Heimilistíminn - 07.02.1980, Blaðsíða 22

Heimilistíminn - 07.02.1980, Blaðsíða 22
tvö, gátu ekki fariö til Bandarikjanna aö þessu sinni, og uröu eftir i Englandi. Lynda, eiginkona Barry, sem eitt sinn var kjörin Ungfrú Edinborg bætir viö: — Þeir hafa allir þroskazt svo mikiö siöustu árin. Þegar bræöurnir eru á feröalögum sitja þeir oft saman og segja sögur og brandara, en sjálfir segjast þeir hafa mjög sérkennilega kimnigáfu. Þegar Barry Gibb var I Hollywood lét hann þau orö falla, aö þaö væri gjörsam- lega ómögulegt og óhugsandi fyrir þá bræöur aö ætla sér aö búa i Hollywood. Hollywood minnti þá á innantómt skurö- goö. En svo vikiö sé nánar aö fylgdarliöi bræöranna þá má þar nefna Hugh fööur þeirra, sem er rúmlega sextugur fyrrum hljómsveitarstjórnandi i Astraliu og i Bretlandi og móöur þeirra Barböru, sem er 58 ára. Andy bróöir þeirra, rúmlega tvitugur var einnig meö i Bandarikjaför- inni. Þávar þar hin 29 ára gamla Lynda eiginkona Barrys og Stevie sonur þeirra, 5 ára. Ashley 2 ára haföi lika fengiö aö fljóta meö, en hann var svolitiö erfiöur viöureignar, enda ekki gamall. Yvonne, 29 ára gömul eiginkona Maurice var þarna lika og Adam 3 ára sonur þeirra auk ömmunnar Laura Pass, sem er áttræö. Hún haföi komiö alla leiö frá Astraliu til þess aö fá aö hlusta á drengina sína i fyrsta skipti i tuttugu ár. EnGibb-bræöurnirhafastaöiö sig vel á fleiri sviöum en aö sigrast á drykkkju- skap ogeiturlyf janeyzlu. Þeir hafa safnaö miklum auöi. Samkvæmt skattalögum I Bretlandi hafa þeir þurft aö greiöa 83% teknanna I skatt. En eftir breytingar á lögunum veröur sú tala liklega ekki nema 60%. Búast bræöurnir þvi viö, aö vinna meira og dveljast lengur en þeir hafa gert til þessa I heimalandi sinu. Þó fullyrti Maurice, aö ekki kæmi til greina, aö þeir bræöur flyttust til Bretlands fyrir fullt og allt, eöa nokkurs annars staöar, heldur myndu þeir aö mestu halda sig I Miami eins og þeir hafa gert aö undanförnu, en þar eiga þeir falleg heimili. Maurice ætlar þó aö láta Adam son sinn ganga I skóla i Englandi, en hann hefur ekki áhyggjur af þvi, þótt nokkur spölur sé á milli Eng- lands og Florida. Hann skreppur þennan spotta þegar hann hefur áhuga á I Falcon- 10 sæta þotunni sinni, og er ekki lengi á leiöinni. Barry hefur lika fast aösetur á Florida, og hefur mjög gaman af hraöbát- um og veiöiskap. Þriöji bróöirinn Robin, Molly kona hans, sonurinn Spencer 7 ára og dóttirin Melissa 5 ára, býr I Surrey f Englandi. Hann hefur þó keypt sér land á Long Is- land, svolfklega verður þaö heimili hans i framtiöinni. Þaö er þó ekki rótleysi, sem Gibb-bræö- urnir hafa mestar áhyggjur af um þessar mundir,heldur einangrunin. — Viö getum ekki einu sinni fariö út i búö og keypt okk- ur skyrtu, nema meö miklum undir- búningi og alls konar öryggisráöstöfun- um. A meöan bræöurnir voru i Texas hugðust þeir fara i leikhús, en þaö var ekki hægt fyrr en umboðsmaður þeirra fann upp á þvi aö leigja heilar svalir I leikhúsinu fyrir þá eina. — Þetta er engu betra heima i Englandi. Ef mig langar I eitthvaöþar, segir Barry, — verö ég bara aö fá einhvern Ur fylgdarliðinu, til þess aö fara út og kaupa þaö fyrir mig. Maöur getur oröiö brjálaöur af þessari einangr- un. En kannski liöur ekki á löngu þar til Gibb-bræöurnir geta fariö aö ganga frjálsir um mitt á meöal vor, vegna þess aö þeir hafa eiginlega ákveðið, aö hætta áöur en vinsældir þeirra taka aö réna. Þeir vilja nefnilega hætta á meðan hamingjan blasir við þeim, en ekki þegar fariö er aö halla undan fæti. Þfb Bee Gees meö nokkrum úr Osmond-fjölskyldunni I Utah.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.