NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 12.05.1984, Qupperneq 6

NT - 12.05.1984, Qupperneq 6
ILlI' Laugardagur 12. maí 1984 6 Hvers krafðist Jón Sigurðs son af alþingismönnum? Fjærstir réttum vegi ■ Hinn 20. maí 1840 fól Kristján kóngur áttundi ís- lenzkri embættismannanefnd að athuga, hvort ráðlegt væri að efna til ráðgjafaþings á íslandi. Þetta var tilefni þess, að Jón Sigurðsson sem var þá 29 ára, hófst handa um útgáfu Nýrra félagsrita og birti í þeim á næsta ári (1841) eina frábær- ustu stjórnmálaritgerð, sem samin hefur verið af íslendingi, Um Alþingi á íslandi. Ári síðar, þegar nefndin hafði skiiað áliti sínu, birti Jón Sigurðsson aðra ritgerð í Nýj- um félagsritum (1842): Um Alþingi. I ritgerð þessari kemur Jón Sigurðsson víða við og þykir rétt að rifja upp nokkur sjón- armið hans hér, m.a. þau sem varðar það, hvernig þingménn eigi að vera. Áður hefur hann vikið nokkuð að viðhorfi al- mennings til væntanlegs þings. Hann segir þar m.a.: „Hvort sem nú þeir eru flest- ir eða ekki, sem þykir að alþing komi sér alls ekki við, þá svara ég þeim fyrst, því þeir eru fjærstir réttum vegi. Það er, því miður, og hefir lengstan aldur verið heimskulig meining manna, að einum mætti standa á sama hvernig öðrum liði, einkum ef hann var í öðru héraði eða annarri stétt. Ein stéttin hefir hugsað hún hefði gagn af því sem hún drægi frá annarri, og það er ekki lángt síðan, já, það er enn, og sýnir sig Ijóst á viðskiptum Dan- merkur og íslands, að eitt land ið ímyndar sér að það ábatist einmitt svo mikið sem hitt missir. En þessu er ekki þannig varið, sem betur fer, því ef svo væri, þá væri öll boð kristinnar trúar um mannelsku og aðstoð- arsemi ekki nema hégómi og eintómur misskilningur. Öll óregla og ógæfa bæði manna og jóða er komin af því að menn hafa ekki gætt nema að sjálfum sér, og einmitt með því gætt allra sízt að sjálfum sér, því þeir hafa raskað réttri reglu skynseminnar, og óregla sú, sem þaraf hefir risið, hefir síðan fært með sér fordjörfun og niðurdrep einstakra manna og landa og lýða“. Eftir að Jón Sigurðsson hef- ur fært nokkur dæmi þessari skoðun til sönnunar, kemst hann þannig að orði: „Þessi dæmi, sem hér eru til færð, sanna að minni hyggju ljósliga, að kjör manna stétta og þjóða eru svo samtvinnuð, að eins gagn er í rauninni allra gagn, og eins skaði allra skaði: en þó því sé þannig varið þá eru menn jafnan svo skamm- sýnir, að þeir líta alloptast einúngis á sjálfa sig“. Þegar allir þegja Jón Sigurðsson víkur þessu næst að annarri mótbáru gegn þinginu og segir: „Nú eru næstir þeir, sem ekki vilja skipta sér af þínginu, vegna þess það muni ekki verða í því horfi, sem þeir óskuðu eða ímynduðu sér, og má það vera annaðhvort með tilliti til þíngsins sjálfs, eða ýmisligs sem því viðvíkur annars, t.a.m. staðar þess sem á að halda það á, o.s.frv. Þessum er rétt svarað nú þegar, að þeir mega kenna sjálfum sér það sem aflaga hefur farið, ef nokkuð er; hefði þeir ekki verið doðaligir og hirðulausir þegar tími var til, og tekið sig á saman að rita nefndinni bænarskrár um allt það, sem þeir vildu hún skyldi taka til greina þessu máli við- víkjandi, hvort heldur um staðinn eða annað, og síðan sett henni ástæður sínar fyrir sjónir, þá er ég viss um, svo framarliga sem ástæðurnar hefði verið nokkurs verðar og settar fram af nógu mörgum, að nefndin hefði fylgt þeim, en nú þegar allir þegja, er ekki von að nefndin fari að öðru en því, sem er flestra meining í þeirra hóp að réttast sé, og þó þeir vissi, að meining alþýðu væri önnur í ýmsum málum, þá meta þeir hana að engu, sem von er, þegar hún