Heimilistíminn - 20.10.1977, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 20.10.1977, Blaðsíða 9
mjög áhugasamirum að sýna hæfni sina. Þá fjóra daga sem SITHA stóð yfir, fóru fram fjölmargar tizkusýningar, þar sem fram komu velþjálfaðar og glæsilegar sýningarstúlkur, og hástemmd afrisk tón- list hljómaði. Fatnaðurinn, sem þarna var sýndur, var frá ýmsum framleiðendum, bæði þeim, sem framleiða fatnaði i fjöldafram- Ieiðslu og hinum, sem framleiða einungis módelfatnað. Markaðsvandamálið leyst Fram kom á sýningunni, að afrisk fyrirtæki geta enn ekki keppt við fram- leiðendur i Singapore, Hong Kong, Suður Kóreu eða Suður Ameriku, en þaðan berst mikið af ódýrum tizkufatnaði út um allan heim. Afriskar vörur eru taldar góðar, en hins vegar er kaupið i Afriku hærra. Svo þurfa fyrirtækin afrisku að gera sér betur grein fyrir nauðsyn þess að standa verður við gerða samninga, varðandi afhendingu og afgreiðslu vara, sem pantaðar hafa verið. Kjóll úr hnýtibatik-bómullarefni, útsaum- aður i hálsmál og á ermum. — Við verðum að kanna mjög vel öll 'ramleiðslustigfyrirtækja okkar til þess að finna leiðir til þess að lækka verðið og verða um leið samkeppnisfærari, sagði einn af talsmönnum SITHA. — Við verðum að finna leiðir til þess að hjálpa litlum eða miðlungsstórum fyriri tækjum til þess að koma undir sig fót- unum. Helzt vildum við að hægt væri að fá Þægilegur heimakjóll úr afriskum lán frá Alþjóðabankanum til þess að bómullarbútum. hjálpa þessum litlu fyrirtækjum. Einnig þurfum við á aðstoð fleiri velmenntaðra rekstrarfræðinga að halda og tækni- menntaðs fólks sem gæti aðstoðað þessi fyrirtæki. Enn sem komið er litur ekki út fyrir að Afríka geti rutt Indlandi eða Asiulöndun- um úr vegi sem uppsprettu ódýrs tizku- fatnaðar. Afrikubúum sjálfum er þó ljóst að þeir standa nú á krossgötum og verða að velja réttu leiðina, svo þeir geti lækkað verðið á framleiðslu sinni og um leið dregið til sin kaupendur um allan heim. Þeir eru fullvissir um, að þeim eigi eftir að takast þetta. Þ.fb. 9

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.