NT - 08.03.1985, Blaðsíða 11

NT - 08.03.1985, Blaðsíða 11
Föstudagur 8. mars 1885 11 — Blðð II Sjónvarp kl. 16.30 - laugardag: Sjónvarp föstudag kl. 19.25: Það er ekki svo slæmt eftir allt að eiga lítinn bróður! ■ í kvöld, föstudag, kl. 19.25 verður sýndur í sjón- vapinu 12. þátturinn af Krakkarnir í hverfinu og heitir hann Benjamín viðrar hundinn. Villi er ekki frábrugðinn öðrum krökkum að því leyti að hann er alltaf með nýjar stóráætlanir á prjónunum. Og eins og aðrir krakkar er hann með það alveg á hreinu, að þar skuli litli bróðir Benjamín hvergi koma nærri, enda sé hann bara til leiðinda og tafa, sem auðvit- að er. eldri bróður til skammar í augum hinna krakkanna. En Benjamín fær upp- reinsn æru í augum stóra bróður, þegar við liggur að atvinna Villa við að viðra hunda verði að engu. I’á hleypur Benjamín í skarðið fyrir stóra bróður og stendur sig með sóma og loks rennur upp fyrir Villa ljós, að það sé ekki svo afleitt að eiga yngri bróður, þegar allt kemur til alls. Mezzoforte. Þeir gera garðinn frægan! Fúsi froskur og kunningar komnir aftur á skjáinn ■ Á morgun koma gamlir kunningar aftur fram í barna- tímum sjónvarpsins, það er Fúsi froskur, Móla moldvarpa, Naggur og Greifingjarnir sem leika listir sínar í þáttunum „Pytur í laufi". Fyrsti þáttur- inn heitir Landbúnaðarsýning- in. Þar segir frá hinni miklu árlegu sýningu sem haldin er á framleiðslu landbúnaðarvara, svo sem grænmetis og ávaxta. Allir ætla sér að vinna til verðlauna, - en sumir eru svo óheiðarlegir að þeim er alveg sama hvernig þeir fara að því að komast í verðlaunasæti, og hafa þá bara rangt við ef þeim finnst að það komi sér betur fyrir þá. En skyldi það borga sig að svindla? ■ Sú íslensk hljómsveit sem best hefur gert garðinn frægan og slegið í gegn í útlöndum, .eins og sagt er, er tvímælalaust MEZZOFORTE. Fessir ungu menn í hljómsveitinni hafa verið afar duglegir við æfingar og að koma sér áfram. Eitt frægasta lagið þeirra „Garden ■ MEZZOFORTE - neðri röð t.v.: Eyþór Gunnarsson, Gunnlaugur Briem og Friðrik Karlsson, en í efri röð f.v.: Rristin Svavarsson og Jóhann Ásniundsson. ■ Fúsi froskur er aðalpersónan í þáttunum „Þytur í laufi“ Party" komst á vinsældalista víða um heim. í kvöld kl. 21.15 verður sýndur í sjónvarpinu þáttur sem tekinn var upp í Sviss á sl. ári. í kynningu sjónvarpsins segir: Hljómsveitin Mezzo- forte leikur á alþjóölegri djass- hátíð í Motreaux í Sviss árið 1984.“ Það verður spennandi fyrir jazz-áhugafólk á íslandi að sjá og heyra hvernig piltarnir standa sig, en við teljum víst að þeir verði alvcg frábærir. Ráðgátan í Oberwald - ástarsaga drottningar og skálds ■ Ráðgátan í Oberwald heit- ir föstudagsmynd sjónvarpsins kl. 22.35. Hún er ítölsk og heitir á frummálinu „II mistero di Oberwald". Myndin er gerð eftir leikriti effir Jean Cocteau, „þríhöfða erninum". Pessi mynd gerist í Mið-Evr- ópuríki á öldinni sem leið. Aðalpersóna er drottning, sem ber svipmót af Elísabetu keis- aradrottningu Austurríkis. Þegar sagan hefst er hún nýgift og konungurinn maður hennar er nijög áþekkur Lúðvík II Bæjarakóngi. Að afloknu brúðkaupi fellur aumingja kóngurinn fyrir morðingja- hendi og fær ekki einu sinni notiö brúðkaupsnæturinnar með drottningu sinni. Ekkjan llýr nú hirðina og ferðast um