NT - 14.08.1984, Blaðsíða 23

NT - 14.08.1984, Blaðsíða 23
■ Þessi mynd er úr fyrri leik Selfyssinga og Stjörnunnar í 3. deild. Þá sigruðu Stjörnumenn en Selfyssingar hefndu grimmilega um helgina. NT-mynd: Ámi Bjama 3. deildin í knattspyrnu: Skothríð Víkinga - góðir sigrar ÍK og Vals ■ Leikið var í 3. deildar keppninni um helgina og voru leikir bæði í A og B riðli. í A-riðli urðu úrslit þessi: Grindavík - Víkingur ÓL .... 0-4 Snæfell-HV................... 3-0 Selfoss - Sljarnan ......... 3-1 ÍK - Reynir................. 2-1 Liðin af Snæfellsnesinu komu vel út um helgina og unnu bæði stóran sigur. Víking- ar náðu í mjög dýrmæt og erfið stig á Suðumesjum er þeirsigruðu Grindvíkinga á þeirra heima- velli með mörkum Péturs Finnssonar, sem gerði 2, og Guðmundar Kristjánssonar og Halldórs Gíslasonar, sem gerðu eitt hvor. Snæfell vann stórsigur á slöku liði HV og skoraði Guðmundur Stefán Maríasson 2 en Pétur Rafnsson eitt. Hvort þetta dugar Snæfellsmönnum til að forðast fall er ekki gott að segja því ÍK vann einnig um helgina. Selfyssingar unnu stórsigur á Garðbæingum, sem eru að missa flugið. Þeir komust þó yfir á móti rokinu og var staðan í hléi 1-0 fyrir Stjörnunni. En strax í upphafi síðari hálfleiks skoraði Jón Birgir Kristjánsson mark eftir mjög fallega sóknar- lotu Selfyssinga. Heimir Bergs- son „fiskaði“ svo víti og Þórar- inn Ingólfsson skoraði af öryggi úr spyrnunni. Stefán Halldórsson skoraði þriðja Happadrætti HSÍ ■ Nýlega var dregið í skyndihappadrætti HSI og féllu vinningar á eftir- talin númer: 112, 1417, 2213, 2735, 1883, 1271, 467, 2275, 583. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu HSÍ í síma 685422. markið áður en Einari Jónssyni Selfyssingi var vísað af velli. IK vann óvæntan en sann- gjarnan sigur á efsta liðinu, Reyni, 2-1. Eru þeir Kópavogs- búar nú komnir að mestu úr fallhættu en þó getur allt gerst. ÍK menn voru heldur frískari í fyrri hálfleik og áttu m.a. skot í slá eftir óbeina aukaspyrnu. í síðari hálfleik gerði Orri Hlöðversson tvö mörk með ör- 'stuttu millibili og fór þá að fara um Reynismenn. Um miðjan seinni hálfleik skoraði Ari Haukur fyrir Reyni en þeim tókst ekki að jafna. Þessi stig voru mjög dýrmæt fyrir ÍK og jafnslæmt fyrir Reyni að tapa í hinum harða slagi í A-riðli. Staðan í A-riðli: Fylkir....... 12 9 1 2 31-15 28 Víkingur ÓL . . 13 9 1 3 29-16 28 Reynir ......... 12 8 3 1 28-10 27 Selfoss ........ 12 6 2 4 21-15 20 Stjarnan ....... 13 6 2 5 30-20 20 Grindavík .... 12 3 4 5 13-20 13 ÍK ............. 13 2 3 8 14-25 9 HV............ 12 2 2 8 16-29 8 Snæfell .... 13 1 2 10 10-37 5 Úrslit i B-riðli: Þróttur N - Valur.............. 2-4 Austri - Lciftur............... 2-0 Huginn - Magni ................ 2-0 Valsarar náðu góðum sigri á Neskaupstað og voru komnir í 4-0 áður en þeir leyfðu Þróttur- um að minnka muninn. Þá léku Austri og Leiftur og Sigruðu Austramenn og bundu þar með enda á sigur- göngu Leifturs en það er of seint því Leiftur hefur þegar sigrað í riðlinum. Sigurjón Kristjánsson og Kristján Svav- arsson skoruðu fyrir Austra. Loks unnu Seyðfirðingar góðan sigur á Magna, 2-0. Staðan í B-riðli: Leiftur .......... 10 7 2 1 25-9 23 Austri......... 10 4 4 2 14-10 16 HSÞ............... 9 4 2 3 11-15 14 Þróttur .......... 8 3 3 2 18-13 12 Magni............ 10 3 2 5 13-16 11 Huginn ........... 8 14 3 13-21 7 Vaiur ............9 117 12-25 4 ■ Eric Black gerði tvö mörk. Skoska 1. deildin: Black með tvö mörk ■ Fyrsta umferð í skosku deildarkeppninni var leikin um helgina og hófu Skotlandsmeistar- ar Aberdeen titilvörn sína með góðum sigri á Dundee, 3-2. Eric Black var hetja Aberdeen og gerði hann tvö mörk í síðari hálfleik eftir að Dundee hafði komist í 2-1 með mörkum Ray Stephen og Stuart Rafferty. Þriðja mark Aber- deen gerði Billy Stark. Glasgow Rangers varð að sætta sig við jafntefli gegn St. Mirren, 0-0. Þá gerðu Celtic og Hibernian einnig jafntefli 0-0. Morton vann Dumberton með tveimur mörkum gegn einu. Þá lagði Dundee United Hearts auðveldlega, 2-0. Sýningarferð ■ Sýningarhópur frá íþróttafélaginu Gerplu í Kópavogi er á förum til Brasilíu þann 17. ágúst n.k.. í hópnum eru 30 manns. í dagskrá hópsins eru 23 sýningaratriði, blanda af fimleikaatriðum, íslenskir þjóðhættir, söngur og hljóðfæraleikur. I ferðinni eru áætlaðar nokkrar sýningar í ýmsum borgum Brasilíu m.a. Rio de Janero, Sao Paulo og Porto Alegre. Ferð Gerplu er í boði Fimleikasambands Brasilíu og verður heimsókn þessi væntanlega endurgoldin að ári. Þriðjudagur 14. ágúst 1984 23 Úrval af skrifborðum, bókahillum og skrifborðs- stólum fyrir skólafólk. Joker skrifborðið kostar aðeins kr. 3.850.- með yfirhiilu. Vandaðir skrifborðsstólar á hjólum. Verð frá kr. 1.590.- Húsgögn og . . . ** Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar simi 6-86-900 MUNIÐ FERÐA VA$A BOKIJSA Handhægt uppsláttarrit sem veitir fleiri almennar upplýsingar um ferðalög og ferðamöguleika innanlands og utan en nokkur önnur íslensk bók. Meðal efnis eru 48 litprentuð kort, vegalengdatöflur, upplýsingar um gististaði og aðra ferðamannaþjónustu, um sendiráð og ræðismenn erlendis, vegaþjónustu, veðurfar á ýmsum stöðum og margt fleira. Fæst í bókabúðum og söluturnumumallt land. Ferðavasabókin; ómissandi ferðafélagi! FJÖLVÍS Síðumúla 6 Reykjavík Sími 91-81290

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.