Heimilistíminn - 17.05.1979, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 17.05.1979, Blaðsíða 14
Migrene er svo algengur sjúkdómur, aö flestir þekkja áreiöanlega til hans — eöa jafnvel þjást af honum sjálfir. Hvaö sem ööru liður þá er þetta erf iöur sjúkdómur. Hann segir til sín meö vissu millibili, og þess vegna fer oft svo að fólk telur aö það veröi aö læra að lifa meö honum. Migrene heitir á latinu hemicrani, en oröiö þýöir verkur i hálfu höföinu, en höfuöverkurinn er einmitt þýöingarmesta einkenniö, en þar fyrir utan þjáist fólk af ógleöi og titringi fyrir augum. Migrene er ekki sjúkdómur, sem einungis hrjáir fulloröiö fólk, eins og , margir halda. Nær helmingur allra skólabarna fær einhvern tima migrenekast. Oft er þessum bórnum engin aöstoö veitt. Annaö hvort vegna þess, aö þau geta ekki útskýrt ein- kennin, eöa vegna þess aö þau sækjast ekki eftir hjálpinni. Meöal fulloröinna er migrene algengara hjá konum en körlum. Þar aö auki hefur komiö fram, aö sjúk- dómurinn er arfgengur. Margt getur oröiö til þess aö kalla fram migrene, og má þar sem dæmi nefna: Hormónabreytingar Könur fá oft migreneköst I sambandi viö tiöir. Streita Migrene kemur oft fram, ef fólk þjáist af of miklu álagi. Líkamlegt álag Einstaka menngeta fengiö migrene viö þaö eitt aö lyfta þungum hlut eöa vinna erfiöisvinnu eöa verk.‘ Ofnæmi Fólk getur .veriö næmt fyrir ýmsum hlutum, sem hafa slæm áhrif á migrenetilfellin. T.d. ættu þeir, sem eiga vanda til þess aö fá migrene, aö gæta sin á osti, ávöxtum, rauövini, kjöti, súkkulaöi, tóbaksreyk og ýmsu ööru. Migrene er einn þeirra sjúkdóma, sem svo sannarlega er hægt aö fyrir- byggja, sé fariö eftir nokkrum ein- földum ráöum. Eftirfarandi átta atriöi eru mjög til hjalpar: 1. Þaö þýöingarmesta af öllu er aö so£a meö hátt undir höföinu. Þaö er athyglisvert hversu margir migrene- 14 Einfaldar en fyrir byggjandi aðferðir gegn migrene Migrene er ekki aöeins sjúk- dómur, sem herjar á fuli- oröna, heldur einnig á börn. Um helmingur skólabarna þjáist af þessum sjúkdómi. En þaö er hægt aö ráöast gegn sjúkdómnum meö nokkrum einföldum aöferöum, sem samt hafa reynzt mörgum árangursrikar. sjúklinarhafa oröiö skárri, svo ekki sé meira sagt, meö þvi einu aö fylgja þessari einföldu reglu. 2. Reyniö aö komast hjá allri streitu. Þaö kann aö viröast heldur erfitt aö fara eftir sliku ráöi nú til dags, aö minnsta kosti fyrir margan manninn, Ef migrenekast kemur eftir aö streita hefur veriö i hámarki, er ekki um annaö aö gera, en velja á milli þess aö fá migrenekast, eöa breyta lifsháttum sinum og lifsvenjum, þannig, aö minni hætta sé á áframhaldandi köstum. 3. Reyniö aö komast hjá likamlegri áreynslu eöa ofþreytu. á.Reyniö aö vera ekki I tóbaksfeyk, ef þiö hafiö oröiö þess vis, aö hann getur verkaö sem hvati á migrene- köstin. Ef þig grunar, aö migrene- köstin standi á einhvern hátt I sam- bandi viö neyzlu einhverra ákveöinna fæöutegunda, ættir þú aö reyna aö komast hjá þvl aö neyta þeirra. Ekki myndi þaö skaöa, aö ræöa viö heimilislækninn um þaö, hvort draga mætti úr blóöstreyminu til höfuösins meö ákveönum, léttum þrýstingi á hálsæöarnar. 5. Hreyfing og slökun getur haft mjög góö áhrif á migrenesjúklinga. Ef migrene stafar af aumum vöövum eöa vitlausum Ilkamsstellingum kann aö vera hægt aö fá aöstoö hjá sjúkraþjálf- ara. 6. Til eru mörg lyf, sem hafa veriö notuö meö góöum árangri til þess aö fyrirbyggja migrene eöa viö migrene-' köst. Er þar um aö ræöa lyf af ýmsum lyfjaflokkum, þar á meöal róandi lyf. Þannig eru margar leiöir til þess aö fyrirbyggja eöa meöhöndla migrene- sjúklinga, þegar kastiö kemur. Þarf enginn aö furöa sig á þvl t.d. aö lækn- irinn ávlsi lyf, sem annars er undir venjulegum kringumstæöum gefiö viö ofnæmi. Fólk veröur aö láta lækninn ákveöa hvaöa meöal hann vill nota og reiknaö er meö aö gefi bezta raun. 7. Kiropraktiskri meöferö er beitt viö taugar I hnakkagrófinni, og á þann hátt er reynt aö hafa áhrif á taugar og vessaflutning til heilans. 8. Ýmsir hafa rætt um möguleika á þvi aö beita nálarstunguaöferö viö migrenesjúklinga, en ekki eru menn sammála um árangurinn af þvi. Þýöingarmikiö er aö veita eftirtekt einkennum, sem koma áöur en migrene-kastiö skellur yfir. Oft kemur á undan migrenekastinu óþolinmæöi, þunglyndi, slæmur svefn og ef til vill llka minni þvaglát. t upphafi migrenekastsins dragast æöarnar aö heilanum saman. Viö þaö minnkar blóöátreymiö og súrefnis- streymi til heilans, og fólki fer aö liöa illa, og þaö fær sjóntruflanir. A næsta stigi kastsins vlkka æöarnar snögg- lega. ÞaÖ er talin orsökin aö höfuö- verknum og Ijósfælninni. Ef fólk veröur vart viö, aö þaö er I þann veginn aö fá migrenekast, ætti þaö aö taka þau lyf, sem þaö hefur frá lækninum viö migrene, og ef hægt er ætti þaö aö leggjast I rúmiö, hafa hátt undir höföinu og hafa hljótt og dimmt I herberginu. — Þfb i

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.