NT - 14.08.1984, Blaðsíða 24

NT - 14.08.1984, Blaðsíða 24
— HRINGDU ÞÁ Í SÍMA 68 Vid tökum við ábendingum um frétftir allan sólarliringinn. Greiddar verða 10OO krónur fyrir Hverja ábendingu sem leidir til fréfttar í bladinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leidír til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gaett ■ Mikið er um, að fólk flækist út á flugbrautir Reykjavíkurflugvallar og stofni lífi sínu og annarra í stórhættu. Þessi maður verði alltaf. með skrekkinn, en ekki er víst að svo NT-mynd: Ámi Bjama Hættulegur leikur: Hljóp í veg fyrir flugvél Boðf lennur tíðar á brautum Reykjavíkurf lugvallar ■ Sunnudaginn 29. júlí síðast- liðinn kl. 09.15 munaði aðeins hársbreidd, að maður yrði fyrir flugvél á Reykjavíkurflugvelli. Maðurinn hljóp yfir flugbraut í veg fyrir vél í flugtaksbruni, en flug- maðurinn náði að hemla í tæka tíð. Nokkrum dögum síðar varð farþegaflugvél að hætta við lendingu vegna þess, að maður gekk út á flugbrautina, þar sem hún átti að lenda. Þetta eru aðeins tvö dæmi af mörgum um það hvernig um- gengnisreglum við Reykjavíkur- flugvöll er ekki fylgt. „Ég fagna því, að það verði undirstrikað hversu hættulegt það er fyrir almenning að álpast út á flugbrautir. Pær eru fyrir flugvélar. En þetta hefur verið vandamál frá upphafi," sagði starfsmaður á Reykjavíkurflug- velli, þegar NT spurði hann um óboðna gesti á brautum vallar- ins. Að sögn starfsmannsins hafa enn ekki orðið slys vegna þessa hættulega leiks, en oft hefur hurð skollið nærri hælum, eins og dæmin hér að ofan sanna. „Það hefur verið gert mikið átak í því að girða í kringum völlinn, en það virðist ekki duga til,“ sagði starfsmaðurinn. Þeir sem staðnir eru að því að fara yfir flugbrautir í leyfisleysi eru færðir í hendur lögreglunnar og hafa þeir gefið ýmsar skýringar á ferðum sínum. Óboðnir gestir eru þó ekki að- eins gangandi. Bandaríkjamað- ur nokkur sem eitt sinn var staðinn að því að aka út á flugbraut gaf eftirfarandi skýr- ingu: „Ég hélt að þetta væri vegurinn inn í bæ. Metvika hjá Flug- ■ Flugleiðir fluttu 25271 farþega á áætlunarleiðum sínum vikuna 29. júlí til 4. ágúst og hafa þeir aldrei verið fleiri. Sömu viku í fyrra voru farþegarnir tæplega 22 þúsund. Flestir farþegar voru á J Evrópuleiðum félagsins, | 9621. Farþegar á Norður- Atlantshafsleiðinni voru 9115 og innanlands voru | þeir 6535. Aukning farþega í N- Atlantshafsíluginu miðað við árið í fyrra er 20.5%, í Evrópufluginu 22.4% og 3.2% íinnanlandsfluginu. Atvinnuleysisdagar í júlí: Tvö þúsund fleiri en á síðasta ári - yfir 50% af skráðu atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu ■ Fyrstu sjö mánuði vfir- standandi árs hafa í heild verið skráðir 263.000 atvinnuleysis- dagar á öllu landinu og svarar það til þess að rösklega I.700 manns hafi verið á atvinnu- leysisskrá að meðaltali og jafn- gidir það 1,5% af áætluðum, mannafla að meðaltali á árinu. í júlímánuði s.l. voru skráð- ir tæpir 17.000 atvinnuleysis- dagar á landinu öllu og jafn- gildir það því að 775 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá allan mánuðinn. Mun það svara til að 0,6% af áætluðum mannafla á vinnumarkaðinum hafi verið á atvinnuieysisskrá. Skráðum atvinnuleysisdögum hefur fækkað frá mánuðinum á undan en eru hins vegar um 2.000 fleiri nú en í júlímánuði í fyrra. Athygli vekur að yfir 50% ■af skráðu atvinnuleysi er á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir þá þenslu sem þar er talin vera í atvinnustarfsemi. Þar voru 8.516 atvinnuleysisdagar í júlímánuði s.l. og er það heldur meira en var í fyrra. Þá voru 384 skráðir atvinnulausir á höfuðborgarsvæðinu í júlí- mánuði en voru 393 í júlí á þessu ári. Atvinnuleysi hefur aukist víðast hvar á landinu í júlímánuði í ár, miðað við sama mánuð í fyrra, ef undan er skilið Norðurland vestra, Austurland og Rykjanes. Þar hefur atvinnuleysi minnkað. Nánar verður farið ofan í saumana á atvinnuleysinu í NT á morgun. ■ Þannig lítur hann út, Lessli burstinn frá frænd- um okkar Norðmönnum, sem auðveldar fólki morg- un- og kvöldverkin, því hægt er að bursta tennur jafnt utan sem innan í sömu sveiflunni. Tvöfaldur tannbursti það sem koma skal? ■ Lessli heitir ný tegund tannbursta sem er svo til óþekkt hérlendis og er frá- brugðin venjulegum tann- burstum að því leyti, að á öðrum enda hans eru tveir stuttir armar með burstum, þannig að fram- og bakhliðar tannanna eru hreinsaðar samtímis. Bursti þessi kemur frá Noregi og hefur verið not- aður þar um nokkurra ára skeið. Njáll H. Jónsson þroskaþjálfari kynntist notkun burstans á Emma Hjort vistheimilinu í Bær- um fyrir utan Osló og kom því til leiðar að burstinn var tekinn í notkun við Vistheimilið Sólborg á Ak- ureyri. Að sögn Þórhildar Svan- bergsdóttur deildarstjóra á Sólborg lofar árangurinn mjög góðu, sérstaklega við tannholdsbólgu, sem er ekki síður vandamál en tannskemmdir. Sólborg er með innflutn- ingsleyfi fyrir þessum burst- um og eru þeir framleidd- ir með mjúkum hárum og í einni stærð. Er það nokk- ur ókostur við bursta þenn- an því erfitt er fyrir börn að nota hann þar eð hann er nokkuð fyrirferðarmikill.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.