NT - 01.03.1985, Blaðsíða 5

NT - 01.03.1985, Blaðsíða 5
Föstudagur 1. mars 1985 5 Blðð II Strumpamir eru komnir á markað með íslensku tali Rascals & Robbers Leikstjóri: Dick Lowry Aðalleikarar: Patrick Cre- adon, Anthony Michael Hall, Anthony James og Allyn Ann McLerie ■ Hér er á ferðinni barna- mynd sem fjallar um unga stráka, Tom Sawyer og Huck Finn sem báðir eru eirðarlausir eins og krakkar eru á þeirra aldri. I stað þess að mæta í kirkju er verið að slæpast og leita eftir ævintýrum. Þeir lenda líka fljótt í ævintýri er Tom eltir skuggalegan náunga að nafni Scree. Tom ríær í Huck og saman fylgja þeir Scree leynt eftir og nú er farið að kvölda; leiðin liggur upp í kirkjugarð. Scree á stefnumót við annan þorpara og fyrir tilviljun heyra þeir Tom og Huck þegar þessir tveir skúrk- ar eru að leggja á ráðin um að svindla á íbúunt bæjarins; nappa frá þeint 15.000$. Þeir strákar hafa of hátt og Scree heyrir í þeim og reynir að elta þá uppi. Strákarnir rétt ná því að komast undan á fleka sem ber þá niður með ánni, en verða viðskila er flekinn gliðn- ar í sundur. Scree tekst að finna Tom og tekur hann til fanga en Huck tekst fyrir til- viljun að bjarga honum og þeir reyna að flýja í burtu en Scree sér við þeim og nær þeim báðum. Aftur tekst þeim að sleppa og nú verður á leið þeirra sirkus og þeir slást í hópinn. Einnig slæst svertingi er verður á vegi þeirra með í hópinn. Spurningin er bara sú hvort vondi karlinn Scree nái að stöðva þá áður en þeir koma upp um svindlið. Sem barnamynd held ég að þetta hljóti að flokkast undir ágætis efni, ekkert ofbeldi, fyndin á köflum og spennandi. J.Þór ★★ ■ Nú er kominn á mynd- bandamarkaðinn teikni- myndaþáttur með Strumpun- um þar sem þeir lenda í hinunt ýmsu ævintýrum. Það sem telj- ast verður til stórtíðinda er að inn á þessa spólu talar enginn annar en Laddi (Þórhallur) og það er hægt að telja þær spólur á fingrum annarrar handar sem komið hafa á markaðinn með íslensku tali. Ladda tekst væg- ast sagt alveg frábærlega upp eins og hans er nú reyndar von og vísa. Ef ég vissi ekki að hann væri sá eini sem talaði inn á hefði ég haldið að leikararnir væru miklu fleiri, svo ólíkar eru raddirnar. Strumparnir, hverjir eru nú það? Jú, hér eru á ferðinni bláar skringilegar verur sem eiga heima í Strumpalandi, þorpið þeirra heitir auðvitað Strumpaþorp þar sem yfir- strumpurinn er æðsti maðurinn hjá Strumpunum. En þó Strumparnir séu kátir og hress- Mest sóttu kvikmyndir frá upphafi Ar Nafn nyndarínnar 1982 EJ.TheExtra-Terrestrial 1977 StarWars 1983 Return of the Jedi 1980 The Empire Strikes Back 1975 Jaws 1984 Ghostbusters 1981 Raiders of the Lost Ark 198* Indiana Jones and ...Doom 1971 Grease 1982 Tootsie 1973 TheExorcist 1972 The Godfather 1978 Superman 1980 Ctose Encounters 1965 THES0UND0FMUSIC 1984 Gremlins 1973 TheStmg ir þá gildir það ekki urn alla í þessu ævintýri. í nágrenni við Strumpana býr vondur galdra- karl sem heitir Kjartan. Hann á kött sem heitir Brandur og saman berjast þeir með kjafti og klónt gegn Strumpunum. Af hverju? Vegna [ress að Kjartani er meinilla við það að sjá hamingjusama og glaðværa Strumpa. A þessari spólu sjá- um við tvö ævintýri þar sem Strumparnir berjast gegn véla- brögðum Kjartans og oft má ekki á milli sjá hvor hefur betur. En eins og í öllum góðum ævintýrum sigrar hið góða í baráttunni við hið illa. Þar sem ég hafði aldrei lesið Strumpabók þá ákvað ég að bjóða tveim strákum úr hverf- inu, þar sem ég bý, til þess að horfa með mér á