NT - 07.03.1985, Blaðsíða 2

NT - 07.03.1985, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 7. mars 1985 Samstarfsáætlun samþykkt - tímamót í norrænni samvinnu? ■ „Nú er það verkefni hvers ríkis fyrir sig að vinna eftir þessari áætlun, standa við þau fyrirheit sem hér hafa verið gefin,“ sagði Páll Pétursson forseti Norðurlandaráðs við blaðamann NT eftir að Norður- landaráðsþingið hafði samþykkt áætlunina um efnahagsþróun og fulla atvinnu í gær. Aðeins tvö mótatkvæði komu fram. Þetta er af ýmsum talið eitt veiga- mesta mál sem Norðurlanda- ráðsþing hefur nokkurn tíma fjallað um og haft hefur verið á orði að samþykkt þess marki tímamót í norrænni samvinnu. „Þetta varðar reyndar ekki okkur mikið, áætluninni er fyrst og fremst beint gegn atvinnu- leysisbölinu, sem hrjáir ná- granna okkar en við höfum blessunarlega verið lausir við fram að þessu,“ sagði Páll. Hann sagði þó að það skipti íslendinga auvitað máli að inni- haldið í áætluninni væri m.a. það að Norðurlöndin aðhefðust ekkert það í sinni pólitík, sem Hver átti frumkvæði að stofn un Gyllenhammar hópsins? \a«4a‘ kæmi grönnum þeirra illa. „Ég vakti athygli á þessu í setningar- ræðu minni á þinginu,.og beindi því m.a. til Norðmanna vegna ríkisstyrkja þeirra til sjávarút- vegsins. Við höfum ekki tekið góðar og gildar röksemdir Norðmannanna þess efnis að ríkisstyrkirnir hefðu engin áhrif á samkeppnishæfni Norðmanna á fiskmörkuðum," sagði Páll. Hann bætti því við að hann teldi engu að síður að það væri hægt að ræða þetta mál i bróðerni, það væri ekki rétta leiðin að vera með ögranir á götuhornum og vísaði þar til útifundar Jóns Baldvins. Páll and- mælirÁrna Johnsen ■ „Ég harma það aðþessi fyrirspurn skuli koma fram og sé mig tilknúinn til að andmæla þeim sjón- armiðum sem á bak við hana eru,“ sagði Páll Pét- ursson forseti Norður- landaráðs í samtali við blaðamann NT í gær. Til- efnið er fyrirspurn Árna Johnsen um það hvort ekki megi ná einingu um að íslenskar bækur sem tilnefndar eru til bók- menntaverðlauna Norður- landaráðs verði lagðar fram á íslensku eða hugs- anlega ensku, þýsku og frönsku. ta ■ Fyrirspurn Guðrúnar Helgadóttur til norrænu ráðherranefndarinnar um hver hafi átt frumkvæðið að stofnun Gyllenhammar- hópsins komst ekki á dagskrá á þingi Norður- landaráðs í gær en verður að öllum líkindum tekin fyrir í dag. Gyllenhammar-hópurinn samanstendur af áhrifamönnum í norrænu atvinnulífi og hefur átt frumkvæði að ýmsum verk- efnum í efnahagssamstarfi Norðurlandanna en einn í hópn- um er Erlendur Einarsson for- stjóri SlS. Á.fundi ráðsins í Stokkhólmi 1984 var það upplýst að þessi hópur starfaði í tengslum við ráðherranefndina en starfsemi hans yrði ekki fjármögnuð af sjóðum sem væru á vegum Norðurlandaráðs. Það hefur hins vegar komið fram að hóp- urinn hefur fengið 750 þúsund norskar krónur til starfsemi sinnar frá Norræna fjárfesting- arbankanum og honum standi til boða önnur eins upphæð ef á þurfi að halda til einstakra mála. Telur Guðrún að hún hafi fengið röng svör við spurningum sínum á þinginu í Stokkhólmi en þá spurði hún hvernig starf- semi þessa hóps yrði fjármögn- uð. Því tekur hún málið upp á ný og vill fá að vita hverjir stóðu að stofnun þessa hóps, hvaða verkefnum hann hefði átt að sinna og hvaða rök lægju fyrir því að Norræni fjárfestingar- bankinn úthlutaði peningum til starfsemi hópsins. Norðvestursjóðurinn ■ í kvöld verður ópera Wagners, Hollendingurinn fljúgandi flutt í konsertformi í Háskólabíói. Flytjendur verða Sinfóníuhljómsveit fslands, ásamt Söngsveitinni Fílharmóníu og Karlakór Reykjavíkur, en einsöngvararnir, nema Sigurður Björnsson, koma frá Ham- borgaróperunni. Þaðan kemur einnig stjórnandi flutningsins, Klauspeter Seibel. Þetta er í fyrsta sinn sem ópera eftir Wagner er flutt hér á landi og einn veigamesti óperuflutningur, sem farið hefur fram hérlendis. Tónleikarnir verða endurteknir á laugardaginn. Myndin er tekin á æfingu í gær. NT-mynd Svernr. ■ Noröurlandaráðsþingið samþykki í gær einróma að stofna hinn svokaliaða „Vest-norden fond,“ sjóð sem hefur það verkefni að lána til þróunarverkefna á Færeyjum, íslandi og Grænlandi. Gert er ráð fyr- ir að sjóðurinn geti fyrst lánað út snemma árs 1986. Stofnfé hans verður 13,5 milljónir Bandaríkjadala. Kvennafrídagur Moskóvítanna ■ Íslenskarkonureruásíð- ustu árum teknar upp á því að gera sér baráttudagamun þann 8. mars sem mun vera alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Dropateljari