NT

Ulloq

NT - 08.03.1985, Qupperneq 2

NT - 08.03.1985, Qupperneq 2
_________________________Fðstudagur 8. mars 1985 2 ~ Blðð II Ferðamál lerra ■ Sigríður Magnúsdóttir framkvæmdastjórí ferðaskrif- stofunnnar Terra, - „í sumar leggjum við mesta áherslu á ferðir til Ítalíu". Hópferðir til ftalíu og irlands heitir Pietra Ligure. Það er á Pálmaströndinni, miðja vegu milli Genúa og Mónakó. Jafn- framt bjóðum við upp á dvöl við Gardavatnið. í>á verðum við með ferðir til írlands. Þar er boðið upp á siglingar, þ.e. bátaleigu á Shannon. Þetta eru ýmist ein- staklings- eða hópferðir. Við verðum með tvær slíkar hóp- ferðir til írlands í sumar. Þær verða síðari hluta júlímánaðar og í byrjun ágúst. Þá verðum við með íslenska leiðsögu- ■ Ferðaskrifstofan Terra er með þeim yngstu í þessum „bransa“, hún var opnuð í maí í fyrravor, og sér nú fram á annað sumarið í starfsemi sinni. Sigríöur Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri. Hún var spurð, hvaða ferðir Terra legði mesta áherslu á. -í sumar leggjum við mesta áherslu á ferðir til Ítalíu. Við bjóðum upp á ferðir með beinu leiguflugi til Mílanó, og dvöl á ítölsku rívierunni, þar sem ■ Vínarferðir Faranda hafa mælst vel fyrír. ■ Ferðaskrifstofan Farandi er rúmlega fjögurra ára. For- stjóri hennar er Haraldur Jó- hannsson. Við spurðum hann á hvaða mið Farandi hefði helst róið í ferðamanna- þjónustunni. - Fyrst og fremst’ þjónum við einstaklingsþörfum, sagði Haraldur. - Við efnum til hóp- ferða, en okkur finnst skemmtilegast að þjóna þörf- um einstakra ferðamanna. Við erum lítil ferðaskrifstofa og viljum vera það, - en jafnframt góð ferðaskrifstofa. - Hvaða ferðir eruð þið helst með? - Við erum alltaf með Aust- urlönd fjær í kringum jólin. Á rdldliui Vínarferð og Austurlönd vorin förum við í Vinarferð, að þessu sinni förum við 24. maí. Sú ferð stendur í tvær vikur. Þessar ferðir hafa reynst afskaplega vel og fólk hefur verið feikilega ánægt með þær. - Og fararstjórar, eru þeir íslenskir? - Já, að sjálfsögðu. Farar- stjórar nú verða Helga Páls- dóttir, sem er búsett í Vín, og Lis Weishappel. Frá Vín bjóð- um við upp á tveggja daga ferðirtil Prag íTékkóslóvakíu, og til Salzburg. Þá erum við með eins dags ferðir um Dón- árdal og í Burgenland, þar sem er fæðingarstaður Haydns. - Er farið í áætlunarflugi til Vínar? - Nei, það er leiguflug. - Er farið að panta í þessa ferð? Við höfum nú ekki auglýst hana ennþá, en menn eru farn- ir að spyrjast mikið fyrir um þessa ferð. Við bíðum enn eftir að fá verð á Vínarferð- inni, en það liggur fyrir mjög fljótlega. - Þið eruð ekki með sólar- landaferðir á sumrin? - Nei, við látum stóru ferða- skrifstofurnar um þær. Mér finnst ekki tilhlýðilegt að vaða inn á þeirra markað. En við ■ - „Við förum til Filippseyja, Taiwan og Hong Kong, milli jóla og nýjárs,“ sagði Haraldur Jóhannsson forstjóri ferðaskrif- stofunnar Faranda. verðum með Berlínarferð í byrjun september, það er tíu daga ferð. Ýmislegt áhugavert er að sjá í Berlín, þetta er mikil menningarborg. - Hvert skal svo halda um næstu jól? - Við förum til Filippseyja, Taiwan og Hong Kong milli jóla og nýárs. - Hvernig hefur aðsókn ver- ið í þessar ferðir? - Hún hefur verið góð. Þetta eru