NT - 12.02.1985, Blaðsíða 11

NT - 12.02.1985, Blaðsíða 11
 IH' Þriðjudagur 12. febrúar 1985 11 LlL Ad utan ■ Sú skoðun verður æ al- gengari að fjölmiðlar í hinuni vestræna heimi séu orðnir svo voldugir að í raun stjórni þeir gangi mála en ekki kjörnir fulltrúar. Víst er um það að fjölmiðlavaldið er mikið og láta ritstjórar, blaðamenn og fréttaskýrendur mjög til sín taka í allri þjóðmálaumræðu og hafa vafalaust áhrif á skoðanamyndun almennings. En hvort hún er eins afger- andi og menn vilja vera láta er vafamál og víst er að það eru stjórnmálamenn sem taka all- ar meiriháttar ákvarðanir og að gjörðir þeirra eru undirrót umræðunnar, hvar svo sem hún ferfram. Hinn aldni blaðamaður James Keston fjallaði nýlega um þetta efni og telur að stjórnmálamenn hafi ekki síöur áhrif í gegnum fjölmiöl- ana en þeir sem við þá starfa. í eftirfarandi grein segir Reston álit sitt á þessu máli og er hún eins og sjá má niiöuð við bandaríska stjórnmála- menn og áhrif þeirra á kjós- endur heima fyrir. Reston skrifar: Þegar þú heyrir um nieið- yrðamál Westmoreland hers- höfðingja á hendur CBS sjón- varpsstöðinni og Sharons hershöfðingja á hcndur tíma- ritinu Time, er þcr næst að halda að um sé að ræða órás hins voiduga og tillitslausa fjölmiðlaiðnaðar í Banda- ríkjunum á opinbera starfsmenn. Ef þú trúir þess- ari vitleysu þá trúir þú öllu. Það neitar því enginn að fréttamenn og ritstjórar eru tíðum tillitslausir og óprúttnir í að brjóta friðhelgi einkalífs venjulegra borgara. En í hinni endalausu. óhjákvæmi- legu og nauðsynlegu baráttu milli opinberra starfsmanna og fréttamanna þá er greini- legt að valdajafnvægið er þeim fyrrnefndu í hag. Ég minnist þess ekki að ó sl. 50 árufn hafi opinberir starfsmenn fengið jafn mikið rúm í fréttum og í dag í Bandaríkjunum. Þeir á- kvarða bæði innihald og tíma- setningu opinberra upplýs- inga með kunnáttusamlegu mati á hvenær skal blása upp hagstæðar fréttir og hvenær draga sem mest úr óhagstæð- um fréttum. Ef Reagan forseta líkar ekki spurningar fréttamanna á blaðamannafundum þá svarar hann þeini einfaldlega ekki eins og hann iðkaði svo mjög á tímabilinu frá útnefn- ingu hans sem forsetafram- bjóðanda til þess er hann var kjörinn. Þegar Reagan hélt að fréttamenn gætu valdið honum vandræðum í sam- bandi við innrásina í Gren- ada, þá einfaldlega útilokaði hann þá. Útkoman er síðan sú, að flestir Bandaríkja- menn telja slíkt vera ágæt- ishugmynd. Franklin Roosvelt, meist- ari útvarpsstjórnmálanna, stóð nákvæmlega á sama hvað leiðarahöfunar og dálkaskrifarar héldu um hann ■ Meistari sjónvarpsstjórnmálanna, Ronald Reagan. Hann getur komið öllum sínum sjónarmiðum á framfæri hvenærsem hon- um hentar. og stefnumál hans svo lengi sem hann komst á forsíður dagblaðanna og gat haldið áfram „arinelds“-spjalli sínu til almennings á sunnudags- kvöldum. Hann var ekki kos- inn forseti fjórum sinnum af tilviljun. Ronald Reagan, meistari sjónvarpsstjórnmálanna, er eins og atvinnumaður saman- boriðvið Roosvelt. Hannget- ur dregið almenning að sjón- varpsskjánum til að hlýða á stefnumál sín og skoðanir á næstum hvaða tíma sem er og tryggustu aðstoðarmenn hans fylgja honunt fast á eftir í þeim efnum. Þessa dagana er næstum óhjákvæmilegt að kveikja á sjónvarpinu á morgnana án þess að þar sé einhver ráð- herrann eða starfsmaður Hvíta hússins að básúna út kosti aukinna varnarmálaút- gjalda eða draga úr hættum vegna mikilla skulda ríkis- sjóðs. Og þegar þessir menn birtast með boðskap sinn í fréttaskýringaþætti David