NT - 12.02.1985, Blaðsíða 20

NT - 12.02.1985, Blaðsíða 20
n Weinberger í Evrópu: Þriðjudagur 12. febrúar 1985 20 ------Sprenging í Trípóli Margrét Thatcher: Vill tíu ár í viðbót Bretar ósammála samkvæmt skoðanakönnunum ■ Á sunnudag dóu I0 nianns en 25 særðust er sprengja sprakk í bíl fyrir utan höfuðstöövar Múliani- eðsku einingarsaintakanna. Skrifstofur samtakanna lögð- ust í rúst. Múhameðsku ein- ingarsamtökin hafa barist gegn stuðningsmönnum Sýr- lendinga um yfirráð í Trípóli að undanförnu. Einingar- samtökin kenna hægrisam- tökum kristinna Falangista um sprengiutilræðið. Bandaríkjamenn vilja evrópska þátttöku í stjörnustríðsáætlun (Íievsen-Keuter ■ Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Caspar Wein- berger, hefur undanfarna daga rætt við evrópska bandamenn Bandaríkjamanna í NATO og reynt að sannfæra þá um að Evrópuríkin eigi að styðja og taka þátt í áætlun Bandaríkja- manna um varnarkerfi úti í geimnum sem fengið hefur viðurnefnið „stjörnustríð". Ýmsar vestrænar ríkisstjórnir hafa látiö í Ijós efasemdir um áætlunina. Á fundi NATO scm haldinn var í Múnchen nú um helgina lctu bæði franskir og breskir fulltrúar í Ijós efasemdir um að hægt yrði að koma upp varnarkerfi í geimnum sem noti lcisigeisla til að eyða kjarna- skeytum áöur en þau komist að skotmörkum sínum. En Weinberger segir efa- semdirnar um ágæti áætlunar- innar óþarfar. Varnarkerfið muni ekki aöeins vernda Banda- ríkin fyrir kjarnorkuárás heldur geti þaðeinnigverndað Evrópu- ríkin. I gær ræddi Weinberger sér- staklcga viö Manfred Wörner varnarmálaráðherra Vestur- Þýskalands. Á blaðamanna- fundi scm þeir héldu saman kom m.a. fram að Helnrut Kohl kanslari Vestur-Þýskalands studdi Weinberger á NATO- fundinum í Múnchen. Kohl hvatti bandamenn Bandaríkj- anna í Evrópu til að taka að minnsta kosti þátt í undirbún- ingsrannsóknum fyrir gcim- varnakerfið. Umsjón: Ragnar Baldursson og Ivar Jónsson ■ Margarcth ThatchCr, for- sætisráðherra Breta, hcfurverið lciðtogi íhaldsflokksins í Kl'ár. Af því tilefni sagði hún blaða- mönnum: „Þcssi tíu ár hafa verið dásamlcgustu ár ævi minnar." Thatcher varð forsætisráð- hcrra 4. maí 1979. cn á vaida- tíma liennar hefur atvinnulcysi aukist jafnt og þétt og hefur aldrci verið mcira cn í síðasta mánuði, 3.341.000 atvinnulaus- ir. Hvers kyns glæpum hefur fjölgað gífurlcga og tíðni hjóna- skilnaða aukist. Valdatími Thatchcrs sem forsætisráðherra er sex ár af tíu dásamlegustu árum ævi hennar. Þegar forsætisráóherrann stillti sér upp frammi fyrir Ijós- myndavélum bætti hún við: „Verða það tíu ár í viðbót? Það vil ég í það minnsta." Gengi pundsins hefur aldrei verið lægra en einmitt síðustu misser- in, fjármagn hefur streymt úr Jandi svo stjórnin neyddist til að hækka vexti verulegá. Sér- fræðingar OECD spá auknu atvinnuleysi til langs tíma og á Bretlandi stendur nú yfir lengsta verkfall í sögu landsins, þ.e. verkfall kolanámamanna sem hefur varað í 11 mánuði. Bretar virðast ckki sammála forsætisráðhcrranum um ágæti hennar og virðast fæstir vilja eiga mcð hcnni öpnnur „tíu dásamleg ár". I skoðanakönn- un, scnr birt var um hclgina kemur fram að vinsældir Thatc- her hafa ekki verið minni síðan fyrir Falklandseyjastríðið 1982. 