NT - 20.11.1984, Blaðsíða 22

NT - 20.11.1984, Blaðsíða 22
Þriðjudagur 20. nóvember 1984 22 Skíðasambandið gefst upp fyrir veðurguðunum: Hraungangan á Ólafsfjörð Arsþing SKÍ haldið á Austurlandi ■ Á nýafstöðnu ársþingi Skíðasambands íslands var samþykkt að alþjóðlcga skíðagangan sem kölluð er því útlenska nafni „Lavaloppet“, þ.e. Ifraungangan í íslenskri þýðingu, verði haldin á Olafsfirði á komandi vetri. IVIunu Akurcyrarbær, Ólafsljörður og Dalvík sameinast um framkvæmd göngunnar. Miklir ertiðlcikar hufa verið skíðagöngu Skíðasamhands- samfara þessari alþjóðlegu ins. I bæði skiptin scm hún Eðvarð með íslandsmet ■ Eðvard Þ. Eðvarðsson, sundmaður úr Njarðvíkum sem núdveluríDanmörku, setti nýverið Islandsmet í 200 m Ijórsundi. Eðvarð synti á 2:11,7 á sundmóti þar ytra. Eðvarð koin mjög við sögu á þessu móti og sigraöi í Ijórum greinum. Iicfur átt að fara fram hefur þurft að margfresta henni, stytta hana o.s.frv. vegna óhag- stæðs veðurs. í bæði skiptin átti hún að vera í Bláfjöllum. í fyrra sinnið var hún færð, en í síðara sinnið var hún haldin í afleitu veðri. Nú á grcinilega að treysta á stöðugra veðurfar Norðúrlands, en spurningin er hvort flugveður kemur ekki til með að gera skíðamönnum gramt í gcði í staðinn. Miirg mál voru samþykkt á þinginu. sem haldið vará Egils- stöðum dagana 9. og 10. nóv- embcr. Er þetta í fyrsta sinn scm sérsamband heldur ársþing sitt á Austurlandi. en skíðaráð ÚÍA sá um framkvæmdina. 45 fulltrúar frá fjéstum félögum sem aðild eiga að SKI sátu þingiö. Handbolti 1. deild: í Eyjum ■ Einn leikur verður í 1. deild í handknattleik í kvöld. Nýliðar Þórs Vest- mannaeyjum taka á inóti Víkingum í Eyjum. Leikurinn hefst kl. 20:00. Þórarar hafa spilaö tvo leiki til þessa í deildinni. Þeir sigruðu UBK í Kópa- vogi en töpuðu fyrir FH í Firðinum. Víkingar léku hörkuspennandi leik gegn Stjörnunni í síðustu viku og gerðu þá jafntefli, 22-22. Þeir verða að telj- ast sigurstranglegir í kvöld. ■ Það skín ekki alltaf sólin í Bláfjöllum eins og á þessari mynd. Það fengu Hreggviður Jónssori formaður, fyrir miðju á myndinni, og aðrir Skíðasambandsmenn að reyna síðastliðin tvö ár þegar halda átti Hraungönguna. Nú stendur til að færa hana norður á bóginn. Evrópukeppnin í nútímafimleikum: Togstreita um einkunnagjöf Búlgarir uröu Evrópumeistarar ■ Búlgarir urðu um helgina Evröpumeistarar í liða-keppni í nútímafimleikum (rhytmic gymnastics). Búlgarir fengu 39,650 stig en Sovétmenn voru næstir með 0,125 stigum færra. í einstaklingskeppninni sigr- aöi búlgarska stúlkan Anelia Ralenkova. Hún sýndi frábæra hæfilcika og sigraði í fjórum greinum af fimrn mögulegum. Hún varð þó fyrir áfalli þar sem sovéska liðið mótmælti niður- stöðum dómara í æfingu með borða. Sovéska stúlkan, Galina Beloglazova, varð aðeins á eftir Ralenkovu að stigum og þurfti hún að fá 10 til að verða jöfn Ralenkovu. Kæra Sovétmanna var tekin til greina og Yuri Titov, sem er forseti Alþjóða nútímafim- leikasambandsins og er einnig framámaður í Nútímafimleika- sambandi Sovét, ákvað að Gal- ina skyldi fá 10 fyrir æfingar með borða. Þar með varð hún jöfn Ralenkovu að stigum og fékk hálft gull. Eftir keppninasagði Ralenk- ova að réttast væri að hætta keppni. „Þetta er ekki lcngur spurning um hæfni í fimleikum heldur er þetta orðin togstreita á milli dómara og stjórnarmeð- lima.