Heimilistíminn - 20.10.1977, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 20.10.1977, Blaðsíða 5
Ponti yngri, sem er átta og hálfs árs. Hann fæddist I það minnsta eftirfimm ára tilraunir móður hans til þss að eignast barn, og tvivegis hafðihún misst fóst- ur, auk þess sem hún hafði farið i hor mónameðferð hjá svissneskum lækni, Dr., Hubert de Watteville. 1 átta mánuði af meðgöngutimanum, varðhún að dveljast i ibúð I Geneva Intercontinental Hotel, þar sem enginn fékk aö ónáða hana, og aðalboðorðið var „algjör ró”. Eldri sonur Sophiu hefur alltaf verið kallaður Cipi, en það er skammstöfun á nafninu hans. Nú, þegar hann er orðinn átta ára, er komið að þvi, að honum llkar ekki lengur þessi nafngift, og segir, að Cipi sé smábarnanafn. Honum er sama þótt hann sé kallaður Carlo, en það skapar nokkur vandræði á heimilinu, og Sophiu finnst helzt til mikið að segja alltaf Carlo yngri. Bezta lausnin sem fundizt hefur til þessa er, að kalla hann Carlone, en það þýðir i raun og veru Stóri Carlo, en það er einmitt það, sem litli bróðir hans kallar hann. Ung vegna þess að börnin eru ung — Það er svo sem rétt að ég hef verið gifti tiueöa tuttugu ár, eftir þvihvernig á það er litið, segir Sophia, — en mér finnst það ekki vera svo langur timi, vegna þess að börnin okkar eru svo litil, að þau láta mér finnast ég sjálf yngri en ég er. Maður skiptir um skoðun, þegar börnin manns eru orðin fjórtán eða fimmtán ára, og maður fer að óttast að sú stund renni upp, að þau yfirgefi mann. — Það hlýtur að vera mjög átakanlegt augnablik, heldur hún áfram. — Þá er eins og hluti af lifi þinu sé liðinn, og þú verður að fara að skapa þér nýtt lif til þess að geta lifað þetta af. Ég held aö það verði átakanlegasta stund i llfi minu. Ég vona að ég geti ráðið fram úr þvi, þegar þar að kemur. 1 eðli minu á ég erfitt með að slita sambandi við nokkurn, eöa sleppa nokkrum hlut. Ég veit þó, að fólk verður að vera frjálst til þess að gera það sem það vill, og til þess að gera sin eigin mis- tök,til þess að skilja lifið. — Ef til vill mun ég þjást, en ég mun ekki láta þá sjá, hvernig mér er ínnan- brjósts. Ég mun sætta mig við lifið og snúa mér að Carlo, þegar þar að kemur. Sophia verður allt i einu glaðlegri. — Auðvitað værimun sorglegra, ef þeir yrðu ekki fullorðnir, eöa ef ég gerði mér ekki ljóst að þeirhefðu fullorðnazt og svo færu þeir þrátt fyrir það. — Hvað ef sonur þinn færi að fara út með stúlku sem þér felli ekki? • — Hann verður þá bara að gera það, svarar hún. — Það er miklu betra að segja við hann. ,,Þú getur gert það sem þú vilt. Þetta er þitt lif”, vegna þess að reynir þvi að banna börnum þinum getur það endað með þvi, að þau fara að fara á bakvið þig. Þú getur sagt: „Mér fellur hún ekki, en ef þér likar hún, þá vona ég að þú skemmtir þér vel”. Ég verö alla vega ða segja mina skoðun. Sophia kveikir sér I slgarettu, og það vekur athygli þess, sem við hana ræðir, sem ekki hefur vitað að hún reykti. — Ég reyki svona af og til. Ég reyki átta eða ni'u sigaretturá dag, og það er ekkert vegna þess aö ég sé taugaóstyrk. Ég reyki. þegar ég er ekki að leika i kvik- myndum, en þegar égbyr jaá nýrri mynd, hætti ég þegar I stað. Ef æsingur og spenna væru ástæðurnar fyrir reykingúm Sophiu hefði árið 1977 sannarlega orðið til þess að ýta undir þær. Fyrir nokkrm mánuðum var henni haldið á flugvellinum I Róm, þegai; hún var að fara þaðan til Parisar Tollverðirnir og lögreglan tóku af henni þrjú umslög með einhverjum pappirum, og siöan var hún spurð i þaula um meint brot á lögum um erlendan gjaldeyri, sem Carlo Ponti hafði áttað hafa brotið. Mánuði áður höfðu tiu Framhald á næstu siðu 5

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.