NT - 20.11.1984, Blaðsíða 20

NT - 20.11.1984, Blaðsíða 20
— Þriðjudagur 20. nóvember 1984 20 út 1 önd ■ Bandaríski geimfarinn, Dale Gardner, stendur hér sigri hrósandi við hliðina á gerfíhnöttum sem hann bjargaði ásamt félaga sínum, Joe Allen, í seinustu viku. Gerfíhnettirnir verða nú boðnir upp og seldir til hæstbjóðanda. Þaö er talið líklegt að Indónesíumenn muni kaupa þá því að upphaflega voru þeir ætlaðir til fjarskipta fyrir þá. Mvndin er tekin langt yfír gufuhvolfí jarðar. Fyrir aftan geimfarann sést móta fyrir væng geimferjunnar og þar fyrir neðan er móðir jörð. simamynd-POLKOTO NYJA LINAN FRAORION Rajiv Gandhi: „Öll heimsveldin hafa reynt að sundra lndlandi(< Suður-Afríka: Blaðamenn mótmæla Jóhannesarborg-Reuter ■ Samtök blaðamanna í Suður-Afríku samþykktu um síðustu helgi yfirlýsingu þar sem aðgerðum öryggislögreglunnar að undanförnu var mótmælt. 1 yfirlýsingunni segir m.a. aðekki sé lengur hægt að tala unr neins konar blaðafrelsi í Suður-Af- ríku. Um 800 enskumælandi blaða- nrenn er í þessum blaðamanna- samtökum, og eru þeir flestir hvítir. Öryggislögregla Suður- Afríku hefur að undanförnu kallað fjóra blaðamenn til yfir- heyrslna vegna skrifa þeirra um verkfall blökkumanna fyrr í þessum mánuði. Blaðamenn í Suður-Afríku telja að fyrir- skipun lögreglunnar um að blaðamenn skuli koma fyrir rétt til að svar spurningum og fleiri svipaðar kúgunaraðgerðir tryggi dauða blaðafrelsis í Suður-Afríku. ■ i Skæruliðar skjóta lækna Bogota-Keuter ■ Fimm menn létust- og fjórir særðust á sunnudaginn þegar skæruliðar hófu skothríð á lækna og embættismenn sem voru í skoðunarferð um flóða- svæði í Norður-Kólombíu. Óþekktir byssumenn létu skotum rigna yfir veitingastað þar sem læknarnir sátu. Þeir komust síðan undan á bíl. Þjóð- legi frelsisherinn, sem berst gegn stjórnvöldunr í Kólombíu hefur haldið uppi skæruhernaði að undanförnu á svæðinu þar sem árásin var gerð. Að minnsta kosti fimmtíu manns hafa látist í flóðum í Kólonrbíu síðastliðnar vikur. Flóðin ná til 12 af 23 héruðunr í landinu. ■ Rajiv Gandhi hélt í gær fyrstu opinberu ræðu sína síðan hann tók við embætti sem forsætisráðherra Indlands af móður sinni, Indiru. Myndin er tekin við það tækifæri. símamynd-POLFOTO Lugu að þeir hefðu eitrað Mars-súkkulaði ■ Einn af forystusauð- um breska hópsins, sem kallar sig „Frelsisfylkingu dýranna". sagði í sjón- varpsviðtali í gær, að eng- inn fótur væri fyrir því aö félagar í samtökunum hafi sett eitur í Mars-súkku|aði- stengur, eins og þeir höfðu tilkynnt. Saga þessi er uppspuni frá rótum. Um helgina kom hópurinn því á fram-- færi að sett hafi verið rottu- eitur í súkkulaðið til að mótmæla því að fyrirtækið sem framleiðir það noti apa viðtilraunirsem koma eiga í vcg fyrir tann- skemmdir. Var allt Mars- súkkulaði sem var á mark- aöi í Bretlandi þegar inn- kallað. En nú er komiö í Ijós að sælgæti þetta var aldrei eitrað. Þegar í stað voru gerðar umfangsmiklar rannsókn- ir á þessari súkkulaðiteg- und í verslunum og fannst ekkert eitur. Málið hefur vakið mikla athygli í Bret- landi og áður en fyrrgreind játning var gerð í sjón- varpi sagði einn bresku ráðherranna, að hópurinn sem sagðist hafa eitrað sælgætið, samanstæöi af brjálæðingum sem svifust ekki að fórna börnum á altari ofstækis síns. Mars-súkkulaði er ein mest étnii sælgætistegund í Bretlandi. Þar eru inn- byrtar 700 milljónir stanga á ári. Út eru fluttar 100 milljónir stykkja af Mars-súkkulaði og fæst það m.a. í flestum verslun- um og söluturnum á ís- landi. Frakkland: Mitterrand í slæmri klípu - eftir Chad-ævintýrið Farís-Keuter ■ Þaö var mikið áfall fyrir Mitterrand Frakklandsforseta þegar stjórn hans neyddist til að viðurkenna að Líbýumenn hefðu ekki dregið allan herafla sinn burt frá Chad um leið og Frakkar þótt þeir hefðu verið búnir að lofa því. Stjórnarandstæðingar hafa hingað til lítið getað gagnrýnt utanríkisstefnu Mitterrands og margir töldu að með samningi sínum við Líbýumenn í septem- ber síðastliðnum, um að bæði Frakkar og Líbýumenn kölluðu heri sína til baka, hefði forset- inn unnið sigur. Þegar það