náttúrulega langar ferðir, fjögurra til fimm vikna, og nú síðast urðum við fyrir skakka- föllum vegna verkfallsins. En þátttaka var ágæt og við horf- um björtum augum fram á veginn. reíuaiiiiuáiuum Benidorm og Bæjaraland ■ Ferðamiðstöðin var stofn- uð árið 1973. íslaug Aðal- steinsdóttir framkvæmdastjóri sagði, að Benidorm á Spáni, sem skrifstofan hefur sérhæft sig í, ef svo má segja, væri alltaf jafn vinsæl. Þangað er beint leiguflug, ogfyrsta ferðin verður þriðja apríl og er páska- ferð. - Hvaða ferðir er Ferða- miðstöðin helst með, aðrar en til Benidorm? - Við höfum verið með allt mögulegt, og ekki endilega eftir ákveðinni áætlun, heldur „skraddarasaumum" við það eftir óskum viðskiptavinanna. Þar má nefna Krít, Rhodos, Grikkland, Kýpur, Marokkó og margt fleira. - Hvernig er flogið í slíkar ferðir? - Það er svolítið misjafnt, yfirleitt fer það eftir því hvar við fáum bestu kjörin hverju sinni. Oft er flogið um London eða Luxemborg. Við höfum mikið samband við Luxair og erum söluskrifstofa þeirra hér. - Eru Benidorm-ferðirnar þriggja vikna? - Já, nema páskaferðin - Einhverjar nýjungar á döfinni? - Já, við bryddum upp á skemmtilegri nýjung. Það eru ferðir til Madrid, höfuðborgar Spánar. Þangað verða tvær ferðir, vor og haust. Þetta er einskonar lista- og menningar- ferð. Við bjóðum þarna upp á mjög góðar skoðunarferðir. Gert er ráð fyrir vikudvöl í Madrid og viku í Benidorm. Fyrri ferðin af þessu tagi er fimmtánda maí, og þegar eru farnar að berast pantanir í han^. Síðari ferðin verður svo í byrjun október. Ekki má gleyma því, að við erum með afar skemmtilegan stað í Þýskalandi, fyrir einnar til þriggja vikna sumardvöl. Það er Oberallgau í Bæjara- landi. Þarna byrjuðum við í fyrra og fólk hefur verið geysi- lega ánægt með dvölina. Það eru yndisleg hjón, sem reka þennan orlofsstað, og þangað hefur ráðist íslensk stúlka, Rut Gylfadóttir, og hún verður þeini til aðstoðar fyrir íslend- ingana. Þarna er mikil náttúru- fegurð og stutt til Bodensee, Austurríkis og Sviss, svo eitthvað sé nefnt. - Hvernig er farið fil Þýska- lands? - Það er flogið til Luxem- borgar, og síðan ekur fólk í bílaleigubílum, - þetta er „flug og bfll,“ í hagstæðum pakka. - Hefur Ferðamiðstöðin ekki gengist nokkuð fyrir ferð- um á kaupstefnur og vörusýn- ingar? - Jú, við höfum skipulagt ferðir á ýmsar helstu vörusýn- ingar erlendis. Nú fyrir skömmu fóru hópar á tvær stórar sýningar í Þýskalandi, „Frankfurt International," þar sem er gjafavara og vörur til heimilisins og margt fleira, og „ISPO“, sem er sportvörusýn- • ing. Fljótlega verður svo ferð á hina árlegu sýningu í Bella Center í Kaupmannahöfn, og ýmsar fleiri sýningar eru svo á næstu mánuðum. Þessar sýn- ingar standa oftast fram í maí eða júní, en í júlí og ágúst er hlé á þeim, og hefjast síðan aftur í ágústlok. Aðaltíminn fyrir þessar alþjóða vörusýn- ingar ef frá janúar til maí. Við höfum hér mikinn upplýsinga- banka fyrir þessar sýningar og hjálpum fólki að finna sýningar1 og kaupstefnur sem það hefur gagn af. ■ - „Við „skraddarasaumum" ferðir eftir þörfum viðskiptavinanna," sagði fslaug Aðalsteinsdóttir fram- kvæmdastjórí Ferðamiðstöðvarinnar.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.