Heimilistíminn - 07.02.1980, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 07.02.1980, Blaðsíða 15
Mulningspæ er fljótgert pæ. 100 grömmm af smjörliki eru mulin saman við 3 dl af hveiti. Gjarnan má blanda 1/2 tesk. af lyftidufti saman við hveitið. Stráið 1-2 msk af sykri yfir niðurskorna ávexti/ber i ofnfast form. Stráið hveiti muinignum yfir. Þrýstið niður með fingrunum. Bakist við 175 stiga hita i ca 25 mfndtur. Ber ið fram með vanilluís og vanillu- sósu, eða einhverju öðru, sem fer vel við ávextina, sem þið hafið vaiið I rettinn. Kardinálaferskjur Fáið ykkur ferskjudós, og setjið dt á ferskjuhelmingana jarðar- berjasultu, eða einfaldlega jarö- arber úr dós, sem hafa verið hrærð í sósu. Skreytið með þeytt- um rjóma og söxuðum valhnet- um. Gotter að bera fram Is með þessum ávaxtarétti. Gldaðir bananar Bræddu eina matskeið af smjöri (ekki smjörliki) á pönnu. Settu bananana út i. Stráðu svo- litlum sykri út á og steiktu þá l ca 5 mínútur við meðalsterkan hita. Stráðu sfðan hökkuðum möndlum yfir ogrifnu appelsinuhýði. Helltu dt I ca 1/2 dl af rommi eða lfkjör, miðaðvið2-4 banana. Láttu þetta haldast heitt. Kveiktu i með eld spýtu og loginn um siokkna eftir eina mfnútu. Hafðu þó iok viö hendina til þess að kæfa eldinn ef hann logar of lengi. Settu ban- anana á fat og berðu fram Is með þeim. Gjarnan súkkulaöils. Sýrður rjómi með ana- nas Þetta er eftirmatur, sem bera má fram, ef einhver gestanna þarf að borða fremur megrandi fæöu, og nær sykurlausa. Þaö sem til þarf er sýrður r jómi, sem söxuðum ananas er hellt dt i. Lát- iö þetta inn f Isskáp og geymiö það þar til bera á réttinn fram. Stráið kaffidufti yfir, eða kakói, og einnig má nota rifið sdkkulaði. Djúpsteiktur camen- bert-ostur Skerið ostinn niður f hæfiiega stóra bita og veltið þeim upp dr hveiti.þeyttu eggi og brauö- mylsnu eða raspi. Hitið upp oli- una, þar til brauðbiti verður gul- brúnn I henni á einni mindtu. Setjið ostinn út i á flskspaða, og haldið honum þannig niður i henni, þar til hann er orðinn gul- brdnn. Látiö fituna renna af bit- anum á eldhúsþurrku, eða smjör- pappfr. Hafið lok viö hendina, til þess aö geta skellt þvf yfir olfu- pottinn, ef ollan ofhitnar hjá ykkur. 15 inn

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.