NT - 08.03.1985, Síða 3

NT - 08.03.1985, Síða 3
 Föstudagur 8. mars 1985 3 —Blððll LlL ÁBÓT Ferðamál menn á Shannon, fólk sem þekkir ána og vatnið og er vant að sigla þarna. Flogið verður um Glasgow. Við verðum einnig með rútuferðir um England, sem við köllum „í fótspor víkinga og Rómverja.“ í þeim ferðum verður lögð áhersla á sögustaði og annað, sem tengist veru norrænna manna og róm- anskra á Englandi. - Hve langar eru Ítalíuferð- irnar? - í>ær eru þriggja vikna. - Hverjir eru fararstjórar þar? - Bjarni Zophoníasson er fararstjóri við Pietra, og við Garda-vatn verður Margrét Laxness fararstjóri. - Eruð þið með kynnisferðir frá þessum stöðum? - Já, til dæmis má nefna, að frá Pietra á ítölsku rivierunni, verða ferðir til Frakklands, - til Cannes og Nice, - til Món- akó, Monte Carlo, sigling til Korsíku, og svo verður farið til Flórens og Pisa, Genúa og siglt til Porto Fino. Frá Gardavatn- inu er farið til Feneyja, Flórens og Innsbruck í Austurríki. - Eruð þið með einhver sérstök kjör, til dæmis fyrir barnafólk? - Ferðirnar eru á mjög lágu verði hjá okkur. Við erum með barnaafslátt, og svo gef- um við fólki kost á að borga inn á ferð mánaðarlega og lánum þá jafn háa upphæð í jafn langan tíma. Þá erum við með samvinnu við Landsbank- ann, þannig að hægt er að safna þar inn á sparilánareikn- ing, sem gengur svo upp í ferðakostnað. Bankinn lánar síðan mismuninn. H ll, Miiaiiiiii Mallorca, Sviss og skemmtiferðaskip ■ Ferðaskrifstofan Atlantik er sjö ára gömul, starfsemin hófst í ársbyrjun 1978. Böðvar Valgeirsson hefur verið for- stjóri Atlantik frá upphafi. Hann var spurður, hvaða ferð- ir væru helst á dagskrá ferða- skrifstofunnar. - Við höfum lagt megin- áherslu á Mallorcaferðir, og erum nú orðnir stærstir þar af íslensku ferðaskrifstofunum, þ.e.a.s. við flytjum flesta ís- lendinga þangað. Þetta hefur þróast þannig, að við höfum styrkt okkur í sessi á Mallorca frá ári til árs, en reyndar hófum við ekki ferðir þangað fyrr en árið 1981. - Hvert fóruð þið áður? - Áður stóðum við ekki fyrir skipulögðum hópferðum. Við byrjuðum með móttöku á er- Skemmtisiglingarnar eru fastur liður hjá Atlantik. ■ - „Við erum orðnir stærstir á Mallorca af íslensku ferðaskrif- stofunum,“ sagði Böðvar Valgeirsson forstjóri Atlantik. lendum ferðamönnum, og erum í því enn. Atlantik sér um móttöku 90 prósenta þeirra skemmtiferðaskipa, sem hing- að koma. Böðvar sagði, að Atlantik væri með beint leiguflug til Mallorca, og í sumar eru fyrir- hugaðar ellefu ferðir þangað. Petta eru svo til eingöngu þriggja vikna ferðir. Gisting er á þremur stöðum á eynni, Playa de Palma, eða Pálma- iströndinni, Magaluf og Santa Ponsa. Allar þessar strendur eru steinsnar frá höfuðborg- inni, Palma. Fararstjórar eru íslenskir, þeirra á meðal Re- bekka Kristjánsdóttir, sem hefur verið á Mallorca fyrir Atlantik frá upphafi. -Eruð þið með einhverjar nýjungar í sumar? - Já, í sumar verða ferðir til Sviss, þar sem við höfum íbúð- ir fyrir ferðamenn. Þaðan er stutt til nærliggjandi landa og hægt að fara í dagsferðir til Austurríkis, Ítalíu, Þýskalands og Frakklands. í Sviss verður íslenskur fararstjóri. Flogið verður í áætlunarflugi með Arnarflugi. Fyrsta ferðin verð- ur um páskana og má heita uppselt í hana. Loks má nefna skipsferðirn- ar. Það má kallast fastur liður hjá okkur, að vera með tvær til þrjár skipsferðir fyrir íslend- inga á sumri. Nú bjóðum við Miðjarðarhafsferð í apríl, siglt verður frá Genúa á Ítalíu um austurhluta Miðjarðarhafs og inn í botn hafsins. Þar verða skoðaðir helstu sögustaðir, í Egyptalandi og Grikklandi. - Hvað kostar svona ferð? - Hún kostar um 70 þúsund krónur. Það er tuttugu daga ferð með tólf daga siglingu og dvöl á Mallorca hinn hluta ferðarinnar. Innifalið er fullt fæði á siglingunni, gisting á Mallorca og flug fram og til baka. - Hafa þessar ferðir verið vinsælar? - Já, aðsókn í þær hefur frekar aukist. Þessar ferðir með skemmtiferðaskipum eru kannski fyrst og fremst fyrir fólk, sem er komið yfir efna- hagsörðuleikana, og þá komið af léttasta skeiði. í október er svo fyrirhuguð skemmtisigling um Karíbahaf. Þá verður flog- ið til Flórída og siglt þaðan í tveggja vikna ferð um Karíba- hafið. -Hvernig ganga pantanir? -Það er búið að panta þó nokkuð. Við erum með mikið af föstum viðskiptavinum, sem panta yfirleitt snemma, vitandi það að ákveðnir tímar sumars seljast fyrr upp en aðrir. -Bjóðið þið upp á einhver greiðslukjör? -Já, að jafnaði getur fólk skipt greiðslu til helminga, borgað helming út og afgang- inn á ákveðnum tíma, allt að fimm mánuðum. Þetta eru meginlínurnar, en ef sérstak- lega stendur á, er stundum unnt að sveigja út frá þeim. LOKSINS MEÐ , ÍSLENSKUM TEXTA Nú gefst karate-áhugafólki einstakt tækifæri til aö kynna sér íþróttina á myndböndum með íslenskum texta. Fyrsti hluti fjallar um Kata: Heian Sandan og Heian Yodan. Annar hluti fjallar um Kata: Heian Sandan, Heian Yodan, Heian Godan, Tekki Shodan og Bassai dai. Þriðji og síðasti hluti fjallar svo um Kata: Jion, Kanku dai, Bassai Sho og Niju Shiko. Vinsamlegast sendið mér: . . . stk. Shotokan, Karate-do, 1. hluta □ VHS □ Beta kr. 1990,- jj . . . stk. Shotokan, Karate-do, 2. hluta □ VHS □ Beta kr. 1990,- I . . . stk. Shotokan, Karate-do, 3. hluta, væntanlegur fljótlega. J Myndimar eru sem sagt þrjár, hver um sig 55 mín. að lengd. Frábærar fræðslumyndir fyrir karate-áhuga- menn og íþróttafólk almennt. SHOTOKAN KARATE-DO □ Ávísun fylgir. □ Póstkrafa. Visa nr. □□□□□□□□□□□□□□□□□□□ Nafn: Heimilisf.: Póstnr.: I I I I i 1 I z Siurbj örnlícmssonS Co.h.f . Hafnarstræti 4 Box 1131 Reykjavík Sími14281

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.