milli halla sinna. Óvinir hennar og konung - dæntisins hafa gert áætlun um að ráða hana af dögum og ti! þeirra verka velst ungt skáld, Stanislaw að nafni. Samskipti hans við drottningu veröa þó önnur en ætlað var af yfirráða- mönnum hans, og ólíkt vin- samlegri en til stóö. En örlaga- dísirnar cru þcint mótsnúnar, og endirinn er eftir því. Leikstjóri er Michelangelo Antonioni. í aðalhlutverkum cru Monica Vitti sem leikur drottningu og Paolo Bonacelli, sem leikur skáldið. Þýðandi er Þuríður Magnúsdóttir. ■ Monica Vitti sein drottn- ingin. Sjónvarp kl. 21.15 -föstudag: Sjónvarp kl. 22.35 - föstudag mano" K. 541, „Cosi dunque tra- disci'' K. 432 og „Rivolgete a lui lo squardo'' K. 584. b. Sinfónía í D-dúr K. 504, (Prag-sinfónían). 18.00 Vetrardagar Jónas Guö- mundsson rithöfundur spjallar við hlustendur. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Fjölmiðlaþátturinn Viðtals- og umræðuþáttur um fréttamennsku og fjölmiðlastörf. Umsjón: Hall- grímur Thorsteinsson. 20.50 Um okkur Jón Gústafsson stjórnar blönduðum þætti fyrir unglinga. 20.50 íslensk tónlist 21.30 Útvarpssagan: „Morgun- verður meistaranna“ eftir Kurt Vonnegut Þýðinguna gerði Birgir Svan Simonarson. Gísli Rúnar Jónsson flytur (24). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kotra Umsjón: Signý Pálsdótt- ir. (RÚVAK). 23.05 Djassþáttur - Jón Múli Árna- son. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. árr Föstudagur 8. mars 10:00-12:00 Morgunþáttur. Stjórn- endur: Páll Þorsteinsson og Sig- urður Sverrisson. 14:00-16:00 Pósthólfið. Stjórnandi: Valdis Gunnarsdóttir. 16:00-18:00 Léttir sprettir Stjórn- andi: Jón Ólafsson. Hlé 23:15-03:00 Næturvaktin. Stjórn- endur: Vignir Sveinsson og Þorgeir Ástvaldsson.. Rásirnar samtengd- ar að lokinni dagskrá rásar 1. Laugardagur 9. mars 14:00-16:00 Léttur laugardagur. Stjórnandi: Ásgeir Tómasson. 16.00-18.00 Milli mála Stjórnandi: Helgi Már Barðason. Hlé 24:00-24:45 Listapopp Endurtekinn þáttur frá rás 1. Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 24:45-03:00 Næturvaktin Stjórnandi: Margrét Blöndal. Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar1. Sunnudagur 10. mars 13:30-15:00 Krydd í tilveruna. Stjórnandi. Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir. 15.00-16.00 Tónlistarkrossgátan. Hlustendum er gefinn kostur á að svara einföldum spurningum um tónlist og tónlistarmenn og ráða krossgátu um leið. Stjórnandi: Jón Gröndak 16:00-18:00 Vinsældalisti hlust- enda rásar 2 20 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Ásgeir Tómas- son. Föstudagur 8. mars 19.15 Á döfinni Umsjónarmaður: Karl Sigtryggsson. Kynnir: Byrna Hrólfsdóttir. 19.25 Krakkarnir í hverfinu. 12. Benjamfn viðrar hundinn. Kan- adískur myndafiokkur um hvers- dagsleg atvik í lífi nokkurra borgar- barna. Þýðandi: Kristrún Þórðar- dóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður: Sigur- veig Jónsdóttir. 21.15 Mezzoforte Hljómsveitin Mezzoforte leikur á alþjóðlegri djasshátíð í Montreux i Sviss árið 1984. 