NT - 14.08.1984, Blaðsíða 22

NT - 14.08.1984, Blaðsíða 22
íþróttir Bikarkeppni kvenna í knattspyrnu: Þriðjudagur 14. ágúst 1984 22 Valsdömurnar sigruðu eftir æsilegan leik Eiríkur „Skagadraumur“ Jónsson, safnvördur á DV og leikmaður með Þór-Þorlákshöfn, í harðri baráttu við leikmenn Léttis um helgina. Léttir sigraði í leiknum 4-0. 4. deildin í knattspyrnu: NT-mynd: Ámi Bjarna ■ Valsstúlkurnar urðu bikar- meistarar kvenna um helgina er þær sigruðu Skagastúlkurn- ar í æsispennandi úrslitaleik. Að venjulegum leiktíma var jafnt 2-2, og er framlengingu lauk var enn jafnt, 3-3. Loks í vítaspyrnukeppninni fengust úrslit, Valsstúlkurnar skoruðu úr þremur spyrnum en þær af Skaganum aðeins einu sinni og lokatölur urðu því 6-4. Valur náði forustunni í fyrri hálfleik með dulítið skrítnu marki. Valsstúlka og Skaga- stúlka lentu þá í kapphlaupi um boltann og skullu báðar saman við markvörð ÍA sem komið hafði út á móti knettin- um. Knötturinn barst lengst út á kantinn og þar tók önnur Valsstúlka við honum og sendi hann í autt netið. í síðari hálfleik jafnaði síðan í A. Vanda Sigurgeirsdóttir átti þá skot utan af vellinum og knötturinn hafnaði neðst í horninu nær, klaufalegt hjá markverðinum. En Valur náði forustunni á nýjan leik. Guð- rún Sæmundsdóttir skoraði þá úr vítaspyrnu eftir að Bryndís Einarsdóttir hafði verið felld inn í teig Skagastúlknanna, en nokkuð fannst Skagamönnum vítið strangur dómur. Laufey Sigurðardóttir jafnaði svo er um 10 mínútur voru til leiks- loka, 2-2. Valsdömurnar komust svo yfir í þriðja sinn í leiknum í fyrri hluta framlengingarinnar er Kristín Arnþórsdóttir komst inn fyrir vörnina, lék á mark- manninn og renndi knettinum í netið. Er um hálf mínúta var eftir af fyrri hlutanum jafnaði svo Ása Pálsdóttir enn fyrir ÍA. Valur skoraði úr fyrstu spyrnu sinni í vítakeppninni en Skaginn skaut yfir. Þá varði markvörður ÍA víti og Skag- astúlkurnar skoruðu, 4-4. Val- ur skoraði síðan úr tveimur næstu spyrnum, en Skagastúlk- urnar misnotuðu báðar og stúlkurnar frá Hlíðarenda voru þá orðnar bikarmeistarar. ■ Fjölmargir leikir voru í 4 deildinni í knattspyrnu um helgina þrátt fyrir að víða viðr- aði illa til knattspyrnuiðkunar. Úrslit leikjanna fara hér á eftir ásamt stöðunni í riðlunum. A-riðill: Drengur-Ármann.............0-3 Góður sigur Ármenninga á Drengjunum. Mörkin skoruðu Sveinn Guðnason, Jens Jó- hannsson og Svavar Kristvins- son. Ármenningar skoruðu eitt mark í fyrri hálfleikum, en tvö í þeim síðari. Hafnir-Árvakur ............3-1 í hálfleik var staðan 2-1 fyrir Höfnum og þeir bættu marki við í síðari hálfleiknum. Valur Ingimundarson körfuknatt- leikskappi úr Njarðvík skoraði tvö mörk fyrir Hafnir og Annel Þorkelsson 1. Mark Árvakurs skoraði Haukur Arason úr víta- spyrnu. Víkverji-Augnahlik.........0-0 Hvorugu liðinu tókst að skora þrátt fyrir stangarskot á báða bóga. Staðan í A-riðli: Ármann .... 12 10 1 1 30-10 31 Augnablik .12 7 2 4 23-14 23 Afturelding .12 7 0 5 23-19 21 Víkverji .... 12 5 3 4 17-12 18 Haukar..... 12 5 2 5 21-18 17 Árvakur .... 12 417 17-18 13 Hafnir ..... 12 2 2 8 12-27 8 Drengur .... 12 2 1 9 14-32 7 B-riðill: Hveragerdi-Stokkseyri.....1-7 Stórsigur Stokkseyringa á nágrönnunum. Mörk Stokks- ingar komnir í úrslitin voru í 4. eyringa skoruðu Páll Leó Jóns- Staðan í C-riðli: vorbma'inn' " 7 í í = ,9,ll 1 B: Bjarnasr°n. og Knstján um upp á heimavelli. Óskar Tóm J .. . - í- — vornorolnn ... 