NT - 14.08.1984, Blaðsíða 7

NT - 14.08.1984, Blaðsíða 7
■ Biskupinn og ekkjan unga. Jan Malmsjö og Ewa Fröling í hlutverkum sínum í Fanny og Álexander. Regnboginn: Þriðjudagur 14. ágúst 1984 7 Háskólabíó: Skrykk, skrykk -Vá,vá,vá! ■ Beat Street (Taktagata). Bandaríkin 1984. Handrit: Stev- en Hager, Andy Davis, David Gilbert, Paul Golding. Leik- endur: Guy Davis, Robert Tayl- or, Dean Elliot, Rae Dawn Chong, Frank Reyes, Leon Grant, auk skrykkdansara og tónlistarmanna. Leikstjóri: Stan Lathan. ■ Sem kvikmynd er Taktagata harla lítils virði, ófrumleg og flatneskjuleg í alla staði, stund- um klaufaleg. Leikstjórinn hef- ur greinilega ekki jafn mikið vald á tjáningartæki sínu og dansararnir hafa á sínu. Takta- gata mun því fljótlega falla í gleymsku og dá, löngu áður en skrykkið líður undir lok. Ef listrænar mælistikur eru lagðar til hliðar, má segja að Taktagata sé hin þokkalegasta mynd. Pað er nefnilega hægt að hafa af henni þó nokkra skemmtun á köflum. Sérstak- lega höfðar hún þó til yngri kynslóðarinnar, m.a.s. þeirrar alyngstu. Par er það skrykkið, sem gerir útslagið. Hvað annað. Töluvert er um þennan undar- lega dans í myndinni og ekki annað hægt en að dást að fimi flytjendanna. Stundum er eins og vanti á þá öll venjuleg liða- mót. Og þar sem er breikað, er líka tónlist. Hún er mikil í myndinni og oft rnjög góð, af svona dæg- urtónlist að vera. Sérstaklega er þó minnisstæður tlutingur Grand Master Melle Mel and the Furious Five í lokaatriðinu. Þrusugóður talsöngur með þéttfj sándi á bak við. Og það sem maður gat skilið af ljóðinu, sem flutt var, lofaði góðu. Því miður hafði þýðanda ntyndar- innar láðst að snara því yfir á íslensku. En svona til að þreyta ekki áhorfendur með endalausum dansi, þá hafa höfundarnir búið til lítinn söguþráð, þar sem uppistaðan er tilraunir ungra litaðra pilta til að láta drauma um betra líf rætast. Og það gengur svo upp og ofan. Leikarar myndarinnar eru allir ungir að árum og sjálfsagt hafa þeir flestir litla reynslu að baki, eins og raunar sést á frammistöðu þeirra. En þeir hafa gaman af þessu öllu og við líka, mismunandi mikið þó. Það fer eftir aldri. Guölaugur Bergmundsson Líf ið er leikhús Fanny og Alexander (Fanny och Alexander). Svíþjóð, 1983. Handrit og leikstjórn: Ingmar Bergman. Kvikmyndataka: Sven Nykvist. Leikendur: Ewa Fröling, Jarl Kulle, Allan Edwall, Jan Malmsjö, Erland Josephson, Gunn Vállgren, Pernilla Allwin, Bertil Guve, Börje Ahlstedt, Stina Ekbiad. ■ Bergman hafði um það stór orð á sínum tíma, að Fanny og Alexander væri hans síðasta mynd, framvegis ætlaði hann að helga sig uppfærslum fyrir sjón- varp og óperu. Hann hefur að vísu ekki staðið við það fyrir- heit, því að á kvikmyndahátíð- inni í Cannes í vor var frumsýnd eftir hann lítil mynd, Eftir æf- inguna. Hvort sem Fanny og Alexander verður í raun síðasta kvikmynd leikstjórans, þá er hún að minnsta kosti verðugur endapunktur glæsilegs ferils, sem spannar nálægt 40 ár. Undurfalleg mynd, sem stendur fyllilega undir fernum óskars- verðlaunum, andstætt ameríska ruslinu, sem sankar að sér enn fleiri styttum. Fanny og Alexander er að mörgu leyti óvenjuleg mynd, miðað við fyrri verk Bergmans. Hún er uppfull af kómíkk, bæði í orðum og æði, svo mikilli og ærslafenginni á köflum, að það jaðrar við