NT - 08.03.1985, Page 8

NT - 08.03.1985, Page 8
Skemmtan Hefur tvisvar fengið verðlaun erlendis Gerðist á rúmu ári segir Daníel Stefánsson barþjónn ■ Daníel Stefánsson er sá barþjónn íslenskur sem hefur unniö til flestra verölauna í barþjónakeppnum. Daníel hefur unniö til verölauna í í keppnum um allar tegundir blandaöra drykkja, hvort sem um er aö ræða sætan, eöa þurran kokkteil, „long drink", eða alþjóðlega keppni. í fyrstu kokkteijkeppninni sem haldin var á íslandi, tók Daníel ekki þátt í sjálfri keppninni, en stjórnaöi hins vegar framkvæmdahliö hennar. Áriö 1966 vinnur Daníel, Dalli eins og hann er kallaður, önnur verölaun fyrir sætan kokkteil, sem hann nefnir Saga Special. Saga Special 2cl. Vodka 2 cl. Cointreau 2 cl. Khalúa skvetta Banana Bols skvetta sítrónusafi Frosty Lime vinnur þriöju verðlaun áriö 1968 í long drink keppni það árið. 1970 lendir Dalli í þriöja sæti með þann kokkteil sem að hans dómi er sá besti sem hann hefur gert ásamt Saga Special. Þaö er Frosty Rain sem Dalli hristir 1970, en þaö verður aö athuga aö þetta sama ár kemur fram kokkteill Jónasar Þórðarsonar Appolo 13 sem hefur notið mestra vinsælda meöal íslenskra verðlaunadrykkja. Frosty Rain 2 cl. Vodka Stolichnaya 2 cl. Cointreau 2 cl. Parfait Amour Bols skvetta Banana Bols skvetta Lemon djús Fylltur upp meö 7up, og skreyttur meö sítrónu og appelsínusneiöum, beri, röri og hræripinna. Drykkurinn er hristur meö ís. 1973 vinnur Dalli önnur verðlaun fyrir drykk sinn Comfortable, en ekki er lengur í frásögurfærandi þótt Dalli sé með verðlaunadrykk. í þetta skipti fer Dalli með drykkinn á alþjóðlega kokkteilkeppni sem haldin er í Feneyjum, og vinnur þar önnur verðlaun. Rúmu ári síðar endurtekur Daníel leikinn aftur með annan kokkteil Frosty Amour, nema hvaö þessi drykkur hlýtur fyrstu verðlaun á íslandi, og önnur verðlaun í alþjóðlegri keppni sem haldin er í Los Angeles 1974. Frosty Amour 2 cl. Vodka Smirnoff 2 cl. Southern Comfort 1 cl. Apricot Bols 1 cl. Cointreau skvetta Parfait Amour, skvetta Banana Bols og skvetta sítrónusafi. Skreyttur með sitrónusneið kirsuberi og sogröri. Fyllist með 7up-hristur. Síðast hristir Dalli verðlaunadrykk árið 1978 þegar þurri kokkteillinn Dancin vinnur önnur verðlaun. Ástæðan fyrirþví að Daníel hefur ekki getað beitt sér af krafti í síðustu keppnum, er sú að hann hefur varið miklum hlutatímasíns í uppbyggingu TBR félagsins. í samtali við NT lofaði Daníel að láta okkur í té uppskriftina að afmælisbollu þeirri sem hann blandaði í tilefni 50 ára afmælis síns, og heitir bollan Tár Dalla, og verður sagt nánar frá henni í næsta Hanastéli helgarinnar, ásamt öðrum bollum eftir fleiri barþjóna. Föstudagur 8. mars 1985 8 “ Blðð II Hollý um helgina: Kapteinn Lúní enskur Ómar ■ Um helgina skemmtir Kapteinn J.J. Waller gest- um Hollywood og Bro- adway. Waller er þekktur skemmtikraftur á Eng- landi, og getur brugðið sér í ýmis gervi. Waller ákveður aldrei ■ fyrir fram hvaða atriði hann sýnir gestum. Hann athugar hvernig andrúms- loftið er hverju sinni, og ákveður síðan hvernig best er að ná því fram hjá gestum sem hann sækist eftir, sem náttúrlega er lilátur. Waller getur farið með Ragnarsson? flest allar gerðir af skemmti- atriðum, gleypt sverð og sýnt sirkusatriði, hermt eftir og farið með annað spaug. I Bretlandi gengur Kapteinninn undir viður- nefninu Kapteinn Lúní eða brjálaður eins og