22.35 Ráðgátan i Oberwald. (II mis- tero di Oberwald) í tölsk sjónvarps- mynd gerð eftir leikritinu „Þríhöföa erninum" eftir Jean Cocteau. Leik- stjóri Michelangelo Antonioni. Aöalhlutverk: Monicas Vitti og Pa- olo Bonacelli. Myndin gerist í Ev- rópuríki á öldinni sem leið. Kon- ) ungshjónin þar bera svipmót af Elisabetu keisaradrottningu Aust- urríkis og Lúðvík II. Bæjarakóngi. Er sagan hefst hefur konungur verið myrtur en ekkjan hefur flúið hirðina og feröast milli halla sinna. Fjendur krúnunnar senda ungt skáld til höfuðs drottningu og ber fundum þeirra saman í Obenvald- höll. Samskipti þeirra verða þó ólikt vinsamlegri en til var ætlast. Þýðandi: Þuriður Magnúsdóttir. s 00.45 Fréttir i dagskrárlok. Laugardagur 9. mars. 16.30 íþróttir Umsjónarmaður: Ing- ólfur Hannesson. 18.30 Enska knattspyrnan. Umsjón- armaður: Bjarni Felixson. 19.25 Þytur í laufi. 1 Landbúnaðar- sýningin Breskur brúöumynda- flokkur, framhald fyrri þátta í sjón- varpinu um félagana fjóra: Fúsa frosk, Móla möldvörpu, Nagg og Greifingja. Þýðandi: Jóhanna Þrá- insdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Við feðginin Áttundi þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í þréttán þáttum. Þýðandi: Þrándur Thoroddsen. 21.10 Áfram njósnari (Carry on spying) s/h. Bresk gamanmynd frá 1965. Leikstjóri Gerald Thomas. Aöalhlutverk: Kenneth Williams, Barbara Windsor, Bernard Cribb- ins og Charles Hawtrey. Áfram- flokkurinn æðir yfir Evrópu og allt til Alsír til að endurheimta hernað- arleyndarmál sem lent hefur í óvinahöndum. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 22.35 Franski fíkniefnasalinn II (The French Connection II) Banda- rísk bíómynd frá 1975. Leikstjóri John Frankenheimer. Aðalhlut- verk: Gene Hackman, Fernando Ray, Cathleen Nesbitt og Bernard Fresson. Popey Doyle, rannsókn- arlögreglumaður í New York, held- ur til Marseilles til að komast fyrir rætur heróinsmygls til Bandarikj- anna. Myndin er sjálfstætt fram- hald „Franska fikniefnasalans" sem sjónvarpið sýndi 12. janúar s.l. Þýðandi: Bogi Arnar Finnboga- son. Myndin er ekki við hæfi barna. 00.40 Dagskrárlok. Sunnudagur 10. mars. 16.00 Sunnudagshugvekja Séra Hjalti Þorkelsson flytur. 16.10 Húsið á sléttunni 16. Nýir siðir Bandariskur framhalds- myndaflokkur. Þýöandi: Óskar Ingimarsson. 17.00 Saga lifsins Endursýning Sænsk fræðslumynd gerð af Lenn- art Nilsson. Með smásjármyndum og annarri flókinni kvikmyndatækni er sýnt hvernig egg og sæði myndast, frjóvgun í eggrás kon- unnar og vöxtur fósturs i móðurlífi. Þýðandi og þulur: Jón O. Edwald. 18.00 Stundln okkar Umsjónar- menn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. Stjórn upp- töku: Andrés Indriðason. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Sjónvarp næstu viku Umsjón- armaður: Guðmundur Ingi Krist- jánsson. 20.50 Glugginn Umsjónarmaður: Sveinbjörn I. Baldvinsson. Stjóm upptöku: Tage Ammendrup. ’ 21.40 Flöktandi skuggi Lokaþáttur. Finnsk sjónvarpsmynd i þremur hlutum, gerð eftir sakamálasögu eftir Bo Carpelan. Þýðandi: Jó- hanna Þráinsdóttir. (Nordivision - Finnska sjónvarpið) 22.35 Von og vegsemd. Edward Elgar, 1857-1934 Bresk heimilda- mynd um tónskáldið Edward Elgar og verk hans. Myndinni var lokið árið 1984, en þá var liðin hálf öld frá láti þessa merka tónskálds. Rakin er ævi Elgars i máli og myndum og Sinfóniuhljómsveit Birmingham leikur kafla úr verkum hans, Simon Rattle stjórnar. Þýð- andi: Jóhanna Þráinsdóttir. 00.05 Dagskrárlok

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.