“ Sukova vann ■ Tékkneska stúlkun Helena Sukova, sem er talin vera ein af 10 bestu tcnniskonum í hciminum í dag, vann sinn fyrsta sigur á stórmóti. Hún vann Liz Smylie í úrslitaleik á Brisbanc Classic tennis- mótinu sem fram fór í Ástralíu um hclgina. Hrinurnar fóru 6-4 6-4. Sukova sagði eftir mótið að nú væri ísinn brotinn og að hún gæti nú sigraö á hvaða móti sein væri. Aðalfundur ISF á Norðurlöndum ■ Aðalfundur íþróttasambands fatl- aðra á Norðurlöndum var haldinn í Reykjavík 20.-21. okt. síðastliðinn að Hötel Loftleiðum. Öll Norðurlöndin eiga aðild að sam- bandinu og sátu aðalfundinn fulltrúar þeirra allra samtals tæplega 30 manns. Fundinum stýrði fráfarandi formað- ur norræna sambandsins, Sigurður Magnússon, en hann ásamt Sveini Áka Lúðvíkssyni hafa verið fulltrúar Islands í stjórninni sl. tvö ár. Mörg mál lágu fyrir þessúm fundi og m.a. voru samþykktar leikreglur í ýmsum greinum sem tækninefnd hafði unnið að rnilli aðalfunda. rætt var um niðurröðun Norðurlandameistara- móta 5 ár fram í tímann, Trimmlands- keppni fatlaðra á Norðurlöndum á næsta ári o.m.fl. Þess má geta að næsta vor fer fram hér á landi Norðurlandameistaramót fatlaðra í bogfimi. Formaður til næstu tveggja ára var kjörinn Alvar Sandström frá Finn- landi. en Norðurlöndin skiptast á um að veita sambandinu forstöðu og er þá ritari kjörinn frá sama landi og for- maður hverju sinni. NÝJA LÍNAN FRÁ ORION Valur er stigahæstur ■ Eftir leiki helgarinnar eru þessir leikmenn stigahæstir í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Valur Ingimundarson UIVIFN 162 stig 6 leikir Pálmar Sigurösson Haukuin 110 stig 4 leikir Tómas Holton Val 82 stig 5 leikir Kristján Ágústsson Val 81 stig 5 leikir Ivar VVebster Haukum 81 stig 4 ieikir Hreinn Þorkelsson IR 78stig 4 leikir Birgir Mikaelsson KR 72 stig 4 leikir Guðni Guðnason KR 67 stig 4 leikir Árni Guðmundsson ÍS 63 stig 4 leikir Jón Steingrímsson Val 61 stig 5 leikir Kappakstur: Morenovann - Lauda datt út ■ Brassinn Roberto Moreno sigraði í ástralska Grand Prix kappakstrinum sem haldinn var í Melbourne í Ástra- líu á sunnudaginn. Hann varð þó aðeins um 30 sek. á undan Finnanum Keke Rosberg. Þetta er í annað sinn sem Moreno sigrar í ástralska Grand Prix. Hann vann cinnig í fyrra. Niki Lauda, heimsmeistari í Formula eitt kapp- akstri, datt úr keppninni eftir að hafa lent í árekstri við Ástralann Terry Ryan. Ryan hafði áður lent í árekstri við Rosberg. Rosberg ók frábærlega þrátt fyrir að hafa orðið fyrir þessu hnjaski og komst í annað sætið eins og fyrr segir. Nott. Forest-Astralía: Jafntefli ■ Nottingham Forest lék á sunnu- daginn æfingaleik gegn landsliði Ástralíu á City Ground í Nottinghanv. Jafntefli varð í leiknum 0-0. NÝJA LÍNAN FRÁORION

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.