kom svo í Ijós að Líbýumenn liöfðu skilið hluta hersveita sinna eftir í Chad, þótt Frakkar hefðu dregið allt sitt herlið úr landinu. snérust spilin við og Mitterrand er nú gagnrýndur fyrir alvarleg mistök. Stjórn sósíalista hefur átt mjög undir högg að sækja í innanlandsmálum. Stuðnings- menn hennar eru mjög óánægð- ir með hvað lítill sósíalisminn virðist einkenna stjórnarstefn- una og efnahagsástandið hefur lítið breyst. í síðustu kosningum unnu sósíalistar stóran sigur með um 37% atkvæða bak við sig, en nú óttast margir sósíalist- ar að fylgi þeirra muni hrapa niður í rétt rúm 20% í næstu þingkosningum 1986. Kjörtíma- bil forsetans rennur ekki út fyrr en tveimur árunr síðar. Þannig gæti forsetinn því hugsanlega neyðst til að stjórna án stuðn- ings þingsins ef stjórnarand- NYJA LINAN FRAORION Nýja-Delhi-Reuter ■ Forsætisráðherra Indlands, Rajiv Gandhi. sagði í fyrstu opinberu ræðu sinni frá því að nróðir hans var myrt, að öll veldi veraldar hefðu reynt að sundra Indlandi. Hann sagði þetta á 100.000 manna fjöldafundi í Nýju-Delhi í gær, en með þessunr fundi var kosningabaráttan fyrir þing- kosningarnar 24. desember formlega hafin. Miklar öryggis- ráðstafanir voru á fundinum. Leyniskyttur fylgdust grannt með öllu úr trjám á fundarsvæð- inu og almenningi var haldið í 20 metra fjarlægð frá Gandhi. Gandhi sagði að morðið á Indiru hefði verið hluti af sam- særi til að sundra einingu Indlands. En hann sór þess eið að Indverjar myndu aldrei láta undan samsærismönnunum. HÍW Umsjón: Ragnat Baldutsson ■ og Egill Helgason stæðingar sigra í þingkosning- ununr. Það verður að minnsta kosti ekki létt verk fyrir Mitterrand að fá kjósendur aftur til fylgis við sig áður en kjörtímabili þingsins lýkur. Sumir stjórnar- andstæðingar óttast að hann ntuni breyta kosningalöggjöf- inni sér í hag og reyna þannig að rétta hlut sinn. Mitterrand gæti einnig reynt að sundra stjórnar- andstæðingum nreð því að boða til forsetakosninga urn leið og kosið verður til þingsins. Þannig hættir hann að vísu á tvöfaldan ósigur en það er ólíklegt að stjórnarandstæðingar gætu sam- einast unr einn forsetaframbjóð- anda þannig að þeir gengju þá ekki eins sterkir til kosninga. Víst er um það að mistök Mitterrands í Chad geta reynst honum dýrkeypt. Surnir spá því að Frakkar muni senda herlið aftur til Chad og blöð, sem eru venjulega hliðholl forsetanum segja að hann hafi gert sig að fífli á alþjóðavettvangi með því að láta Líbýumenn leika á sig. Þeir myndu halda áfram að fylgja sinni sjálfstæðu stefnu. Hann sagði m.a.: „Við höfum sýnt heiminum að land okkar er sterkara en vald byssukúlunn- ar". Stjórn Indlands hefur mót- mælt stuðningi og uppörfun sem hún segir að Pakistanir hafi veitt öfgasinnuðum sikkum. Indverjar hafa hætt við að senda íþróttalið til að taka þátt í alþjóðlegri íþróttakeppni síðar í þessum nránuði til þess að undirstrika enn frekar óánægju sína vegna afskipta Pakistana af innanríkismálum á Indlandi. Indverska stjórnin skýrði enn fremur frá því í gær að hún hefði ákveðið að skýra hinn nýja alþjóðaflugvöll í Nýju- Delhi eftir Indiru Gandhi, stærsta íþróttahöll Indlandsyrði einnig kölluð eftir Indiru, heim- ili hennar yrði breytt í safn til minningar um hana og ný al- þjóðleg friðarverðlaun yrðu framvegis veitt í hennar nafni. Enn eitt jafntefli í Moskvu ■ Anatoly Karpov og Garri Kasparov gerðu í gær enn eitt jafnteflið í heimsmeistaraein- vígi þeirra í skák, það 16. í röðinni. Þar með eru þeir bún- ir að slá jafnteflamet þeirra Capablanca og Alekine frá ár- inu 1927, en þeir gerðu átta jafntefli í röð í einvígi um heimsmeistaratitilinn. Tuttugasta og fimnrta skákin í gær tefldist í byrjun eins og 17. skákin í einvtginu, en í 9. leik brá Karpov sem hafði hvítt, þó út af. í 21. leik bauð Kasparov síðan jafntefli og Karpov hugs- aði sig lengi um áður en hann tók því, átti þá eftir hálftíma á klukkunni. Áhorfendur létu lítið í sér heyra í gær, en þegar samið var um jafntefli í 24. skákinni létu þeir óánægju sína óspart í ljós. Kólombía:

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.