Heimilistíminn - 17.05.1979, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 17.05.1979, Blaðsíða 7
hver inn af annarri og gangar eöa salir á milli. öllum var þessum huröum lokaö innan frá meö steinstólpum, sem reistir voru upp viö huröirnar, og munu menn hafa oröiö eftir inni hjá jarðneskum leif- um keisara sins, fyrir innan hverja hurö, sem féll aö stöfum á eftir þeim, sem fóru út. Kínamúrinn Eftir aö hafa skoðað grafhýsiö var hald- iö aö Kínamúrnum mikla. Múrinn er meistaraverk byggingalistarinnar i Kína til fórna. Á fimmtu öld fyrir Krist reistu höfðingjar i hinum ýmsu héruðum lands- ins varnarveggi viö útjaöra rikja sin..a til þess að verjast ágangi dvinanna. Þegar svo Kina var sameinaö á þriöju öld fyrir Krist voru þessir múrar tengdir saman I eina heild. Við héldum aö múrnum á staö, sem nefnist Patalin og er útvöröur Chuyung- kuan. Þaðan teygir múrinn sig allt til Shan Haikuan i austri aö Chiayukuan I vestri og er vegalengdin samtals um 6000 kílómetrar. Liggur múrinnum 5 próvins- ur og 2 sjálfstjórnarriki I noröanveröu Kina. Meöalhæö veggsins er sjö og hálfur metri og breiddin er 5.4 metrar. Meö nokkur hundruð metra millibili eru tveggja hæöa turnar reistir i múrinn. Uppi stóöu menn vörö en á neöri hæöinni létu þeir fyrirberast og elduðu mat sinn. Eftir frelsunina lét stjórn Alþýöulýö- veldisins gera viö múrinn í Patalin-hæð- um. Haföi viöa runniö úr honum og hann hruniö, en allt var fært til upprunalegrar myndar. Þessi mynd er tekin íhinni Forboönu borg. Sést hér eitt kerjanna, sem ætlaö var til þess að geyma I vatn, sem nota mátti ef kviknaöi i. Keriö var I upphafi slegiö sklra- gulli, en erlendir ræningjar hafa skafiö nær allt gulliö af. Viögengum töluveröan spöl eftir múrn- um, og var þaö ekki létt verk, þar sem hann var sums staöar svo brattur aö klifa þurfti upp tröppur. Ferðin niöur I móti var heldur ekki erfiöislaus, vegna þess aö brattinn var þaö mikill. En hvaömáttu þá verkamennirnir, sem mUrinn reistu, segja, Ur þvi okkur óþreyttum gestunum fannst þetta erfitt. Hver einasti steinn var fluttur langan veg aö, aö minnsta kosti um þessar slóöir, aö þvi er tUlkarnir sögöu en ég haföi haldið, að efniö heföi veriö tekiö i fjallshliöunum I kring. ófáir svitadropar hafa liklega fall- ið á meðan mUrinn reis, og liklega hafa ekki margir veriötil frásagnarum verkiö og framgang þess i lokin af þeim sem fyrstu steinana lögöu. Gísli Halldórsson í Króki: Um vorlangan dag En grannkonan gulrótum sáir, — hjá grautnum hún tollir ei lengur — og skopran um raðirnar rennur og rásar með iskrandi hljóði, Golan berst handan af hafi með hafseltukeiminn að vitum, með angan af þangi og þara, og þegar hún strýkst yfir túnin skipta þau loksins litum Kindurnar komnar að burði, sér kroppa i varpanum grónum, en gráskeggur hugar að hrossum i haganum suður hjá Vatni og folald er fætt þar i mónum. Granninn út tætarann tekur og traktorinn nýja og stóra og ræsir við kambhjólið kliðar, nú kartöflugarðinn skal vinna, og hann þekur hektara fjóra. og það er einn fljúgandi flengur. Til eyrna frá mýri og móa berst margraddað vorfuglakvakið, að hreiðurgerð bráðum þeir hyggja og haglega skara og fóðra og sinutopp þétta i þakið. Já, margt býður vorið að vinna, en vesalings þéttbýlisdótið, i frii, knýr bónþvegna bila á brettaða hólótta veginn hjá bæjunum frammi við fljótið. 7

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.