NT - 12.02.1985, Blaðsíða 5

NT - 12.02.1985, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 12. febrúar 1985 5 Heildaraflinn um 157 þús. lestir í janúar: Þorskaflinn um meiri en í fyrra ■ Heildarbotnfiskaflinn í janú- ar varð nú um fjórðungi meiri en í jan. 1984, eða um 36.550 lestir. í framhaldi af því er framleiðsla hraðfrystihúsanna í landinu nú víðast hvar mun meiri en á sama tíma í fyrra. Vinna hjá fiskverkunarfólki hefur því víðast verið mun meiri þennan fyrsta mánuð ársins, en á s.l. ári, nema þá helst í nokkrum frystihúsum á suðvest- ur-horninu. Þorskafli togaranna í janúar varð nú um tvöfalt meiri en í fyrra, rúm 12 þús. tonn, sam- kvæmt tölum Fiskifélagsins. Heildarafli togaranna í mánuð- inum var rúmar 22 þús. lestir sem er rúm 50% aukning frá jan. 1984. Hjá bátaflotanum varð þorskaflinn nú cinnig um 46% meiri um 10 þús. iestir. Heildarbotnfiskafli bátanna varð nú um 14.400 lestir, sem er um 10% aukning. Hjá frystihúsum innan Sölu- miðstöðvarinnar voru fram- leiddar um 3.650 lestir af hrað- frystum fiski í janúar, sem er um 28% meira en á sama tíma 1984. Mest varð aukningin í vinnslu þorsks og ýsu, ásamt grálúðu. Hjá Sambandsfrysti- húsunum varð framleiðsla jan- úarmánaðar um 2.200 tonn, sem er um 20% aukning milli ára. Vegna skorts á verkafólki varð þó víða að salta meira af aflan- um en ella hefði verið gert. Mjög er hins vegar misjafnt hvar aflaaukningin milli ára hef- ur orðið. Til Vestmannaeyja hefur nú borist heldur minni afli cn í janúar í fyrra, nær hclmingi minni til Þorlákshafnar, svipað- ur afli til Suðurnesja og cins á Noröurland vestra. Á Snæfells- nesi var botnfiskafli í janúar um 45% meiri en í fyrra, í Reykjavík og á Vestfjörðum um 62% meiri og á Norðurlandi eystra og Austurlandi rúmlega tvöfalt meiri en á sama tíma 1984. Það er þó loðnan sem breytir heildaraflatölum mest. Af loðnu vciddust í mánuðinum 116.640 lestir nú, en 800 tonn í janúar 1984. Heildarafli landsmanna þennan fyrsta mán- uð ársins varð því nær 156 þús. lestir á móti rúmlega 31 þús. lestum í janúar 1984. Guðlaugur Arason: Pelastikk gefið út Í100.000 eintökum í Sovétríkjunum Frá frellarilara NT á Akureyri, Hall- dóri I. Ásgeirssvni: ■ Ákveðið hcfur veriö að gefa bók Guð- laugs Arasonar, Pela- stikk, út í Sovétríkjun- um. Samningur þar að lútandi hefur verið undirritaður. Samkvæmt samn- ingnum hefur sovéska útgáfufirmað Detska- ya Litteratura heimild til að prenta 100.000 cintök af bókinni. Pelastikk kom fyrst út á íslandi 1980, en hefur einnig komið út á dönsku og mun nú vera unnið að norskri útgáfu. Bókin fjallar um uppvöxt ungs manns í sjávarplássi. Ekki hefur enn ver- ið ákveðið hver muni þýða bókina en stefnt er að því að hún komi út í Sovétríkjunum á næsta ári. Framkvæmdir hafnar an tilskilinna samþykkta Hveradölum: v;;;9Siní«'«»skiiaski"" kvæmdir verið aflaö iUilsk.n<vnate»tahet«r Ekki bjórkrá á Hvolsvelli ■ Vegna fréttar í NT á mánu- dag unr bjórkrá á Hvolsvelli hafði Ólafur Ólafsson eigandi Hótels Hvolsvallar samband við blaðið og sagði að ekki væru lengur uppi áform um að opna bjórstofu í Hótelinu þar sem vínveitingaleyfi það sem hótelið hafði fengið sé léttvínsleyfi. Við nánari athugun hafi komið í Ijós að það leyfi mun ekki ná yfir bjórlíki samkvæmt