NT - 20.11.1984, Blaðsíða 2

NT - 20.11.1984, Blaðsíða 2
Ófaglært starfsfólk: Tímakaup 5-17% hærra í Reykjavík en úti á landi Karlar með 12-26% hærra timakaup en konur í sömu störfum ■ Þótt kjarasamningar séu gerdir fyrir allt landið er raunin sú að ófaglært verka- og af- greiðslufólk á höfuðborgar- svæðinu hefur frá 5% og upp í 17% hærra tímakaup í dagvinnu að meðaltali heldur en fólk í sömu störfum utan höfuðborg- arsvæðisins, samkvæmt úrtaks- könnun Kjararannsóknar- nefndar. Hér er átt við greitt, tímakaup í dagvinnu án bónus, en bónusálag hjá verkafólki í Hskvinnu reynist einnig um 25% hærra á höfuðborgarsvæðinu en úti á landi, að meðaltali. Vinnu- tími verkafólks úti á landi er hins vegar um 2 stundum lcngri á viku en á höfuðborgarsvæð- inu. í viðtölurn við foryst.umenn innan VMSÍ og ASÍ kom fram að þessi munur hefur verið til staðar lengi og ekkeFt sé svo sem um hann að segja. Þetta sé einnig alþekkt erlendis að laun í stórborgum séu til muna hærri en í strjálbýli. í fréttabréfi Kjararanrrsókn- arnefndar kemur fram að af- greiðslumenn (karlar) í verslun- um á höfuðborgarsvæðinu höfðu rúmlega 17% hærratíma- kaup í dagvinnu aðjneðaltali á 2. ársfjórðungi (apríl-júní) í ár en karlmenn í sömu störfum í verslunum utan höfuðborgar- Jaki var það heillin! ■ Gámakrana Eimskipafél- agsins við Sundahöfn var gefíð nafn um helgina við hátíðlega athöfn. Var hann nefndur Jaki og læðist sá grunur að mörgum að hann sé nefndur eftir Guð- mundi „Jaka“ Guðmundssyni formanni Verkamannasam- bands íslands og ötulum baráttu- manni fyrir hagsmunum hafnar- verkamanna. Er lítið vafamál að þessi nafn- gift sé réttnefni, kraninn getur lyft 30 tonnum og tveimur betur í einu og gnæfír 61 m yfír sjávarmál í hæstu stöðu. Setur hann mikinn svip á hafnarsvæð- ið og gæti svo farið að Sunda- höfn yrði í framtíðinni einungis nefnd Jakaból. NT-mynd: Ámi Bjarna. Uppboðið á Óskari Magnússyni: Nær25millj. ónir hverfa Skuldir við byggðasjóð, ríki og bæ ■ Talið er að skuldir togarans Óskars Magnússonar nemi ná- lægt 25 milljónum meira en hann var sleginn á, nú fyrir skemmstu. Þeir sem þar verða fyrir því að fá reikninga sína aldrei greidda eru byggðasjóð- ur, ríki og Akranesbær. Bróð- urparturinn, eða upphæð á bil- inu 10 til 20 milljónir eru skuldir við byggðasjóð. Það voru fyrirtæki á Akranesi sem keyptu togarann fyrir 98,5 milljónir. Eitt þeirra var áður meðeigandi í útgerðinni á Ósk- ari. Endanlegt uppgjör á skuldakröfum liggur ekki fyrir en verður væntanlega tilbúið um eða fyrir mánaðamót. Kosningaþátttaka: Þriðjudagur 20. nóvember 1984 2 svæðisins, eða 115,09 kr. á móti 98,24 kr. að meðaltali. Hjá afgreiðslustúlkum var munur- inn 4,5% - þ.e. 86,37 kr. á móti 82,68 kr. á tímann í dagvinnu. Hjá verkakörlum var munur- inn 12,4% eða 92,24 kr. meðal- tímakaup á íiöfuðbort_arsvæði (+ 29,70' kr. bónusálag á‘ klukkut.) á móti 82,10 rneðal-1 tímakaupi (+23,78 kr.bónusálag) á landsbyggðinni..Launamunur- inn hjá verkakonum var 9,4% - þ.e. 82,45 kr. á tímann (+ 33 kr. bónusálag) á höfuðborgar- svæðinu á móti 76,34 kr. á tímann (+26,58 kr. bónusálag) á landsbyggöinni. Hvað verka- konurnar á landsbyggðinni snertir er einnig athyglisvert að meðaltímakaup þeirra er aðeins örlítið fyrir ofan lágmarksdag- vinnutekjutrygginguna. Athyglisvert er einnig að bera saman tímakaup verkafólks og, afgreiðslufólks eftir kynjum. Þá kemur í ljós að verkakarlar hafa að meðaltali 11,6% hærra tímakaup í dagvinnu miðað við landið allt og afgreiðslumenn hafa að meðaltali 26,3% hærra tímakaup en konur við sömu störf. Sýnist þetta mikill launa- munur meðal fólks sem vinnur eftir sömu samningum á sömu kauptöxtum - eða eru kannski til karla- og kvennataxtar? Síðasti kratinn Svo andskoti þýft á safn! ■ Þessi er stolinn úr Víkur- blaðinu en það stal honum úr blaðinu Fréttum í Vestmanna- eyjum og snéri honum uppá Húsvíkinga. Birtist hann hér í tilefni nýafstaðins krataþings. Eins og kunnugt er hafa skoðanakannanir bent til þess að fylgi Alþýðuflokksins fari þverrandi og óttast sumir að flokkurinn þurrkist hrcinlega út. Menn hafa tekið eftir því að þegar Sigurður Gunnars- son, einn ágætastur krati á Húsavík, er að hyggja að fugl-• um fyrir náttúrufræðistofnun- ina má oft sjá Finn Kristjáns- son, safnvörð, á