Strumpaspól- una. Annar þeirra er 5 ára en hinn er 7 ára. Nú á meðan á sýningunni stóð heyrðist ekki „múkk“ í þeim og eftir að spólan var búin spurði ég þá hvort þeir hefðu haft gaman af spólunni. Niðurstaða þeirra var sú að þeim hefði fundist þetta mjög skemmtilegt. Dreifingaraðil- inn Steinar hf., á hrós skilið fyrir þetta framtak sem teljast verður nýjung hér á landi. Sumir ganga svo langt að segja að hér sé á ferðinni besta barnaefni sem komið hefur út hérlendis. Ekki treysti ég mér til að dæma um það enda horfi ég ekki á barnaefni að staðaldri né veit hvað er á boðstólum hérlendis. Ég vil að lokum geta þess að nú er að finna mikið efni á markaðnum sem höfðar til barna og flest af því ermjöggott. Leigurogrétthaf- ar eiga skilið hrós fyrir það að hafa tekið sig saman í andlitinu og bætt úr því ástandi sem var fyrir u.þ.b. 1 ári. Nú er bara að vona að fleiri rétthafar fari að láta tala (leika) inn á barnaefni 'í framtíðinni. J.Þór MHtj.dalír 209.9 193.5 165.5 141.6 129.9 127,0 115.5 109,0 96,3 95.1 89,0 86.2 82,8 82.7 79.7 78.5 78,1 16. Greystoke...Lord of the Apes 23,0 17. Tightrope 22,5 18.2010 20,0 19. Yentl 19,6 20. Revenge of the Nerds 19,5 21. Bachelor Party 19,1 22. CityHeat 19,0 23. Silkwood 17,8 24. RedDawn 17,0 25. The Terminator 17,0 Það hefði áður fyrr talist til tíðinda að búið væri að sýna yfir helming þessara mynda hérlendis. Bíóhúsin eiga hrós skilið fyrir það að þau eru farin að standa sig miklu betur í því að kaupa inn nýjar myndir, að öðrum bíóum ólöstuðum ber þó helst að nefna hann Arna í Bíóhöllinni en hann virðist vera langt á undan öllum bíóunum í því að frumsýna myndir. Hjá honum er oft heimssýning, þ.e.a.s myndin er sýnd á sama tíma í Bandaríkjun- um, Bretlandi og litla Islandi meðan hin bíóin státa sig af því að vera fyrstir í Evróu með myndina (Evrópusýning), sem einnig verður að teljast góður árangur. Ég held innst inni að bíóin geti gert betur hér á íslandi, þvíeigendur þeirra flestra eru m iklir atorkumenn og metnaðargjarnir. Það skal tekið fram að listinn er tekinn úr blaðinu Variety. J. Þór. Hf's Tbolsle., .Sht-'s Dastin Hoffman DesbíérattÉ tooK ftTnaie and became .. (SLENSKUR TEXTi » oníy becmiKUell the woman hekfves, Breski vinsældalistinn 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 1 2 6 4 9 8 5 10 11 3 13 7 !■) [20 12 23 [21 19 15 14 Police Academy Trading Places Cannonball Run II EvilthatMando Scarface Educating Rita Sudden Impact Terms of Endearment Against all Odds Supergirl An Off icer and a Gentleman The Empire Strikes Back Firestarter Greystoke Legend of Tarzan Tootsie 48 hours Yentl Uncommon Valour Champions Blame it on Rio 1939 GONEVITHTHEWIND 76,7 1977 Saturday Night Fever 74,1 1978 National... Animal House 70,7 1982 Rockylll 65,8 1981 Superman II 65,1 1981 OnGoldenPond 63,9 1979 Kramer Vs. Kramer 59,9 1977 Smokey and the Bandit 59,8 1980 NmetoFive 59,7 1975 One Flew... Cuckoo’s Nest 59,2 1980 StirCrazy 58,3 1984 Beveriy HiHs Cop 58,0 1979 StarTrek 56,0 1976 Rocky 55,9 1973 Amerícan Graffiti 55,6 1982 An Officer and a Gentleman 55,2 1982 Poríty’s 54,0 1978 Jawsll 52,4 1975 The Towering Infemo 52,0 1978 Every which Way but Loose 51,9 1983 Terms of Enderment 50,2 1970 LoveStoiy 50,5 Vinsælasta myndin er myndin geimálfinn ET, eftir Steven Spielberg. Framreikni maður hinsvegar upphæðirnir, kemur í ljós að myndin „Gone with the Wind" er langvinsælasta myndin sem framleidd hefur verið. J. Þór

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.