7 1 1 5 12-26 4 „S crnra fvr r AA tóhann -jccnn nn TAn Tnni nnrAn Hir eyringa skoruðu Páll Leó Jóns- son 3, Halldór Viðarsson 2 og Steinþór Einarsson 2. Fyrir Hveragerði skoraði Guðlaugur Stefánsson. Léttir-Þór Þ..................4-0 Eftir þennan sigur nægja Léttismönnum jafntefli úr leiknum gegn Hildibröndum í kvöld. Mörkin skoruðu Andrés Kristjánsson 2, Sverrir Gests- son 1 og Örn Sigurðsson I. Drangur-Lóttir................2-9 Þessi leikur var leikinn fyrir helgi og Léttismenn höfðu mikla yfirburði. Mörk þeirra skoruðu Andrés Kristjánsson 5, Sverrir Gestsson 3 og Örn Sigurðsson 1. Staðan í B-riðli: Léttir........ 10 7 2 1 35-11 23 Stokkseyri.... 11 7 1 3 34-20 22 Hildibrandur .. 10 6 0 4 32-14 20 Þór Þ ........ 11 5 3 3 24-15 17 Eyfellingur ... 10 3 1 6 21-24 10 Hveragerði ... 11 3 0 8 19-35 9 Drangur........ 10 0 0 10 7-52 0 C-riðilI: Reynir-ÍR ....................0-4 Með þessum sigri tryggðu ÍR-ingar sér sigur í C-riðlinum. Tryggvi Gunnarsson skoraði 2 mörk, Guðmundur Magnússon 1 og Hlynur Elísson 1. Stefnir-ÍR ..................0-1 Annar leikur ÍR í landsreis- unni og sigur vannst þrátt fyrir að boltinn væri úti í sjó stóran hluta leiksins. Markið skoraði Hlynur Elísson úr víti þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum. Staðan í C-riðli: ÍR............ 12 11 0 1 65-9 33 Bolungarvík .... 11 9 0 2 30-17 27 Grótta ........ 10 5 0 5 19-24 15 Grundarfjörður .. 11 4 0 7 16-35 12 Stefnir.......... 10 3 0 7 11-22 9 Reynir Hn..... 10 2 1 7 16-28 7 Leiknir........ 9 216 11-33 7 D-riðill: Svarfdælir-Hvöt..............1-2 Geislinn-Skytturnar .........1-1 Jafnir leikir, en marka- skorara tókst ekki að grafa upp. Aðeins einn leikur er nú eftir í riðlinum en útkoma hans breytir engu um það að Reynir er öruggur sigurvegari í honum. Staðan í D-riðli: ReynirÁ........ 8 7 1 0 29-5 22 Skytturnar ... 7 3 3 3 23-14 10 Svarfdælir .... 8 3 1 4 18-24 10 Geislinn ...... 7 2 1 4 9-15 7 Hvöt........... 8206 8-29 6 E-riðill: Vaskur-Tjörnes ...............0-2 Það var jafnt í hálfleik hjá Vaski og Tjörnesi en í síðari hálfleik skoruðu gestirnir tví- vegis, fyrst Magnús og svo Friðrik Jónasson. Æskan-Árrodinn ...............1-2 Árroðinn náði forystunni gegn Æskunni í fyrri hálfleik með marki Rúnars Arasonar. í síðari hálfleik skoraði hvort liðið eitt mark, Helgi Örlygsson fyrir Árroðinn og Friðrik J. fyrir heimamenn. Staðan í E-riðli: Tjörnes ....... 8 7 0 1 20-3 21 Vaskur......... 8 4 2 2 21-14 14 Árroðinn....... 7 3 2 2 11-11 11 Æskan......... 7 1 1 5 9-18 Vorborðinn ... 7 1 15 12-26 F-riðill: Sulan-Hrafnkell............5-1 Leikar stóðu jafnir hjá Súl- unni og Hrafnkeli í hálfleik, hvort liðið hafði skorað einu sinni, en eftir hlé tók Súlan öll völd. Arsæll Hafsteinsson skor- aði fyrsta mark liðsins og síðan bætti Jónas Ólafsson við tveim- ur þar af einu úr víti. Þá kom sjálfsmark og lokaorðið átti Ríkharður Garðarsson. Mark Hrafnkels skoraði Einar Bjarnason. Leiknir-Bolungarvík ......3-2 Leiknismenn léku svo síð- ustu leiki sína í riðlinum um helgina, og sigruðu í báðum. Fyrst gegn bolungarvík og þá sáu Magnús Bogason, Ragnar B. Bjarnason og Kristján um að skora fyrir liðið. Jóhann Ævarsson skoraði bæði mörk Bolvíkinga. Staðan í hálfleik var 2-0 fyrir Leikni. Neisti-Egill rauði..........4-3 Hörkuleikur á Djúpavogi. Snæbjörn Vilhjálmsson, Jó- hannes Áslaugsson, Kristján Ingimarsson og Ríkharður Jónsson gerðu mörk Neista, hinn síðastnefndi með hörku- skoti af 30 metra færi. Örn Kristjánsson svaraði í tvígang fyrir Egil og Davíð Hansson gerði hið þriðja. Höttur-Sindri ..............0-0 Engin mörk og fátt um þenn- an leik að segja. Leiknir-UMFB................8-1 I síðari leik sínum rúlluðu Leiknismenn Borgfirðingum upp á heimavelli. Óskar Tóm- asson og Jón Ingi gerðu tvö mörk hvor og Gunnar Guð- mundsson, Svanur Kárason, Helgi Ingason og Jón Jónasson gerðu sitt markið hver. Andrés svaraði fyrir Borgfirðinga. Staðan í F-riðli: Leiknir F . 