lagatúlkun. ■ fV' Handtökur á hass- kaupmönnum: Seldu hass fyrir 80 þúsund ■ Þrír ungir menn hafa játað við yfirheyrslur að hafa flutt inn í landið 250 grömm af hassi og selt að mestum hluta. Aöeins nokkur grömm fundust í húsi sölumannanna og rúmur helmingur af sölu- verðmæti eiturlyfjanna. Öll upphæðin er talin vera um 80.000 þúsund krónur. Mennirnir þrír eru allir um tvítugt og hafa áður komið við sögu hjá fíkni- efnalögreglu. Þeir. voru handteknir aðfaranótt laugardagsins en sleppt eftir að játning lá fyrir. Rannsókn málsins er ekki lokið en hald hefur verið lagt á peningana sem mennirnir hafa fengið fyrir söluna. ■ Skíðaskálinn í Hveradölum fyrr og nú. Fulltrúar Framsóknarflokksins vilja friða skálann og halda ytra útliti hans óbrcvttu. Það hefði í för með sér að fjarlægja þyrfti glerskálann fyrir framan sem byrjað var á í haust án tillskilinna leyfa. Skíðaskálinn í Hveradölum: Tillaga um sölu í borgarráði Fulltrúar framsóknar vilja friða skálann ■ Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins lögðu fram tillögu í borgarstjórn í síðustu viku um friðun Skíðaskálans í Hveradölum, en málinu var frestað til næsta fundar. l'illaga kom fram á borgar- ráðsfundi á þriðjudegi fyrir viku um að borgin seldi Skíðaskál- ann strax. í desember 1983 voru Carli J. Johansen seldar á leigu til 5 ára eignir borgarsjóðs í Hveradölum sem cru Skíðaskál- inn, skíðalyfta og tilheyrandi búnaður. Hefur Carl farið út í miklar Lögreglan hreinsar út úr íbúð: Fóru í steininn fyrir dólgslæti ■ Gestgjafi og þrír gestir hans fengu að gista fangageymslur lögreglunnar eftir ítrekaðar kvartanir annarra íbúa í sama fjölbýlishúsi en þar sat fólkið að drykkju aðfaranótt ntánudags- ins. Að sögn Gísla Björnssonar hjá Reykjavíkurlögreglu er sumt af þeim handteknu þekkt hjá lögreglu. Kvartanir bárust vegna háv- aða og dólgsiegrar framkomu fólksins gagrivart öðrum íbúunt hússins og hótana sem það hafði haft í frammi. Til einhverra ryskinga kom þegar lögreglan hafði afskipti af fólkinu en meiðsli vegna þess munu vera minniháttar. Fólkinu var svo sleppt eftir skýrslutöku í gær og hefur gestgjafinn þá getað horf- ið heim til íbúðar sinnar á ný. framkvæmdir við skálann og í baust hófst hann handa við að byggja 184 fermetra glerskála fyrir framan Skíöaskálann, án þess að hafa aflað sér tilskilinna leyfa. Hefur Carl farið fram á það við borgaryfirvöld að hann fái nú þegar að kaupa skálann og var lögð fram tillaga og drög að kaupsamningi á síðasta borg- arráðsfundi. Áætlaö verð Skíðaskálans er 3 milljónir króna. Tillaga fulltrúa Framsóknar- flokksins gerir ráð fyrir að frið- un Skíðaskálans taki til ytra borös skálans, svokallaður B- flokkur, og í greinargerð er bent á að Skíöaskálinn sé fyrsta myndarlega framtakið á sviði skíðaíþróttarinnar og liafi því markað tímamót í sögu hennar. Skíðafélag Reykjavíkur reisti skálann 1935 og er hann því 50 ára á þessu ári. Kemur fram að friðun skálans sé hugsuð sern trygging fyrir því að hann haldi upprunalegu svipmóti en beinist í sjálfu sér ekki gegn eigenda- skiptum. Skíðasamband íslands hefur sent borgarráði bréf sem lagt verður fram á fundi þess í dag þar sem mótmælt er fyrirhug- aðri sölu skálans.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.