Heimilistíminn - 17.05.1979, Blaðsíða 17

Heimilistíminn - 17.05.1979, Blaðsíða 17
VESTI MEÐ LANDSLAGI Sð urnar 3 hvorum megin. Prjónið þessar lykkjur I grunnlitnum eða sem áfram- hald af munstrinu. Snúið bandinu saman i hvert sinn, sem skipt er um lit. Ef ekki er of langt haf á bakvið er i lagiaðláta bandið liggja laust bakatil. A sama hátt og á bakinu er tekiö úr fyrir handveginum hvorum megin 4,2,2,2,2 lykkjur, og siðan 1 lykkja hvorum megin I annarri hverri umferð 5 (5) 6 sinnum ogi sjöttu hverriumferð 5sinnum. Þegar stykkið er orðið 34 cm er fellt úr fyrir hálsmálinu, 19 lykkjur i miðjunni á stykkinu: Prjónið nú hvora hlið fyrir sig og takið úr 3, 3, 2, 2, 2 lykkjur og 1 lykkju 9 (10) 10 sinnum. Þegar handvegurinn er orðinn 22 cm langur eru felldar af siðustu 10 (10) 11 lykkjurnar fyrir öxlina. Hin hliðin er prjónuð öfugt við. Samsetning: Leggið fram- og aftur- stykkið á rakt handklæði og leggið sið- an annað rakt stykki ofan á. Teygið stykkin til eins og þau eiga að verða. Saumið þessu næst saman hægri öxl- ina. Hálsmál :Takið upp á prjónano 2 1/2 lykkjur ognotið lit no 97. Alls eru tekn- ar upp 280 — 286 lykkjur umhverfis hálsmálið og pr jónað slétt og brugöið, ein og ein lykkja. Prjónið tveggja sentimetra breiðan lista. Fellið af. Saumið svo saman vinstri öxlina og hálsmálslis tann. Listi i kring um handveginn: Takið upp 168 til 174 lykkjur og prjónið slétt ogbrugðið 2cm. Saumið saman hlið- arnar. Pressið niður saumana. Ef þið hafið ekki notað ekta ullar- garn ivestið skuluð þið gæta aðþvi áð- ur en þið farið að pressa, hvort garnið þolir slika meðferð. Það gerir ekki allt gervigarn. Ef ykkur finnst nú of mikið i lagt að prjóna vesti með öllu þessu munstri, getiö þið fengið ykkur peysumunstur og prjónað munstrið á fallega peysu, það færi ekki siður vel. 17

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.