Brinkleys, „Meet the Press“ og „Face the Nation“, þrem- ur mikilvægustu fréttaskýr- ingaþáttunum í bandarísku sjónvarpi, þá njóta þeir nieiri athygli en allir prédikar landsins til samans, sem er ekki lítið í hinni trúhneigðu Ameríku. Síðan erallt tuggið upp í morgunblöðunum á mánudegi. Það er auðvitað ómögulegt að álasa ríkisstjórn fyrir að hampa góðu verkunum og draga sem mest úr því sem verr hefur tekist til með. All- ar stofnanir gera slíkt hið sama, hvort sem um er að ræða dagbiöð, sjónvarps- stöðvar, biskupa. fréttamenn eða ritstjóra. Það sem athyglisvert er þessa dagana er ekki það að fjölmiðlar séu ógnun við vald, stefnu og áróður ríkisstjórn- arinnar heldur er það hversu lítil og áhrifalaus ógnun þeir ■ Meistari útvarpsstjórnmálanna, F.D.Roosvelt. Honum stóð nákvæmlega á sama um hvað blöðin skrifuðu um hann, en þjóðin hlustaði þegar forsetinn talaði í útvarp, og kaus hann fjórum sinnum. varp í Bandaríkjunum hafa aldrei verið opnari cn einmitt í dag. Þróun á sviöi ljósritun- ar, offsetprentunar, almenn- ings- og kapalsjónvarpskerfa hefur lcitt af sér, þrátt fyrir misheppnaða síðdegisblaða- útgáfu í mörgum stórborgum, að viö búum nú við mestu frjálsræðisbyltingu í fjölmiðl- un, sem átt hefur sér stað síð- an prentverk kom til sögunn- ar. Stóra spurningin er, hvort sé meiri ógnun við öryggi fólksins, vald fjölmiðla eða vald ríkisstjórnar. Skoöun höfundar er sú, að Bandaríkin þurfi á hvoru tveggja aö halda því ljóst er að í dag cr uppi grundvallar- ágreiningur um hvað „ör- yggi" landsins merki í raun og veru. Sumir telja það þurfa öflugri vopnabúnað en aðrir telja það þurfa minni ríkis- skuldir. Þetta eru grundvall- armálefni, sem þarfnast um- ræðu bæði í öflugum fjölmiðl- um og innan öllugrar ríkis- stjórnar. Reagan forseta fórust svo orö á fundi með aðstoðar- mönnum sínum: „Ég var að hugsa um það, að á fyrsta stjórnartímabili okkar mótuðum við söguna - og á öðru stjórnartímabilinu get- um við þá breytt gangi sög- unnar fyrir ókomna tíð..."Frá og með þessari stundu er bara að „kýla á það“. Ókomin tíð er langur tími og skoðanir lbr- setanna hafa verið birtar op- inberlega. Og ef við ætlum að „hafa fjör“, þá ættum við hafa það öll í sameiningu í stað þess að treysta á orð Reagans livað það varðar. Er ofanritað þá bara rök- ræða til framdráttar fjölmiðl- urn? Svo sannarlega er það ætlunin, en því er jafnframt ætlað að vera það santa fyrir almenning, sem er ekki svo mjög hrifinn af fjölmiðlunum, en mundi trúlega ekki vera ánægðari með lífið án þeirra. eru. Meginmótsögnin í þessu er sú að dagblöðin og sjón- varpsstöðvarnar eru fordæmd fyrir varkárni sína af ríkis- stjórn sem fordæmir kúgun- arvald ríkisins og leggur áherslu á einstaklingsfrelsið og stofnanir óháðar ríkisvald- inu. nema þegar þetta frelsi er 1 notað til gagnrýna vald og stefnu núverandi ríkisstjórn- : ar. Það er þó Ijóst, að þrátt fyr- ir öll mistök fjölmiðla þá er opinberum starfsmönnum j alls ekki meinað að konia , skoðunum sínum á frani- | færi í þessuin miðlum. Fyrir u.þ.b. tveimur áratugum á- kváðu virtustu dagblöð Bandaríkjanna að flækjur utanríkis- og landsmála væru ' of mikilvæg málefni til að láta eingöngu fréttaskýrendum blaðanna þau eftir. Því konm þau á fót sérstökum lesenda- síðum þar sent opinberir starfsmenn eða almenningur gæti komið málefnalegri gagnrýni á umfjöilun dag- blaðanna á framfæri. Dagblöð, útvarp og sjón- Hverjir hafa völdin? - stjórnmálamenn eða fjölmiðlar

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.