NT - 01.03.1985, Blaðsíða 13

NT - 01.03.1985, Blaðsíða 13
smá stund og svaraði spurning- unni. „Ég verð aldrei uppi- skroppa með efni fyrir ung- linga. Ég er með nokkra fasta liði í hverjum þætti, eins og t.d. bréfalestur. Ég fæ um 400 bréf á viku, að vísu eru flest þeirra svör við getrauninni. Síðan er alltaf tónlistarkynning á þekktum tónlistarmanni eða hljómsveit, og þá kynningu sjá unglingarnir um. Síðan er við- tal við einhvern sem er í sviðs- ljósinu, eða einhvern sem er ekki í sviðsljósinu, eftir því sem við á. Annars reyni ég alltaf að fylgjast sem best með öllu sem viðkemur ungling- um.“ (Hann er líka ritstjóri barnablaðsins Æskunnar og semur unglingabækur.) Við blaðamenn unglingasíðunnar litum hikandi hvor á annan og út úr augum okkar mátti lesa vantrú. Hvar fann maðurinn tíma til að gera þetta allt? „Ég á erfitt með að vera aðgerðar- laus," sagði Eðvarð, svona eins og til að svara spurningu okkar. „Hvernig er þetta með þul- ina hjá þér, af hverju eru þeir alltaf kvenkyns?" „Þegar ég hef auglýst eftir þulum í þáttinn hefur mér borist stafli af umsóknum og þar hafa stúlkur verið í yfir- gnæfandi méirihluta, svona um 90%. Svo kemurþaðlíka betur út í unglingaþætti, að hafa þulina af báðum kynjum Reyndar er ég nú að bíða eftir viðurkenningu frá jafnréttis- ráði,“ bætti hann við og brosti. „Ég funda alltaf með þulunum til að kanna hvað unglingar vilja heyra, því að ég vil að þeir ráði efni þáttarins, því þetta er jú þeirra þáttur." „Til hvaða aldurshóps held- ur þú að Frístundin nái til?“ Föstudagur 1. mars 1985 13 Blsð II Wham! í Traffic Friðarvika í félagsmiðstöðvum „Frístundin miðar efni sitt við hlustendur á aldrinum 11- 18 ára, en ég reyni samt að höfða til stærri hóps, því þann- ig koma unglingarnir sjónar- miðum sínum best til skila." „Hefur umsjónarmaður Frístundar einhverjar frístund- ir?" „Já, já, en þær nota ég flestar til að skrifa bækur. 1 síðasta sumarleyfinu mínu samdi ég til dæmis bókina „Fimmtán ára á föstu". í æsku átti ég mér draum um að verða þrennt; útvarpsmaður, blaða- maður og rithöfundur. Þetta hefur allt ræst." Við blaðamenn sáum það að við vorum greinilega að taka tíma frá Eðvarði, svo að við ákváðum að fara að láta okkur hverfa. Við stóðumst samt ekki mátið og spurðum hvort að unglingabækur hans væru byggðar á reynslu hans sjálfs. „Þessi spurning er mjög vinsæl. Það halda allir að persónurnar í bókum mínum, séu endilega einhverjir sem ég þekki, það er alger misskilningur. Ég sæki persónurnar út í þjóðfélagið og í drauma mína. Prófið að lesa bækur mínar og athugið hvort að þið kannist við sjálfa ykkur þar. Ef þið finnið ekki neitt sameiginlegt með aðal- persónunum, þá hefur mér mistekist." Við ákváðum að láta staðar numið þarna, þó að við hefðum getað verið þarna í nokkra daga, bara að tala um unglinga og vandamál þeirra. Við kvöddum Eðvarð með virktum og þökkuðum kærlega fyrir okkur og fórum heim á leið reynslunni ríkari. Við hlökkuðum til að heyra næsta Frístundarþátt, kannski heyrð- um við eitthvað sem færi úr- skeiðis... ■ Laugardaginn 23. febrúar og sunnudaginn 24. febrúar var haldin stórkskemmtileg Wham-hátíð í skemmtistað unglinganna; Traffic. Báða dagana var fjölmenni mikið og boðið upp á ýmislegt til skemmtunar, svo sem tísku- sýningu, danssýningu, video sýningu og svo var Wham-sag- an rakin í stuttu máli. Enn- fremur var boðið upp á sér- stakan Wham-drykk. merki og ýmislegt fleira sem þarf til að gera svona hátíð almennilega. Kosin voru bestu Wham- lögin og reyndust það vera lögin „Everything she wants" á laugardaginn og „Wham- rap" á sunnudaginn. Stuðið ■ I dag byrjar friðarvika í félagsmiðstöðvunum í Reykja- vík og nágrenni. Undanfarnar vikur hafa krakkar úr öllum félagsmiðstöðvunum unnið í sameiningu að undirbúningi vikunnar. Ballið byrjar í dag kl. 18.00 með skemmtiatriðum á Lækjartorgi, svo við skulum rétt vona að veðrið verði gott. Eftir þá uppákomu verður rölt með friðarljós sem leið liggur í Tónabæ, en þar verður þrusu- ball fram á rauðanótt, nánar tiltekið til kl. 02.00. Á ballinu reyndist vera alveg meiriháttar og allir staðráðnir í að skemmta sér. Þetta er í annað sinn sem Traffic heldur svona hljómsveitarhátíð, hin fyrri var Duran Duran hátíð, og er vonandi að fram verði haldið á sömu braut, enda mikil þörf á. Lítill fugl hvíslaði því að okkur hér á unglingasíðunni að vænt- anlegar væru hátíðir tileinkað- ar hljómsveitum svo sem U2, Kiss, Chic, Cyndi Lauper (hún er ekki hljómsveit), Oueen, Earth.Wimí and Fire, Michael Jackson og fleirum. Við von- um það besta og ef þær væntan- legu verða eitthvað í líkingu við hinar fyrri þá lifi Traffic, með von um lóð í Öskjuhlíð. spila hvorki meira né minna en þrjár súperhljómsveitir: Centaur, Woodoo og No Time. Fyrir pjattaða liðið verður tískusýning frá Model- samtökunum en fyrir þá óró- legu sýnir Kung Fu flokkurinn listir sínar. Ekki nóg með það heldur fær fertugasti hver gest- ur hamborgara með öllu nema hráum. Semsagt, alveg meiri- háttar. Alla næstu viku verður svo bæði starfað í vinnuhópum og fluttar skemmtidagskrár. A mánudeginum verður sameig- inleg skemmtun í Fellahelli, í Tónabæ á þriðjudagskvöld, á miðvikudagskvöldinu verður fjörið í Árseli, Bústaðir sjá um fimmtudagskvöldið, en föstu- dagskvöldið verður allt á fullu í Fellahelli. Vintian í vikunni miðast við yfirskriftina „Andlegt og lík- amlegt ofbeldi". Um það fjalla umræðuhópar sem m.a. skoða videómyndir og skila af sér skriflegum niðurstöðum. Einnig verður veggmyndasam- keppni í gangi. Nú, verðandi blaðamenn í Fellahelli og Bú- stöðum gefa út blöð í tilefni vikunnar, auk þess sem út- varpsklúbbur úr Tónabæ vinn- ur útvarpsdagskrá um efnið. 1 Þróttheimum verður „einelti" tekið sérstaklega fyrir. Það er Ijóst að allt verður á fullu í félagsmiðstöðvunum á næstunni og ekki úr vegi að líta inn og taka þátt í starfinu og baráttunni fyrir friði. Því ekki að gera allar vikur í félagsmið- stöðvunum að friðarvikum?

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.