Heimilistíminn - 03.06.1976, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 03.06.1976, Blaðsíða 9
meira mannvirki en stærsti pýramídinn Hooverstiflan er 221 metri á hæö og 380 metra löng. Niöri i gímaidinu má greina Colo- rado-fljót. Bandarikin eru það land, þar sem allt er stærst i heimi. Þar er að finna hæstu byggingar heims, stærstu steikur heims, endalausar járnbrautarlestir og stifluna, sem eitt sinn var sú hæsta i heimi, sem sé Hooverstifluna i Nevadariki, klukku- stundar akstur frá Las Vegas. Stærð mannvirkisins er gríbarleg. Það tók fimm ár að byggja stifluna og þegar þvi var lokið, gátu Bandarikjamenn stát- að af stærstu byggingu heims, stærri en stærsti pýramidi Egypta, 221 metri á hæð og 380 metrar að lengd, mælt eftir efri brún stiflugarðsins. Fleiri tölur: Niu mill- jónir lesta af grjóti voru sprengdar burt, steinsteypan nægðitil að leggja sex metra breiðan veg frá Kaliforniu til Flóri'da, herta stálið var jafnmikið og fór i Empire State Building og verkamennirnir fengu ævintýralega hátt kaup á þeirra tima mælikvarða. 011 þessi ósköp kostuðu 52 milljónir dollara. Hooverstiflan er ekki lengur sú hæsta i heimi, þvi i Kákasuslýðveldinu i Sovét rikjunum er Nurekstiflan, sem er 317 metra há. Lengdin á Hooverstiflunni er ekkertsérlega merkileg, þvi til eru stiflur allt að fimm kilómetrar að lengd. Meira að segja i Noregi er lengri stifla. I Yfir 5000 nianns unnu viö stiflugeröina i einu, þegar flest var. Það hafði lengi verið draumur manna að beizla hið mikla og óútreiknanlega Colorado-fljót, sem árið 1905 flæddi yfir bakka sina og færði i kaf mikil landsvæði i Kaliforniu og eyðilagði viðlenda akra. Það var ekki fyrr en 25 árum siðar, að hafizt var handa og verkiö var enginn barnaleikur fyrir þá mörg þúsund menn, sem störfuðu við þetta. Þeir, sem boruðu göt fyrir dýnamithleðslur, voru látnir siga niður bjargið i köðlum og lif þeirra hékk bókstaflega i bláþræði við vinnuna. Við hlið verksins reis upp nýr bær, Boulder City sem enn er eini bærinn i Nev ada, þar sem bannað er að spila fjár- hættuspil og veita áfengi. Á siöariárum er svæðið umhverfis vatnið ofan við stifluna, Lake Mead, orðið vinsæll hvildardvalar- staður. v Franklin Roosevelt forseti hafði þann heiður að vigja Hooverstífluna, sem sér nú þremur rikjum, Arizona, Nevada og Kaliforniu fyrir rafmagni. 9

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.