er ekki sterkari enn svo, að hún kemst á varirnar lengst en enginn hefir kjark til að bera hana fram og mæla fyrir henni“. Ekki kominn tími til Þá víkur Jón Sigurðsson að þriðju mótbárunni gegn þing- inu og segir: „Nú eru enn nokkrir, sem að vísu vilja styrkja til að alþingi verði oss bæði til gagns og sóma, en þeim þykir annað hvort ekki kominn tími til að fara að taka sig fram um það eða þeim þykir allur dagur til stefnu. Þeim þykir ekki kominn tími til að taka sig fram um það - og hversvegna? - fyrir því að alþýða sé ekki vöknuð enn. Til hvers er, segja þeir, að mæða sig á alþýðu á íslandi? hefir ekki Eggert Úlafsson reynt til að kveða þá upp með friðmál- um og ógnarorðum, og hafa þeir ekki grúft sem gyltur eptir sem áður? eta þeir ekki eins enn „akarn við rætur eikar- stúfa“, einsog meðan Eggert var að Ijóða á þá? Hverju launuðu þeir Ólafi Ólafssyni, að hann vildi kenna þeim að hagnýta búnyt sína betur enn þá og nú, með ostagjörð og ýmsum öðrum tilbúnaði? - Þeir ortu um hann níð, og köluðu Ólaf ost! - Hverju launuðu þeir Jóni Eiríkssyni alla þá umhyggju, sem hann vakinn og sofinn bar fyrir þeim og velgengni þeirra, bæði and- ligri og líkamligri? Þeir van- þökkuðu honum, og hverr veit nema ergi yfir því hafi ollað að hann vildi ekki lifa. Hversu launuðu þeir Magnúsi Steph- ensen starfa þann, sem hann hafði til að fræða þá um svo marga hluti sem hann átti kost á, bæði í búskap og margt annað? Þeir kváðu um hann níð og færðu flest sem hann gjöri bezt á verra veg. Til hvers er, segja þeir, að etja við þetta fólk? Það er margreynt, að þeir sem leggja sig nokkuð fram fyrir þess hönd ávinna sér það eina, að þeir baka sjálfum sér armæðu og ógæfu. - Slíkar hugleiðingar eru bæði smáskitligar og heimsku- ligar, og þar að auki bygðar á rángri ímyndun. Er það nokk- ur maður sem ekki þolir níð- stökur óhlutvandra manna, og slíkra sem flokk þeirra viija fylla, þegar hann framfylgir því sem hann veit sannast og réttast? Hverra nafn mun lengur uppi vera, Ólafs Ólafs- sonar eða þeirra sem ortu um hann níð, og hverjum mun sú frásaga verða til meiri sæmdar á öllum ókomnum öldum, þeim sem gjörðu eða honum sem fyrir varð? Þannig mun fara fyrir hverjum og einum, þegar sannleiícur og föður- landsást er hans megin, en aulaháttur og sérvizka hinu- megin“. Skyldur kjósenda Þá víkur Jón Sigurðsson að því að mikið velti á kjósendum (kosningamönnum) hvernig valið tekst á þingmönnum, en eftir því fari starf þingsins. Hann segir: „Það ríður í vissu tilliti eins- mikið á kosníngarmanninum einsog fulltrúanum, því svo má kalla sem hverr kosníng- armaður ráði fyrir hverr full- trúi skal verða: fyrir einþykkni hans eður heimsku getur svo farið, að sá verði fulltrúi sem verst mundi gegna, og margur er sá kosníngarmaður, sem með forsjá sinni og skynsam- ligri aðferð hefir komið því fram, að þeir menn hafa orðið fulltrúar sem síðan hafa bægt vandræðum og lýst þjóðinni sem blys í myrkri. Það ríður því á, að sem flestir af kosníng- armönnum hafi greind til að sjá hvað einna helzt liggur fyrir að framkvæma og hverjir helzt muni vera færir um að koma því fram með skynsamligri og sköruligri alúð, og þegar slíkir menn eru fyrir hendi, þá ríður á, að menn hvorki láti mann- ótta né fortölur tæla sig frá að kjósa slíkan mann til fulltrúa“. Mikilvægi þekk- ingarinnar Þá kemur að þeim kafla í máli Jóns Sigurðssonar, hvern- ig alþingismenn eigi að vera. Þar nefnir hann í fyrstu að þingmaður þurfi að hafa „sanna, brennandi og óhvikula föðurlandsást“, en hún sé fólg- in í því, að gera sér jafnljósa kosti og annmarka lands og þjóðar og haga störfum