NT - 07.03.1985, Blaðsíða 19

NT - 07.03.1985, Blaðsíða 19
flokksstarf ■[ tilboð - útboð Almennir stjórnmálafundir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráöherra og Jón Kristjáns- son alþingismaður halda almenna stjórnmálafundi á eftirtöld- um stöðum: Fáskrúðsfirði fimmtudaginn 7. mars kl. 20.30. Breiðdalsvík í kaffistofu Hraðfrystihússins föstudaginn 8. mars kl. 20.30. Djúpavogi í barnaskólanum laugardaginn 9. mars kl. 14.00. Allir velkomnir. Framsóknarfélögin. Borgarnes - nærsveitir Síðasta kvöldið i 3 kvölda spilakeppninni verður föstudaginn 8. mars n.k. kl. 20.30 í Hótel Borgarnesi. Framsóknarfélag Borgarness Hafnarfjörður framsóknarvist Spilað verður í félagsheimilisálmu íþóttahússins við Strand- götu, þann 8. mars og 22. mars og hefst kl. 20.00. Spilaðar verða 36 umferðir. Veitt verða 4 verðlaun hvort kvöld. Framsóknarfélögin. Akurnesingar Almennur fundur verður um fjáhagsáætlun Akraneskaup- staðar í Framsóknarhúsinu mánudaginn 11. mars kl. 21.00. Bæjarfulltrúarnir Jón Sveinsson, Ingibjörg Pálmadóttir og Steinunn Sigurðardóttir mæta á fundinn. Fulltrúaráð. Akranes - framsóknarvist F.U.F. Akranesi heldur framsóknarvist að Sunnubraut 21, Akranesi sunnudaginn 10. mars n.k. kl. 16.00. Góð verðlaun. Allir velkomnir. Stjórn F.U.F. Akranesi. Gegn launastefnu ríkisstjórnarinnar. Fundur á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars í félagsstofnun Stúdenta kl. 20.30, húsið opnað kl.20.00. Ávörp: Anni Hauggen, félagsráðgjafi. Bjarnfríður Leösdóttir, kennari BSRB. Margrét Pála Ólafsdóttir, fóstra Vilborg Þorsteinsdóttir, varaformaður Snótar Vestmannaeyjum. Guðrún Friðgeirsdóttir, kennari H.Í.K. Gladis Baez frá Nicaragua. Ljóð: Ingibjörg Haraldsdóttir Berglind Gunnarsdóttir. Sonja B. Jónsdóttir. Tónlist: Sif Ragnhildardóttir, söngur Abdouhl, ásláttur. Guðmundur Hallvarðsson, gítar. Tómas R. Einarsson, bassi. Fjóla Ólafsdóttir, söngur. Þóra Stefánsdóttir, píanó. Margrét Pálmadóttir, söngur. Bára Magnúsdóttir, söngur. Kynnir: Bríet Héðinsdóttir. Frá kl. 23.00 verður dansað við plötusnúning Andreu Jónsdóttur og Dóru í Gramminu. Tökum málin í eigin hendur - öðrum er ekki treystandi Samtök kvenna á vinnumarkaði Kvennaframboðið í Reykjavík Kvennafylking Alþýðubandalagsins Kvennalistinn. Útboð innrétting Hafnarfjarðarbær leitar filboða í innréttingu 3. áfanga Öldu- túnsskóla. Áfanginn er 3 hús byggð úr steinsteypueiningum tengd saman með tengigangi, samtals um 1600 m2. Húsinu á að skila fullbúnu í þremur verkþáttum þeim síðasta í ársbyrjun 1987. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu bæjar- verkfræðings Strandgötu 6 gegn 10.000 króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 21. mars kl. 11.00. Bæjarverkfræðingur. Laust embætti er forseti íslands veitir Embætti ráðuneytisstjóra Sjávarútvegs- ráðuneytisins er laust til umsóknar og veitist frá 1. maí 1985. