NT - 12.02.1985, Blaðsíða 1

NT - 12.02.1985, Blaðsíða 1
u m 100 heimilislæknai r a fhenti uppsai gnirí gæ r ■ Um 90% allra heilsugæslu- lækna landsins ásamt um 60% allra heimilislækna utan heilsugæslustöðva - alls um 100 læknar - afhentu í gær uppsagnir sínar í heilbrigðis- ráðuneytinu annars vegar og Tryggingastofnun ríkisins hins vegar. Uppsagnarfrestur er 3 mánuðir, þannig að þær munu koma til framkvæmda 1. júní að öllu óbreyttu. Að sögn Gunnars Inga Gunnarssonar, forrn. kjara- ráðs Félags ísl. heimilislækna snýst málið um þrenna kjara- samninga þessara lækna. Rauði þráðurinn í kröfugerð- inni í þeim öllum sé, að stefnt er að jöfnuði á kjörum heirn- ilislækna og annarra lækna í landinu. Það bil sagði hann hafa breikkað verulega á undan- förnum árum, m.a. eftir verk- fall sjúkrahúslækna á sínum tíma. ..Það er alveg greinilegt - af viðræðum undanfarinna ára að dæma - að ríkið virðist ekki semja almennilega við neina aðra en þrýstihópa. Það er eins og það sé að kalla á styrjaldir til þess að geta leyt't sér að bjóða upp á kjarbætur," sagði Gunnar Ingi. Hann var spurður hvort þeir heimilislæknar væru farnir að kynna sér atvinnutækifæri er- lendis. ..Við höfum ekki geng- ið það langt. En það er alveg á hreinu, að stór hluti þeirra sem sögðu upp í dag mun ekki sætta sig við annað en veruleg- ar kjarbætur. Við viljum ein- faldlega að kjör okkar verði færð til samræmis við kjör annarra lækna. m.a. að við fáum samræmingu á gjald- skrám og sömu greiðslur fyrir gæsluvaktir og bakvaktir í hér- uðum." Þeir þrennir kjarasamningar sem áður er minst á. eru að sögn Gunnars Inga: Gjald- skrársamningur allra heimilis- lækna sem rann út 1. mars 1984. Samningur heimilis- lækna utan heilsugælsustöðva sem rann út um síðustu ára- mót. Og sérkjarasamningur heilsugæslulækna sem rennur út um næstu mánaðamót. Sagði hann engan árangur hafa náðst í samningaviðræðum um neinn af þessurn samningum, sem í sumuni tilfellum hafi þó staðið mjög lengi. Hreinsanir eða skipu- I lagsbreyt’ I ingar: F ra m ik< i/æn nd lasl :jói iAI Iþýðu- f lol kl [SÍ insl a< jðu r r liðu ir Skipulagsbreyting segir Jón Baldvin, en framkvæmdastjórinn studdi Kjartan að málum ■ Framkvæmdastjórn Alþýðu- flokksins gekk í fyrrakvöld frá skipulagsbreytingum á ýmsum stofnunum flokksins, sem m.a. fela það í sér að starf fram- kvæmdastjóra flokksins verður lagt niður. Gengið verður frá nýjum mannaráðningum á næstu döguin, að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar for- manns flokksins. „Alþýðu- flokkurinn er að brevta vinnu- brögðum sínunt og starfsliði til samræmis við þá staðreynd að hann ætlar að verða f jöldatlokk- ur,“ sagði Jón Baldvin í samtali við NT í gærkvöldi. Að sögn Jóns verður á næst- unni ráðinn útbreiðslufulltrúi til að stjórna útbreiðsluherferð flokksins, fundum og upplýs- ingaefni og einnig fjáröflun fyrir flokkinn. í því er einnig falin auglýsingasöfnun fyrir svoköll- uð þemablöð, sem verða mán- Maður datt af svölum ■ Sá atburður varð í gærdag að maður datt ofan af svölum á annarri hæð húss í Breiðholti og var fluttur á slysavarðstofu Borgarspítala. Ekki er kunnugt um hversu alvar- leg meiðsli mannsins eru né heldur tókst NT að afla upplýsinga um tildrög slyssins. Thatcher vilMOár í viðbót Bretar óánægðir Sjá bls.20 Menntamálaráðherra fram- lengir uppsagnarfrestinn Kennarar draga lögmæti þess í efa ■ Menntamálaráðherra hefur framlengt uppsagnar- frest þeirra kennara sem sagt höfðu upp störfum til 1. júní n.k. Kristján Thorlacius for- maður HÍK sagði í gærkvöldi að hann gæti ekki tekið neina ábyrgð á viðbrögðum HÍK hafði fengið Arn- mund Backman hrl. til að taka saman greinargerð um lögmæti þess að lengja upp- sagnarfrestinn. Greinargerð- in liggur fyrir og var ætlun HÍK að halda innihaldi henn- ar leyndu þar til mennta- málaráðherra hefði verið gerð grein fyrir því. Eftir að bréf ráðherra hafði verið sent staðfesti Kristján hins vegar ' að lögmaðurinn hefði talið að frestunin hefði þurft að tilkynnast mánuði eftirfram- lagningu uppsagnanna til að vera bindandi. Sjá bls. 24! . ■TO~.JmsstsaBi r- ’ i'-, tí ■ Tveir gamalreyndir skákkappar, Bent Larsen og Boris Spasský bera saman bækur sínar á Hótel Loftleiðum í gærkvöldi. Bent teflir við Helga Ólafsson og Spasský við Margcir Pétursson á afmælismóti Skáksantbandsins sem hefst á Hótel Loftleiðum í dag. Á bak við þá eru Guðmundur Sigurjónsson og Hort, sennilega í hrókasamræð- um. Sjá bls. 2 NT-mynd: Sverrir 1 í tímans þunga straumi — af tímamótum og | stórafmælum, bls. 12—13 | aðarlegur liöur í útgáfu Alþýöu- blaðsins. Samkvæmt heimildum NT er litið til Þráins Hallgríms- sonar um það starf. Þá verður ráðiö í 2 hlutastörf við útgáfu fyrir flokkinn, ritstjóra þema- blaðsins og umsjón með þing- fréttabréfi, sem gefið verður út í offsetfjölriti líkt og TNT og Verkfallstíðindin í haust. Lík- legur kandidat í þessi störf er talinn Hcigi Már Arthúrsson fræðslufulltrúi BSRB. Aðrar heimildir NT scgja að þessar breytingar hafi ekki gengið í gegn án deilna. Átök hafi orðið um þær bæði í flokks- stjórn og framkvæmdastjorn og sagði heitnildarmaður blaðsins aö svo rammt liafi kveöið að deilunum að flokksformaðurinn hafi gengiö af framkvæmda- stjórnarfundi nteð þeim orðum að hann myndi ekki mæta á fleiri fundi í þeirri stofnun fyrr en hún væri búin að samþykkja breytingarnar. Kristín Guðmundsdóttir, sem nú hverfur af vcttvangi sem framkvæmdastjóri flokksins hefur starfað lengi fyrir Alþýðu- flokkinn. fyrst sem skrifstofu- kona og síðan um árabil sem framkvæmdastjóri. Hún er jafn- framt formaður Félags Alþýðu- flokkskvenna. Hún var ákvcð- inn stuðningsmaður Kjartans Jó- ' hannssonar fyrrverandi for- manns flokksins. V-Þýskaland: 18 menn fórust í árekstri við tankbíl Sjá bls. 21

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.