sínum í samræmi við það. Þetta bygg- ist öðru fremur á þekkingu., Jón Sigurðsson segir: „Kunnugleiki á landinu og ástandi þess í öllu tilliti: án' þess að hafa þennan kost getur enginn, hvorki fulltrúi né nokkurr embættismaður, né' yfirhöfuð nokkurr sá verið sem ætlar eða vill skipta sér af því sem fósturjörðinni kemur við. Ég meina hér ekki þesskonar kunnugleika, að rata bæ frá bæ í landinu, eða þekkja hvern bæ og hvern mann með nafni o.s.frv., þó þetta sé fróðlegt, því maður getur verið eins ókunnugur landinu eptir mín- um skilníngi þarfyrir. Eg meina þann kunnugleika, að maður þekki og geti matið rétt alla andliga og líkamliga krapta, sem í landinu eru (eða í ein- stökum pörtum þess), og sagt hve mikið í þeim getur legið til framfara á hverjum tíma“. Jón Sigurðsson segir enn- fremur: „Þessi kunnugleiki á landi og þjóð verður ekki fenginn nema með margri annarri þekkingu því hver grein þekk- ingarinnar skorðar og styður' aðra, svo að engrar má án vera Vitlausa kynslóðin ■ Fjölskyldan í fyrsta þætti: Pálmi Gestsson, Lilja Þórisdóttir, Gísli Halldórsson, Guðrún Ásmundsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson. Leikfélag Reykjavíkur: FJÖREGGIÐ eftir Svein Ein- arsson. Leikstjórn: Haukur J. Gunnarsson. Lcikmynd og búnjngar: Steinþór Sigurðson. ■ ímörgumviðtölumundan- farna daga hefur Sveinn Ein- arsson talað hógværlega um þetta nýja leikrit sitt, það sé tilraun og hann viti ekki hvort hann „hafi eitthvað í þetta.“ Sannast að segja finnst mér Fjöreggið ekki taka af tvímæli um það. Ekki svo að skilja: Sveinn hefur auðvitað yfir að- ráða nægri kunnáttu, þekkingu og leihúsreynslu til að setja saman leikrit sem í senn er ásjálegt og áheyrilegt. Sýning- in naut líka bersýnilega alúðar leikhópsins og Hauks Gunn- arssonar leikhússtjóra, ytri umgjörð hennar stílhrein og smekkleg sem búast mátti við af Steinþóri Sigurðssyni. En frumlegt er hið nýja verk Sveins Einarssonar ekki: hug- myndir, persónugerðir, boð- skapur, niðurstaða: allt er þetta næsta kunnuglegt úr öðrum verkum annarra höf- únda og minnir stundum frem- ur á dauðar klisjur en lifandi list. Þetta verður að segjast, enda þótt sú dirfska hins kunna og reynda leikhúsmanns að stíga sjálfur fram á sviðið sem höfundur sé vissulega virðing- arverð. Efni Fjöreggsins hefur nokkuð verið rakið í fjölmiðl- um: Þetta er fjölskyldudrama, heimilisfaðirinn efnaður kaupsýslumaður af þeirri kyn- slóð sem erfði ríki aldamóta- mannanna, en andi þeirra lifir eins og skopleg fornleif í afa gamla með Einar Ben á vörum þegar hann finnur á sér. Hús- móðirin lífsfirrt miðaldra frú sem á aldraða móður er lifir og hrærist í spíritisktakukli. Börnin þrjú, afsprengi alls- nægtanna, eru hvert á sinn máta: Dóttirin nýtur óhófsins og er eiginhagsmunasemin holdi klædd, annar bróðirinn hefur truflast á geði og ferst í leikritinu, sjálfviljugur að því er virðist. Hinn bróðirinn, Arnór, er tvístígandi, losnar ekki undan uppeldinu, hefur óljósa þrá til einhvers betra, en er jafn ráðvilltur í lokin og í upphafi. Það er varla rétt að rekja efni verksins frekar, en það er einkar ljóslega fram sett og skilmerkilega. Fjöreggið er að- gengilegt leikrit með þeim raunsæisbrag að hver maður getur áttað sig í heimi þess auðveldlega að ég hygg. Sú greinargerð um viðhorf þriggja kynslóða og uppgjör tveggja hinna yngri. sem hér er fram sett hygg ég að standi ekki í neinum. En kannski er þetta of auð- velt, of slétt og felit. Að minnsta kosti fannst mér stundum sem samræðurnar rektu sig sjálfar. Hugsunar- háttur fólksins, byggður á

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.