NT - 12.05.1984, Blaðsíða 2

NT - 12.05.1984, Blaðsíða 2
li'VT' jl Laugardagur 12. maí 1984 2 ■ Ungur maður meiddist talsvert á fæti þegar mótorhjól sem hann ók lenti á bfl á Lækjargötu um miðjan dag í gær. Mótorhjólinu var ekið suður Lækjargötu þegar bfll sem kom norður götuna beygði upp Skólabrú á veg fyrir hjólið. Skemmdir á mótorhjólinu voru talsverðar. NT-mynd Ólafur. Hemlar og hemlakerfi er nrvikilvægasti öryggisþátturinn í öllum akstri og meðferð ökutækja og vinnuvéla. Þetta vita allir. í því sambandi skiftir mestu, sé fyllsta öryggis gætt; að vel sé séð fyrir viðhaldi og umhirðu allri. Þetta vita líka allir. Við erum sérfræðingar í allskyns hemlum og hemlakerfum. 1. flokks varahlutaþjónusta. Við bjóðum orginal varahluti, beintfrá framleiðendum, - á ótrúlega góðu verði. Yfir 20 ára þjónusta fagmanna tryggir öryggið. hinum ýmsustu stöðum og kartöflurn- ar þuklaðar sem vandlegast og skorn- ar sundur. Lá jafnve! við að einstaka maður bragðaði á kartöflunum hráum, svo vantrúaðir virtust menn á að ætar kartöflur væri að finna í -landinu, eftir allt sem á hefur gengið að undanförnu. Þessari miklu vettvangsrannsókn lauk svo í dálitlu útskoti þar sem almenningi er gefinn kostur á að versla. Þar brá svo við að kartöflurnar sem á boðstólum voru, voru þaktar ýmis konar sveppagróðri og ekki óáþekkar þeim sem fólk á að venjast í verslunum, að vísu þó ekki alveg eins illa farnar, enda sennilega ekki geymdar upp við miðstöðvarofn. Til að fyrirbyggja ailan misskilining skal það þó tekið fram að ekki er hér verið að leiða getum að því að að óskemmdu kartöflurnar sem sýndar voru, hafi verið fengnar að láni suður á Ítalíu í tilefni af heimsókn blaða- mannanna. Kaupmenn eru ekki brjálaðir ■ „Það er af og frá sem Dropi segir, eða hefur eftir viðmælanda sínum í Grænmetinu, að við kaupmenn yrð- um snarbrjálaðir yfir því að kartöflur ættu að vera kælivara", sagði Ólafur Björnsson hjá kaupmannasamtöku- num í samtali við NT í gær. „Hitt er svo annað mál, að álagning og síðan sölulaun af kartöflum hafa ekki boðið upp á það að við færum að. Jpandera kæligeymslum, vélum og síðan dýru rafmagni allan sólarhringinn fyrir kartöflur. En um leið og það verður gefið frjálst eins og hitt þá er ég viss um að kaupmenn munu leggja sig alla fram um að bjóða upp á fyrsta flokks kartöflur", sagði Ólafur. ■ í gær sat Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra á bak við rimia sænsku lögreglunnar ásamt félögum sínum í Bildenberg klúbbnum. Árlegur fundur klúbbsins var haldin á Grand Hótel í Saltsjöbaden við Stokkhólm. Fjölmiðlamönnum var stranglega bannaður aðgangur að fundarstaðnum og til að tryggja að enginn slyppi inn var sænska lögreglan fengin til að girða Hótelið af. Þessi mynd var tekin í gær þegar verðir laganna voru að koma „víg“ girðingunni fyrir. Pressens bild Stokkhólmi. Viðræður um leigu á Snorra Sturlusyni ■ Bæjarútgerð Reykjavíkur íhugar nú að leigja togarann Snorra Sturluson, sem legið hef- ur bundinn við bryggju um nokkra hríð. Að sögn Brynjólfs Bjarna- sonar framkvæmdastjóra BÚR hafa margir sýnt áhuga á að taka Snorra á leigu, flestir hafa rækjuveiðar í huga. Verið er að íhuga tilboðin og ræða við menn að sögn Brynjólfs Bjarnasonar. Niðurstöðu er að vænta innan skamms. LLINGf Sérverslun með hemlahluti. Skeifunni 11 Sími: 31340,82740, Fangelsi eða vændi? ■ Fyrir nokkrum dögum sögðu Dropar frá velheppnuðu Kúttmaga- kveldi kvenna á Akureyri og studdust þar við heimildir úr Degi á Akureyri. Svo virðist sem úr þessu sé að verða framhaldssaga fyrir norðan, og til að lesendur fyrir sunnan missi ekki af öllu saman, leita Dropar aftur á náðir Dags og birta hér framhaldssöguna: „Konur á kúttmagakvöldi” í Sjall- anum um síðustu helgi munu hafa stofnað þar formlega „karlavinafé- lag“ en fregnum af því fylgir hins vegar ekki nánar útlistuð stefnuskrá. Konur hafa hins vegar fengist við að skil- greina stofnun þá sem nefnist hjóna- band og mun sú skilgreining að það væri „ævilangur vændissamningur" hafa hlotið einna bestan hljómgrunn. - Ekki er víst að allir vilji túlka þetta á sama veg og hætt er við að karlrembusvínin líti öðrum augum á þessa skilgreiningu en kvenfólk þótt þeir séu að öðru leyti samþykkir henni. Þau sömu „svín“ segja einnig að hjónabandið sé eini fangelsisdómur yfir karlmönnum sem þeir geti eki fengið styttan mað góðri hegðun“. Kartöflur sem sýningargirpir ■ Blaðamenn voru á dögunúm leiddir um gervöll húsakynni græn- metisverslunarinnar og gaf þar að líta hvert tonnið á fætur öðru af galla- lausum kartöflum. Tekin voru sýni á

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.