það leggst út á íslensku. Þeir Hollywoodmenn telja að Waller sé nokkurs konar enskur Ómar Ragnars- son, og verður gaman að sjá hvaða svar þeir Eng- lendingar eiga við Ómari okkar Ragnarssyni ef eitthvað er til. r ■ Jón Magnússon talar hér bæði í símann og míkrafóninn og það leynir sér ekki að áreynslan er mikil. NT-mynd: ah. ■ Veitingahúsið H< wood og umboðsfyrirtí Sóló sf. gangast fyrir sön keppni sem haldin ve sunnudaginn 10. mar Hollywood. Kynningarkvöld keppendum voru í gær, fimmtudaginn í síðustu \ Hvort kvöld komu fram keppendur, en alls taka keppendur þátt í keppn Núna á sunnudaginn fer sjálf aðalkeppnin fi Hljómsveitin Rikshaw um undirleik fyrir kepp ur, og einnig leikur hl sveitin fyrir gesti eftir ac slitin verða kunn. ■ Sigurður Dagbjartsson inni. ■ Félag tölvunarfræðinema við Háskóla íslands stendur fyrir tölvusýningu í anddyri Laugardalshallar, um helgina. Sýningin hófst í gær, og stend- ur fram til klukkan 22 á sunnu- dag. Sýningin er þannig upp- byggð að hver dagur hefur sitt ákveðna þema, og verða fluttir fyrirlestrar sem tengjast því á hverjum degi. í dag föstudag er þemað Tölvur og löggjöf. Fyrirlestrar hefjast klukkan 14 og verður m.a. fjallað um verndum upplýsinga, höfundarrétt og öryggismál í tengslum við bókhald. Á laúgardag verður íslensk- ur hugbúnaðariðnaður í deigl- unni, og síðar um daginn flytur Páll Jensen verkfræðingur er- indi um einkatölvur. Sunnudag verður rætt um tölvufræðslu á íslandi, og efni tengdt.henni. Að sögn Bjarna Kristjáns- sonar, sem er í undirbúnings- nefnd sýningarinnar, verður ■ Það voru ófá handtök sem þurfti áður en sýningin var að fullu komin upp. Alls eru fímmtán fyrirtæki sem verða með sýningarbása á sýningunni. ýmislegt nýstárlcgt á döfinni á sýningunni, og má þar meðal annars nefna örtölvuver sem sett verður upp, eingöngu sýn-. ingargestum til skemmtunar í örtölvuverinu gefst gestum kostur á að prófa ýmsar tölvur og geta jafnvel borið saman gæði þeirra, undir leiðsögn leiðbeinanda sem verður í ör- tölvuverinu. Skáktölvur verða margar á sýningunni, og er það ætlun tölvunarfræðinema að koma á fót skákmóti milli skáktölva, og geta þá stóru nöfnin í tölvu- heiminum látið Ijós sitt skína. Áhorfendum gefst kostur á því að skora á tölvur í skák, og hjá einu af innflutningsfyrir- tækjunum, verður hægt að vinna tölvuna ef áskorandinn vinnur. Sýningin er opin föstudag 14.30-22, og Iaugardag og sunnudag frá klukkan 13-22. Aðgangseyrir er krónur 150 og fyrir börn 50 kr. Broadway: Ríó-tríó treður upp í Broad- way föstudags-, laugardags- kvöld. Enski háðfuglinn Kapt- einn J.J. Wallerskemmtirgest- um öll kvöld helgarinnar. Hljómsveit Gunnars Þórðar- sonar leikur og söngvarar með hljómsveitinni eru Björgvin Halldórsson, Þuríður Sigurð- ardóttir og Sverrir Guðjóns- son. Á sunnudagskvöld verður opið til kl. 1. í Broadway. Broadway er við Álfabakka 8, og síminn er 775000. Hollywood: Á föstudagskvöld verður hárgreiðslustofan Aristó- kratinn með hárgreiðslusýn- ingu. Breski háðfuglinn Kap- teinn J.J. Waller skemmtir, og diskótek verður á tveimur hæðum. Á laugardag verður diskótek, og Kapteinninn mæt- ir á svæðið, og skemmtir gestum. Á sunnudagskvjj kepnninni *ílWoi»w: Sókmf-jalfWkíN^Pag það er hljóiweitin Wikshaw sem leikurmm „sesion band" fyrir keppendur. Þá mætir breski skemmti-Kapteinninn og leik-

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.