NT - 20.11.1984, Blaðsíða 10

NT - 20.11.1984, Blaðsíða 10
Þriðjudagur 20. nóvember 1984 0 Zandra Rho- des (t.h.) er frægur fata- hönnuður og konan sem með henni er, lafði Rothermere, er einn einlægasti aðdáandi hennar. Reynd- ar er hún svo hrifin af fötum Zöndru, að það erþvílíkastsem hún sé i mörg- um búningum i einu! ■ Það hefur löngum staðið styr um eina prinsessuna í hollensku konungsfjölskyld- unni. Af fjórum dætrum Júl- íönu drottningar, er sú næst- elsta, Irene, sú eina, sem aldrei hefur látið titlastúss o_g venjur hollensku hirðarinnár kúga sig, móður sinni til mikillar armæðu. Syndaregistur Irene í aug- um konungsfjölskyldunnar er bæði langt og strangt. Stærsta og alvarlegasta uppreisnin, sem Irene hefur gert, var þó þegar hún giftist rómversk kaþólskum spænsk- um aðalsmanni á sínum tíma. Hann heitir Carlos Hugo og er einn þeirra, sem gerðu tilkall til spænsku krúnunnar, en varð að lúta i lægra haldi fyrir Juan Carlos, sem nú skipar hásæti Spánar. Hann þótti engan veginn samboðinn dóttur Hollandsdrottningar, og trú- arbrögð hans voru litin horn- auga. En Irene æstist bara við alla andstöðu. Hún tók trú manns síns og ól honum fjögur börn. Eftir 7 ára hjónaband var samt kominn fiðringur í Ir- ene. Hún yfirgaf mann sinn og átti ástarævintýri með hollenskum sjóliðsforingja, en þeim var bráðlega stíað í sundur þar sem þetta var sýnu verra uppátæki hjá Irene en hjónabandið með spánska prinsinum, sem hún gat ekki reiknað með að fá skilnað frá. Irene var ófáanleg til að taka aftur upp sambúð við mann sinn og nú er fjöl- skyldumálum svo komið, að elsti sonur þeirra hjóna býr 0 Nei, þið sjáið ekkr tvöfalt. Þeim Christie Brinkley og Cheryl Tiegs hlýtur að hafa þótt þessi kjóll svona afburða fall- egur, fyrst þeim fannst báðum ástæða til að velja hann fyrir ballið. msset varauðvnau; fí ,/naut sínutn, russn g{ pvl ilexander Godu ■ sig 1 I Þessar tvær, r ( ,ru frægastar ty pgf e rúmsr ' °J£naðl en eit íburð' yf°.rkið hérna, skotiðylirmark ólögulega slauw öskubusku. hjá föður sínum í Bandarikj- unum, en Júlíana móðir Ir- ene, hefur 3 yngri börnin á sínum vegum. Og hafi Irene fram vilja sinn einu sinni enn í umdeildum ásetningi, verð- ur sá háttur á framvegis. Nýjasta hugmynd Irene fellur nefnilega alls ekki í góðan jarðveg í hollensku konungsfjölskyldunni, frem- ur en margar aðrar. Hún hefur nú lýst því yfir, að ætlun sín sé að setjast að i Manila, höfuðborg Filipps- eyja, en þar sé að finna m Elsti sonur Irene og Carlos Hugo hefur kosið að dveljast með föður sínum í ró og næði í Bandaríkjunum. 0 Það gekk ekki svo lítið á, þegar Irene uppástóð að hún vildi giftast spænska prinsinum Carios Hugo. Hún fékk vilja sinum framgengt, en hjónabandið varð skammlíft. fátækasta fólk jarðríkis. Hún ætli sér að setjast að meðal þessa fólks og veita því þá aðstoð, sem í hermar .valdi sé. Eftir að hafa leitt hjá sér ýms uppátæki Irene, s.s. út- gáfubókar hennar um getn- aðarvarnir, þátttöku í friðar- 0 Nú er að sjá, hvort Irena Hollandsprinsessa, sem nú kallar sig Irene von Lippe, vill heldur halda fast við ásetning sinn að setjast að i Manila, eða kýs að vera samvist- um við þau 3 barna sinna, sem enn eru á hennar vegum. Hennar er valið. hreyfingunni og mótmælum á vegum hennar og þegar hún afneitaði prinsessutitli sínum, þykir Beatrix systur hennar, ríkjandi drottningu, nú mælirinn fullur og vill ekkert af systur sinni vita, ef hún lætur verða af flutningn um til Manila. ! t

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.