hafði hins vegar í fáfræði sinni aldrei heyrt minnst á þennan 8. mars sem kvennadag fyrr en á ferð sinni um Sovétríkin fyrir nokkru, og fékk þar lýsingu á því hvernig daga- mun hinnar dæmigerðu Moskvukonu væri háttað í höfuðdráttum þennan bar- áttudag. Hefð er fyrir því að Mosk- óvítar skuli vera höfðinglegir við kvenþjóðina þann 8. mars. Rússar hafa yndi af að lýsa svolítið upp gráan hvers- dagsleikann með blómum og þykir sá Moskóvíti argasti nirfill sem ekki færir sinni heittelskuðu, ellegar móður eða systur, að minnsta kosti eina rós þann 8. mars. Rósir eru hins vegar ekki á hverju strái í Moskvu á þess- um árstíma eins og gefur að skilja. Þar sem annarsstaðar kemur hins vegar hið kapítal- íska einkaframtak til bjargar. Samyrkjubúasovét- ar á hinum suðlægari breidd- argráðum þessa stóra ríkis sjá sér leik á borði í rósarækt- inni, sem þeir stunda undir stofuglugganum sínum. Fyrir 8. mars streyma þeir síðan flugleiðis til stórborganna í norðri hver með sitt rósa/ blómabúnt í fanginu. Þegar þangað kemur mun algengt að Moskóvítinn verði að punga út daglaunum til Georgíubóndans fyrir hvert blóm. Konu sem þegið hefur blóm að andvirði heilla dag- iauna ber á hinn bóginn skylda til að gera vel við gefandann, m.a. í mat og drykk. Veisluföng eru hins vegar ekki á hverju strái í Moskvu og síst þegar allir ætla að nálgast þau samtímis. Það getur því tekið drjúg hlaup (því ekki er einkabíln- um fyrir að fara), miklar stöður og langa bið að verða sér úti um hnossgætið fyrir herra heimilisins, og gesti þá sem hann gjarnan býður með sér í glaðninginn. Hjálpartæki eru líka held- ur sjaldséð á sovéskum heim- ilum og jafnvel margar fjöl- skyldur um sömu eldhúskitr- una. Undirbúningur veisl- unnar getur því tekið tímana tvo og ennfremur frágangur að henni lokinni. Niðurstað- an vill því æði oft verða sú, að milljónir Moskvukvenna sofna sjaldan þreyttari en einmitt á sínum sérstaka kvennafrídegi. Fyrir íslensk- ar konur er vonandi að 8. mars verði ekki hér upp tek- inn að beinni sovéskri fyrir- mynd. Og hvaða hús. Jú ætli blöð- in leiti ekki á náðir flokk- anna þegar þau vantar al- mennilegan sal fyrir nætur- langt djamm. Hér á NT vissu menn hreint ekki hvar skyldi bera niður þar til einhverjum var hugsað til sérdeilis skemmti- legra húsakynna sem komm- ar lúra á í Alþýðubandalags- húsinu við Hverfisgötu. Og hjá allaböllum var húsið til reiðu þannig að þar verður sest niður. En starfsfólk á málgagni sósíalisma og verkalýðs hugðist líka klæðast í kjól og hvítt þetta kvöld og djamma einhversstaðar nærri mið- bænum. Samt ekki á Hverfis- götunni. Nema hvað, augun bar þá niður á Rauðarár- stígnum þar sem í veglegu hóteli má finna hinn dæileg- asta sal. Og hver skyldi svo eiga hann. Nú auðvitað Framsókn. Það verður því dunandi dans í herbúðum beggja um helgina* þó einhverjum kunni að þykja staðan hálf torkennileg. Eða eigum við von á að heyra Internationalinn sung- inn út á Rauðarárstíg... og kannski tekið undir á Hverf- isgötunni. Víxlaðist eitthvað.. ■ Það er tilhlökkun hérna í blað-Síðumúlanum þessa dagana. Beggja vegna göt- unnar, á Þjóðvilja og NT hyggjast menn efna til veg- legra árshátíða og í engu sparað. Kokteilar og full hús gómsætra krása. Að sögn Ólafs G. Einarsson- ar, sem hafði framsögu um mál- ið í gær af hálfu efnahagsmála- nefndarinnar kemur sjóðurinn til með að lána út fé á mun betri kjörum en almennt gerist á lánamörkuðum og til mjög al- mennra verkefna. Ástkæra, ylhýra... Haltu þér bara Kjartan minn, ég skal sjá um hitt aleinn. ■ Dagblöðin eru sífelldur skotspónn málvöndunar- manna, og er sérstakur þátt- ur í útvarpinu þar sem eink- um er fjallað um slæmt mál- far blaðamanna. Sjaldnar er amast við við- mælendum veslings blaða- mannanna, eða því illskiljan- lega stofnanamáli sem þær skýrslur eru iðulega samdar á og fréttahaukarnir verða að burðast við að þýða á skiljanlega íslensku. í DV í gær kom fram nýyrði, sem kannski þykir góð latína í þeirri stofnun sem um var fjallað, en hefur verið fáséð í dagblöðum til þessa. Blaða- maður var að ræða við for- mann kjörnefndar um próf- kjör vegna rektorskosninga í HÍ. Mistök urðu á fram- kvæmdinni og kvað formað- urinn ástæðurnar skrifstofu- haldslegar. Með góðum vilja er hægt að geta sér til um hvernig á mistökunum stóð, en hvor- um á að þakka þetta hugvit- samlega nýyrði, blaða- manninum eða formannin- um?

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.