Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 17

Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 17
23. febrúar Þú ert ákaflega ákveðin manneskja, næstum þvi þrá, en dómgreind þin er góð og þegar þú gagnrýnir aðra fyrir að gera litið, hefurðu fyllilega efni á þvi. Þú ert andríkur að eðlisfari og kannt að koma svo haganlega fyrir þig orði, að enginn móögist. Þú kannt þá list, að segja ekki brandara á kostnað annarra, og þú ert ekki fyndinn, þegar þú gagnrýnir aðra. Þú hefur næstum óskiljanlega hæfileika til aö græða peninga og getur yfirleitt á- kveöið á stundinni hvort fyrirtæki borgar sig eða ekki. Þar af leiðandi vinnurðu fyrir miklum peningum, en þú ert lika á- kaflega greiðasöm sál og borgar yfirleitt reikninginn fyrir allan hópinn, svo aur- amir eru fljótir frá þér aftur. Ef þú lærir að spara til mögru áranna, mun þig aldrei skorta neitt. Þar sem þú ert manneskja sem dregur að sér fólk, eignastu marga vini. En þegar að þvi kemur fyrir þig að velja maka, fara málin að vandast, þvi að nauðsynlegt er að makinn hafi sama skaplyndi og þú. Fólk fætt I steingeitar-, krabba- og sporð- drekamerkinu yrði liklega bezti makinn. Hvað heimili og fjölskyldu varðar hugs- aröu fyrst um það og þú skalt giftast ein- hverjum, sem er sama sinnis þar. 24. febrúar Rithæfileikar þinir og listrænir hæfi- leikar yfirleitt eru mest áberandi dráttur i persónumynd þinni, en þú ert lika ágætis leikari. Þú gætirskrifað fyrir leiksvið, út- varp, eða sjónvarp. Þú ert til skemmtun- ar hvar sem þú ert, þvi að þú kannt listina að segja frá. Þegar gestir koma til þin, jafnast það á við að fara i bió eða leikhús. Þú veizt lika, hvernig þú átt að kynna ólikt fólk, þannig að beztu hliðar þess rati saman. Konur fæddar þennan dag eru einstaklega góðar eiginkonur manna, sem eru að reyna að komast áfram i lifinu. Þú hefur fengið sérstaklega næman huga i vöggugjöf og þess vegna fram- kvæmirðu yfirleitt eftir þvi frekar en rök- um. Sumir gætu þetta aldrei, en þér geng- ur ágætlega með það. Þú gerir aðeins vit- leysur, þegar þú ferð að ráðum annarra. Kærðu þig kollóttan um þá, sem ásaka þig fyrir aðframkvæma án þess að hugsa, þvi að það sem þér dettur fyrst i hug, er alltaf bezta lausnin. Þú ert blátt áfram og heiðarlegur i vin- áttu. Þú ert svo mikil einstaklingshyggju- manneskja, að þú átt bágt með að starfa með öðrum eins mikið og þú þyrftir ef til vill. Lifið er oft auðveldara, þegar maður getur unnið i félagsskap. 25. febrúar Félagslega hliðin á tilverunni gegnir miklu hlutverki i daglegu lifi þinu. Það virðist kannski undarlegt,Þar sem þúert sérlega mikil einstakingshyggjumann- eskja og átt oft erfitt með að verða öðrum samferða. En ef aðra langar til að fara þinar leiðir, eru þeir velkomnir og þú get- ur komið á góðu sambandi, sem ber riku- legan ávöxt. Þú ert afskaplega rómantiskur i eðli þinu, sérstaklega ef þú ert kona. Þú kem- ur fram við elskuna þina eins og bezt gerðist á miðöldum á riddaratimabilinu. Ef þú þarft að biða óralengi eftir útvöld- um maka, dregur úr rómantikinni, og þess vegna skaltu gifta þig snemma, þar sem þér liður bezt á eigin heimili i faðmi fjölskyldunnar. Þú ert fljótur að skilja málefnin niður i kjölinn og ert svo hugmyndarikur að fólk vill endilega hafa þig sem gest sinn i hverju samkvæmi. Þú ert f jörugur og kát- ur, en ef eitthvað fer nógu mikið i taug- arnar á þérí blossarðu upp. Það gerist yfirleitt, þegar fólk ætlast til að þú hjálpir þvi of mikið að þinu áliti. 17

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.