Heimilistíminn - 13.05.1976, Page 32

Heimilistíminn - 13.05.1976, Page 32
„Ognvaldurinn" fékk að halda lífi Atvinnulaus maður svalt til að geta tamið flækingshundinn. Nú eru þeir óaðskiljanlegir I tæplega ár flakkaöi húsbóndalaus, þriggja ára gamall schæferhundur um i einbýlishúsahverfi bæjarins Roskilde i Danmörku. Hundurinn liktist helzt úlfi og enginn gat nálgast hann, en hann hélt vöku fyrir fólki með óhugnanlegu ýlfri. Ekki leiö á löngu unz ýmsar annarlegar sögur komust á kreik um hundgreyið, og bæjarbúar urðu skefldari og börn fengu ekki að fara út. Dýraverndin og lögreglan reyndu að ná honum i gildrur, setja fyrir hann eitraðan mat og skjóta hann, en loks varð það atvinnulaus maður, óvopnaður, sem náði hundinum — með hlýju viðmóti einu saman. Með þvi bjargaði hann lifi dýrsins og lif hans sjálfs öölaðist nýjan tilgang. Nú er Dingó, eins og eigandinn kallar hann, eftirlæti allra i bænum — börn og fullorðnir geta gælt við hann, án þess að nokkur hætta sé á ferðum. — Ég vorkenndi þessum villta hundi, þegar ég frétti, að það ætti að eitra fyrir hann eða skjóta hann, segir Erik Rudbæk Olsen, 45 ára. — Ég hef aldrei átt hund áður, en alltaf langað til þess. Ég vissi þvi ekki margt um hunda. t marga mápuði reyndi ég að lokka hann til min með kjöti, sem ég keypti fyrir atvinnuleysisstyrkinn minn. Það varð til þess, að ég varð að láta mér nægja að borða baunir, en örlög hundsins skiptu mig meira máli en matur. Loksins tókst það. Hann var vanur að hverfa brott um leið og hann haföi rifið i sig kjötið, en i þetta sinn stóð hann kyrr og horfði á mig þessum fallegu augum, og þegar ég talaði til hans, dinglaði hann róf- unni og kom til min. Nú erum við óaðskiljanlegir. Tómlegt lif mitt sem atvinnulaus piparsveinn hefur nú öðlazt nýjan tilgang og ef ég skyldi fá vinnu aftur, verður hún að vera þannig, að ég geti haft Dingó hjá mér. Schæferhundurinn stóri, sem allir töldu stórhættulegan, vikur ekki frá Erik. Þeir búa saman i agnarlitlu risherbergi, og fara saman út að ganga átta tima á dag. Lögreglan sem áður átti sér það tak- mark að drepa hundinn, hefur nú viður- kennt, að hann sé orðinn eftirlæti allra og hinn bliðasti i viðmóti — vegna góðs atlæt- is og vináttu.

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.