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upp- lýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Sjávarútvegsráðuneytinu fyrir 5. apríl 1985. Sjávarútvegsráðuneytið, 5. mars 1985. eru Ijósin í lagi? yUMFERÐAR RÁÐ t Útför móður okkar, ömmu og langömmu Guðrúnar H. Sæmundsdóttur Reykjavíkurveg 29 Skerjafiröi sem andaðist í Hafnarbúðum 1. mars fer fram frá Foss. vogskirkju föstudaginn 8. mars kl. 10.30. Fyrir hönd vandamanna Högni Jónsson. Móðir mín og tengdamóðir, Kristín E. Einarsdóttir, frá Norðfiröi, síðast að Norðurbrún 1, Reykjavík, lést í Hátúni 10 B að kvöldi 5. mars. Lilja Sveinsdóttir, Hjörtur Einarsson. Fimmtudagur 7. mars 1985 19 Útlönd 1 r Forsætisráðherra handtekinn fyrir eiturlyfjasmygl Miami-Reuter ■ Norman Saunders, forsætis- ráðherra lítils eyjaklasa í Kara- bíska hafinu, var handtekinn fyrr í þessari viku í Miami í Bandaríkjunum fyrir að srriygla eiturlyfjum inn í Bandaríkin. Saunders er forsætisráðherra Tyrkja- og Caicos-eyjanna, sem eru fyrir suðaustan Bahamaeyj- ar. íbúar á þessum eyjum eru um 7.500. Þær eru hluti af Breska samveldiriu. Saunders er jafnframt formaður þjóðlega alþýðuflokksins, sem er frekar hægrisinnaður. Hann varð for- sætisráðherra árið 1980. Vestur-Þýskaland: Kuldakastið bitnaði á iðnaðarframleiðslu Bonn-Keuter ■ lðnaðarframleiðsla í Vest- ir-Þýskalandi dróst saman í janú- ar vegna mikilla kulda. Samkvæmt upplýsingum, sem efnahagsráðuneyti Vestur- Þýskalands hefur birt, dróst iðn- aðarframleiðslan saman um tvö prósent frá því í desember. Samdrátturinn varð einna mest- ur í byggingariðnaði, eða 27% enda varð að stöðva byggingar- framkvæmdir á mörgum stöðum vegna kulda. lðnaðarframleiðslan í janúar var samt 0,9 prósent meiri en í janúar fyrir einu ári. Baskar mótmæla skot- árásum í Frakklandi Bayonne, Frakklandi-Keuter ■ Um 200 þjóðernissinnaðir Baskar héldu þögul mótmæli í borginni Bayonne í S-Frakk- landi á þriðjudaginn. Þeir mót- mæltu skotárás á tvo Baska á mánudagskvöldið var. Mennirnir tveir særðust alvar- lega þegar grímuklæddir menn skutu á þá með sjálfvirkum rifflum þar sem Baskarnir voru staddir á bar í einu af gömlu hverfunum. Samtökin gegn hryðjuverka- mönnum (GAL) hafa lýst ábyrgð á mörgum árásum á Baska sem eru á flótta í Frakk- landi. Síðan 1983, þegar sam- tökin voru stofnuð, hafa þau lýst sig bera ábyrgð á 9 morðum. Spænskir þjóðernissinnar segja að GAL sé tengd spænsku lögreglunni. ■ Reagan í þungum þönkum í Hvíta húsinu. Fjárlaganefnd öldungadeildarinnar samþykkti umtalsverðan niðurskurð á tillögum forsetans um fjárveitingar til hermála. Niðurskurður á her- framlögum Reagans VVa.shington-Rcuter ■ Fjárlaganeínd öldunga- deildar bandaríska þingsins, cn í henni eru repúblíkanir í meiri- hluta, samþykkti á þriðjudag umtalsverðan niðurskurð á til- lögum Reagans forseta um framlög til varnarmála. Með 18 atkvæðum gegn 4 samþykkti nefndin áætlun Ern- est Hollings um að framlög tii hermála aukist ekki meira en nemur verðbólgu á næsta fjár- lagaári sem hefst 1. október n.k. Reagan hafði farið fram á sex prósent aukningu 1986, 7,9% 1987 og 8,7% 1988. Samkvæmt tillögu Hollings sem var samþykkt er gert ráð fyrir að framiög aukist um 3% umfram verðbólgu 1987 og 1988. Tillagan hljóðar upp á 276 milljarða dollara heildarframlag til hermála 1986 en það er 11 milljörðum minna en Reagan bað um.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.