Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 10

Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 10
um veldissprotann og sagði: — Júni bróðir seztu i hásætið! Júni gerði það og sveiflaði veldissprotanum yfir eldinum, sem þá blossaði upp, snjórinn bráðnaði, gras þakti jörðina og blöð komu á trén. Fuglarnir tóku að syngja og alls staðar voru fögur blóm. Sumarið var komið. í grasinu sáustlitil hvit bióm, sem breyttust skyndi- lega i stór rauð jarðarber fyrir augnaráði J.úni. Þegar Marúska leit i kringum sig, var allt krökkt af jarðarberj- um. Hún tindi eins mikið og hún gat borið og flýtti sér glöð heim. Hún lét móður sína fá öll berin, en fékk sjálf ekki eitt einasta. Þriðja daginn vildi Helena fá epli og enn var Marúska send út að sækja þau. Versalings stúlkan lagði af stað og nú var snjórinn orðinn svo mikill, að hún átti erfitt um gang, en loks kom hún að hæðinni, þar sem kóngarnir tólf sátu. Þegar hún sagði þeim, hvers hún leitaði i þetta sinn, rétti Desember veldis- sprotann yfir til September bróður síns, sem sveiflaði hon- um yfir eldinn. Eldurinn blossaði upp og það hlýnaði i veðri. Snjórinn hvarf og allt i einu var komið haust. Lauf féll af trjánum og hressileg gola blés um sölnað grasið. Enginn blóm voru sjáanleg, en þarna var stórt eplatré, þakið falleg- um rauðum eplum. — Flýttu þér að hrista tréð! sagði September og Marúska gerði það, en aðeins tvö epli féllu til jarðar. — Þetta er nóg, sagði September. — Flýttu þér nú heim! Marúska gerði það, en þeg- ar Helena sá, að hún var bara með tvö epli, æpti hún: — Af hverju tókstu ekki fleiri? Þú 10 hefur liklega étið þau sjálf: — Nei, ég gerði það ekki. Ég fékk bara að hrista tréð tvisvar, þá varð ég að fara. Þá sagði Helena við móður sina: —Við skulum fara sjálf- ar út i skóginn. Marúsku er ekki treystandi, hún étur eplin bara sjálf. Mæðgurnar lögðu af stað og komu loks til kónganna tólf á hæðinni. Án þess að heilsa eða spyrja um leyfi, gekk Helena að eldinum. — Hvað vilt þú? Hvers vegna kemur þú hingað? spurði Desember. — Hvað kemur þér það við, gamli minn? sagði Helena og bjóst til að halda áfram. Desember hleypti i brúnirn- ar og lyfti veldissprotanum. Eldurinn slokknaði, himininn dökknaði og snjónum tók að kyngja niður. ískaldur vindur næddi um skóginn. Helena og móðir hennar sáu ekki neitt frá sér og urðu fljótt stirðar af kulda. Þær formæltu Mar- úsku, en féllu siðan á jörðina og lágu þar og komust ekki lengra. Þær komu aldrei aftur til að vera vondar við Marúsku, sem upp frá þessu ieið vel i húsinu. i dag er fyrsti dagur þess sem þú átt eftir ólifað. Misnotaðu hann ekki. 4 Flest slys verða i umferðinni og á heimilunum. Farðu að heiman og scldu bilinn. Stansaðu, þegar þú sérð rautt, hvort sem það er i umferðinni eða rökræð- um. Nei, konu þýðir ekki að hún sé að mótmæla. Ilinn sanní mæðradagur er fyrsti skóladagurinn eftir sumarleyfi. Karlmaður er gamall, þegar hann hefur meiri áhuga á vexti sjálfs sin en hennar. Kosturinn við að kaupa nýtt hús er sá, að þá færðu öll nýtizku óþægindi. 4 Þegar bjartsýnismaður sér, að heimurinn er að fara i hundana, fer hann að selja hundamat. Ekkert fer meira I taugarnar á garð- yrkjumanni en að sjá alla uppskcruna hverfa i einni máltið. þróun byggist á tvenns konar seðlum: Peningaseðlum og atkvæðaseðlum. Pað er mjög erfitt að leika á sekkja- pipii og næstum eins erfitt að hlusta á liana. * Pað erfiðasta sem læknir gerir, er að kenna sjúklingununt að veikjast aðeins á viðtalstima.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.