slappstikk. Atriði eins og þegar rúmið brotnar undan einni aðalpersónunni og þjónustustúlkunni er sem klippt út úr besta búlevardfarsa. Viðfangsefni Bergmans í þessari mynd er leikhúsið. Leikhúsið sem lífið og lífið sem leikhús. Og þegar menn neita að líta á lífið með þeim augum, þá fer illa. Fanny og Alexander segir frá Ekdahl fjölskyldunni - þar sem menn eru leikarar mann fram af manni - gleði hennar og sorgum, fæðingum og dauða, þar sem sérhver atburður gefur tilefni til „leikrænnar uppsetn- ingar“. Börnin, sem myndin dregur heiti sitt af, fá þannig að alast upp í umhverfi, sem gefur ímyndunarafli þeirra lausan tauminn. Þegarfaðirþeirradeyr og móðirin giftistis biskupi stað- arins, strangtrúuðum meinlæta- manni, fer að síga á ógæfuhlið- ina. Afleiðingarnar eru alvar- legar. Jafnvægi kemst ekki aftur á fyrr en börnin hverfa aftur í sinn fyrri heim, heim leikhúss- ins. Persónur myndarinnar eru fjölmargar og margslungnar og Bergman sannar hér enn einu sinni, að hann er meistari í að blása lífi í sköpunarverk sín. Persónurnar eru hver annarri ólíkari og um leið hver annarri eftirminnilegri. Þæreru byggðar upp styrkri hendi allt frá byrjun. Uppbygging myndarinnar er hæg - kannski stundum einum um of, en það er smekksatriði - uns hápunktinum er náð og ró færist yfir að nýju í lokin. En kvikmynd er ekki verk eins manns, heldur sameiginlegt átak samstillts hóps. Og Berg- man hefur rétt einu sini valið rétta fólkið til samstarfs við sig. Margir eru gamlir kunningjar frá fyrri myndum og allir sem einn eru þeir í einu orði stórkost- legir. Sérstaklega minnisstæður verður kannski hinn ungi Bertil Guve í hlutverki Alexanders. Kvikmyndataka Svens Nykvist TRYGGIR ÞÉR ÞÆGINDI FYRSTA SPÖLINN Bíll frá Hreyfli flytur þig þægilega og á réttum tíma á flugvöllinn. Pú pantar fyrirfram Viö hjá Hreyfli erum tilbúnir aö flytja þig á Keflavíkurflugvöll á réttum tíma í mjúkri limosínu. Máliö er einfalt. Þú hringir í sima Ó85522 og greinir frá dvalarstað og brottfarartima. Viö segjum þér hvenær bíllinn kemur. Eitt gjald fyrir hvern farþega Viö flytjum þig á notalegan og ódýran hátt á flugvöllinn. Hverfarþegi borgarfastgjald. Jafnvel þótt þú sért einn á ferö borgaröu aöeins fastagjaldið. Viö vekjum þig Ef brottfarartírni er aö morgni þarftu aö hafa samband við ollur mijli kl. 20:00 og 23:00 kvöldiö áöur. Viö getum séö um að vekja þig meö góöum fyrirvara, ef þú óskar. Þegar brottfarartimi er síödegis eöa aö kvöldi nægir aö hafa samband við okkur milli kl 10:00 og 12:00 sama dag. UREYFILL Ó85522 er eins og við mátti búast, óaðfinnanleg. Búningarogleik- rnynd eru mjög íburðarmikil og hefur verið lögð gífurleg vinnaí þann þáttinn. Umgjörðin á heldur ekki hvað minnstan þátt í að endurskapa borgaralegt andrúmsloft frá upphafi aldar- innar. Fanny og Alexander er fund- inn fjársjóður, sem menn ættu að reyna að halda í sern lengst. Allir í bíó. Guðlaugur Bergmundsson P.S. Mikið saknaði ég þess að fá ekki íslenskan texta með myndinni. fslenskir kvikmynda- húsagestir eiga kröfu á því að þurfa ekki að berjast við danska texta á almennri kvikmyndasýn- ingu á íslandi. ■ Það er mikið breikað í Taktagötu Háskólabíós, en beta er að reyna ekki að líkja eftir snillingunum. Látum okkur nægja að horfa á.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.