14 12 2 Súlan...... 13 8 2 Höttur .... 13 54 Sindri..... 12 Neisti..... 12 UMFB....... 13 Hrafnkell .. 12 EgiU rauði . 13 5 4 5 3 5 1 3 0 0 2 0 56-10 38 3 34-19 26 4 30-20 19 3 23-20 19 4 30-21 18 7 23-35 16 9 12-48 9 11 12-41 2 Erlingur með „draumamark“ Finni sviptur silfrinu ■ Alþjóða Ólympíunefndin ákvað í gær að svipta Martti Vainio, Finnlandi, silfurverð- launum, sem hann hlaut í 10.000 m hlaupi á Ólympíuleik- unum, vegna þess að hann hafði neytt lyfja sem eru á bannlista nefndarinnar. Vainio er fyrrum Evrópu- meistari í hlaupinu og er þekkt- asti frjálsíþróttamaðurinn sem nokkru sinni hefur orðið að skila ÓL-verðlaunum sínum. Mike McLeod, Bretlandi, mun því hljóta silfurverðlaunin í hans stað og Mike Musyoki frá Kenýa, sem varð fjórði í hlaup- inu, hreppir bronsið. Vainio er annar frjálsíþrótta- maðurinn sem fellur á lyfja- prófi á ÓL, hinn var spjótkast- arinn kunni Anna Verouli. Alexandre de Merode, prins, sem er formaður lyfjanefndar Alþjóða Ólympíunefndarinn- ar, sagði í gær að ákvörðun um það hvort fjórir aðrir íþrótta- menn færu á svarta listann fyrir að hafa neytt óleyfilegra lyfja yrði tekin á fund nefndarinnar í Mexíkó-borg í nóvember. Frá Gylfa Krístjánssyni, Akureyrí ■ KA sigraði Þór í leiknum um Akureyrarmeistaratignina í knattspyrnu um helgina. Sigurmarkið gerði Erlingur Kristjánsson á 14. mínútu og var það nokkuð kyndugt. Hann tók þá aukaspyrnu rétt um miðjan völl og sendi knöttinn í net Þórs af um 50 metra færi. Slæm mistök hjá markverði Þórs, sem misreiknaði boltann algjörlega. Leikur liðanna einkenndist af mikilli hörku og var einum leikmanni, Sigurbirni Viðars- syni, bakverði Þórs, vísað af leikvelli. Þá fengu nokkrir gula spjaldið. Sú breyting var tekin upp í ár að hafa aðeins einn leik um Akureyrartitilinn í stað tveggja áður, og ennfremur var ákveð- ið að tveir þriðju hlutar að- gangseyrisins skyldu renna til heimaliðsins hverju sinni. Áhorfendur að leiknum voru um 600. Erlingur Kristjánsson ■ Handknattleiksskóli Hauka tók til starfa í gær (mánudag). Kennt er í Hauka- húsinu við Flatarhraun. 6-8 ára börn mæti kl. 10,8-10 ára kl. 11:30 og 10-12 ára kl. 13:00. Þátttökugjalderkr. 200. Opna Húsavíkur* mótið í golfi: Skúli sló öllum við Frá Gylfa Kristjánssyni, Ak- ureyri ■ Opna Húsavíkurmót- ið í golfi var haldið um helgina. í meistaraflokki karla sigraði Skúli Skúla- son, GH, á 159 höggum en jafnir í öðru sæti urðu Þórhallur Pálsson, GA, og Kristján Hjálmarsson, GH, á 161 höggi. í keppni karla með for- gjöf sigraði Kristján Guðjónsson, GH, á 141 höggi. I meistaraflokki kvenna sigraði Sigríður B. Ólafsdóttir, GH. Sig- ríður sló holurnar 36 á 203 höggum, og hún sigr- aði einnig í keppni með forgjöf, fór á 151 höggi. I drengjaflokki sigraði Ólafur Ingimarsson, GH, á 192 höggum. Hann stóð einnig uppi sem sigurveg- ari í keppni með forgjöf, lék á 152 höggum. Keppendur í mótinu voru 72.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.