einhverju róli í grennd. Ekki munFinnur þó vera að hyggja að fuglum, hann hefur hins vegar brenn- andi áhuga á að tryggja sér eitt eintak af krata fyrir Safnahús- ið, ef eins fer fyrir krötum eins og geirfuglinum, að stofninn þurrkist endanlega út! ■ Kirkjuhaldari í einni af sveitakirkjum landsins átti löngum í erfiðleikum með að fá menn til aöslá kirkjugarðinn á sumrin. Sumar eitt þótti kirkjuhaldara sér þó bærilega borgið er hann haiði komist í samband við roskinn mann sem orð hafði farið af sem röskum sláttumanni - en að vísu líka að karl væri nokkuð vínhneigður. Kirkjuhaldari réði karl til starfans og hafði ekki áhyggjur af slætti að sinni. Þó nokkru síðar vildi til að dauðsfalí varð í sókninni og þar af leiðandi jarðarför. Fór kirkjuhaldari þá að hyggja að kirkjugarðinum eitt kvöldið og komst að því að lítið hafði verið slegið af grasi í garðin- um, en sláttumanninn fann liann hins vegar kófdrukkinn í einu garðshorninu. „Er erfitt að slá garðinn?" spurði kirkju- haldari hógværlega. „Já, það er vont að slá þetta - þetta er svo andskoti þýft", var svarið sem hann fékk frá sláttumanni. Á faraldsfæti um hátíðarnar: UppselttilKan arí og Spánar ■ íslendingar ætla að vera á faraldsfæti um næstu jól og áramót. Mikil sala hefur verið í farseðlum undanfarna daga, bæði í einstaklingsferðir og hóp- ferðir. Sérstaklega mun salan hafa tekið dágóðan kipp, þegar gengisfellingin komst í hámæli. Ferðaskrifstofur og flugfélög 'efna til hópfcrða til Kanaríeyja um jól og áramót og eru þær þegar uppseldar. Þá hefur verið mikið pantað í ferðir til Kanarí allt fram í mars á næsta ári. Ein ferðaskrifstofan er með skipu- lagðar hópferðir til sólarstranda Spánar í vetur og eru desem- berferðir uppseldar, en enn eru sæti laus í janúar. íslendingum hefureinnig ver- ið boðið upp á skíðaferðir til Austurríkis. Flugleiðir hefja beint leiguflug þangað í síðari hluta janúar og eru pantanir þegar farnar að berast. 50 milljón króna launin ■ „Fimmtíu króna keflið." Enn heggur DV í sama kné- runn - að gera stólpa grín að slöku verðskyni Guðmundar Jaka. Margir muna sjálfsagt eftir því fyrr á þessu ári þegar blaðamaður DV spurði ýmsa mektarmenn þjóðfélagsins um verð á nokkrum algengum matvörum og Guðmundur hélt að þær væru um þrisvar sinnum dýrari en þær voru þá í raun og veru. I þetta sinn gripu þeir■ Jakann glóðvolgan með tvinnakefli það sem Guð- mundur gerði að umræðuefni í útvarpsumræðum frá Alþingi nýlega, þar sem hannbýsnaðist yfir að eitt tviunakefli skuli komið upp í 5.000 krónur gamlar. Tvinnakefli eins og Jakinn heldur á hefur Dropateljari keypt mörg að undanförnu og aldrei þurft að borga nema um 12-14 krónur fyrir stykkið' (Mölnlycke 110 m) og þykir því illt að heyra hvað okrað hefur verið á Guðmundi. En úr því aðGuðmundur er enn svo fastur í gömlu krónun- um þætti Dropateljara áhuga- vert að vita hvort hann reiknar launin sín líka enn í gömlum krónum, sem væntanléga hafa þá færst vel yfir 4.000.000 - fjórar milljónir - á mánuði með síðustu kjarasamningum og ættu því jafnvel að ná 50 milljónum króna þetta árið þegar allt er talið. 5.000 kr. kefli er nefnilega jafn stór hluti af 4.000.000 kr. mánaðar- launum og 50 kr. kefli af 40.000 króna launum. Hamrahlíðarkórinn sigraði í söngvakeppni æskufólks ■ Hamrahlíðarkórnum voru afhent sigurverðlaunin í söngvakeppni æskufólks - Let the people sing 1984 - um helgina við hátíðlega athöfn í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Söngvakeppnin var haldin í umsjá Evrópusambands útvarpsstöðva sem íslenska útvarpið er aðih að. Hamrahlíðarkómum hefur verið boðið til Hannover í Þýskalandi í maí á næsta ári til að taka þátt í stórri kórakeppni eftir að hann fór með sigur af hólmi í söngvakeppni æskufólks. Stjórnandi Hamrahlíðarkórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir. NT-mynd: Ámi Bjama 18% hjá Sókn ■ Nýgerðir kjarasamningar voru samþykktir af 18% at- kvæðisbærra félagsmanna hjá verkalýðsfélaginu Sókn. en ekki 11% eins og kom fram í frétt blaðsins í gær. Misskilningurinn stafar af því að atkvæðisbærir félagar innan Sóknar eru aðeins í kringum tvö þúsund, en ekki á fjórða þúsundinu, eins og sagt var frá í fréttinni.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.