ævi þeirra. 1 Hizwa giftist fólk mest innan fjölskyldunnar, einkum til að eignir hald- ist þar sem þær eru. Eiginmaður greiðir föður brúðarinnar „brúðargjald” sem er 1500 til 3000 $ en ef konan vill skilja, þarf l-'rainhald á lils. 3« 6

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.