51% aðspurðra töldu að Thatcher væri slitin úr tengslum viö almenning. Aöcins 34% töldu hana hæfa þjóðarleiðtoga, en það cr lægsta hlutfall síðan 1981. Aðeins 34% töldu liana „góðan valkost f kreppunni" en í kosningabaráttunni 1983 töldu 62% hana góðan kreppuval- kost. Samkvæmt könnuninni hcfur Vcrkamannatlokkurinn aukið við sig fylgi um 8% og hefur 37% fylgi eða jafn-mikið fylgi og fhaldsflokkurinn. Thatcher tapar máli: Embættismaður sýkn- aður af trúnaðarbroti l.ondon-Reuler ■ Clive Ponting, háttsettur embættismaður í breska varn- armálaráðuneytinu, var í gær sýknaður af því að hafa brotiö trúnaðarlög þegar hann afhenti stjórnarandstöðuþingmanni lcyniskjöl um það hvernig argentínska herskipinu Bel- grano var sökkt í Falklandseyja- stríðinu. Viö réttarhöldin skýrði Pont- ing frá því að ráðherrar í bresku stjórninni, þ.á m. Michael Hes- eltine varnarmálaráðherra, hefðu reynt að þagga niður ákveðin atriði varðandi tildrög þess að breskur kafbátur sökkti Belgrano í Falklandseyjastríð- inu í maí 1982. í skýrslu sem varnarmála- ráðuneytið tók saman um málið kemur m.a. í ljós að Belgrano liafði lagt af stað heim aftur til Argentínu 11 klukkustundum áður en ráðist var á það. Er það í andstöðu við fullyrðingar ■ Clive Ponting kerniir til réttarhaldanna í London. Mar- grét Thatcher hrósaði honmn einu sinni fyrir framniistöðu sína í varnarniálaráðuneytinu en þegar hann ákvað að fara eftir rödd samvisku sinnar og skýra þingmanni nokkrum frá tilraun stjórnarinnar til að þagga niður tildrög þess að argentínsku skipi var sökkt kom annað hljóð í strokkinn og Thatcher lét lögsækja hann fyrir trúnaðarbrot. símamvnd-poi.Foro bresku stjörnarinnar um að skipinu hafi verið sökkt vegna þess að það ógnaði öryggi Brcta. Ponting sagðist hafa álit- ið að þessum upplýsingum hefði ekki átt að halda leyndum og því hefði hann ákveðið að „leka" skjalinu til þingmanns Verkamannaflokksins, Tam Dalyell, sem heldur því fram að skipinu hafi verið sökkt til að koma í vcg fyrir að árangur yrði af friöarfrumkvæði Pcrúmanna á þessum tíma. Skýrslan er enn leynileg en það kom sér nijög illa fyrir stjórn Thatchers að hún skyldi komast í hendur stjórnarand- stæðinga. Þegar upp komst að Ponting hafði látið stjórnar- andstæðinga fá skýrsluna ákvað Thatcher að láta sækja hann til saka fyrir brot á trúnaðarlögum frá árinu 1911. En eftir tveggja vikna réttarhöld komst kvið- dómur að þeirri niðurstöðu að Ponting hcfði ekki brotið lög með því að láta þingmanninn fá skýrsluna. Sýknun Pontings hefur gefið stjórnarandstæðingum ný vopn í baráttunni gegn íhaldsstjórn- inni. Forystumaður stjórnar- andstæðinga, Neil Kinnock, sagði eftir dóminn að hinn raun- verulegi verjandi í málinu hefði verið ríkisstjórn Thatchers sem nú yrði að segja breskum al- menningi allan sannleikann um það hvernig Belgrano var sökkt. Bandarísk hernaðar- aðstoð við Sri Lanka Colombo-Keulcr: ■ Dagblað á Sri Lanka hefur skýrt frá því að bandarísk stjórnvöld hafi samþykkt að veita 160.000 dollurum til að þjálfa hermenn frá Sri Lanka í Bandaríkjunum á næsta fjárhagsári sent byrjar í október. Hernaðaraðstoð Bandaríkjamanna við Sri Lanka á þessu ári er um 150.000 dollara. Yfirvöld á Sri Lanka hafa neitað blaðafréttum um að þau séu að leita eftir aukinni hernaðaraðstoð frá Bandaríkjununt til að efla herinn í baráttunni við skæruliða tamila sent berjast fyrir sjálfstæði þeirra svæða á Sri Lanka þar sem tamilar eru fjölmennastir.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.