Heimilistíminn - 04.12.1975, Side 22

Heimilistíminn - 04.12.1975, Side 22
nshúfan Langt inni i skóginum, í stóru, holu eikartré, eiga heima tveir litlir jólasveinar. Þeir eru bræður og heita Hermann og Kornelius. Eins og allir jóla- sveinar halda þeir sig langt fjarri manneskjum allt árið og láta sér liða vel i trénu sínu. En þegar jólin fara að nálgast, eru þeir vanir að koma í ljós. Þá fara þeir heim á einhvern bóndabæina i grenndinni og halda veizlu i hlöðunni. Það var dag einn nálægt jól- um að Hermann og Kornelius sátu i eikinni sinni og skoðuðu fötin sin fyrir helgina. Þeir lögðu á rúmið sitt vesti og skyrtur, buxur og sokka og burstuðu tréskóna vel og vandlega. Allt átti að vera tilbúið og loks vantaði ekkert nema húfurnar. Hermann lagði sina hjá fötunum, en Kornelíus stakk höfðinu upp úr fatakistunni og klóraði sér i hvita skegginu: — Þetta var skrýtið, sagði hann. — Hún er búin að liggja á hillunni ofan við dyrnar siðan i fyrra og hún er ekki heldur hérna i kistunni. Hann 22

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.