NT - 13.04.1985, Blaðsíða 6

NT - 13.04.1985, Blaðsíða 6
■ Frá útifundi dönsku verkalýðssamtakanna fyrir utan Christiansborg 31. mars. ■ Pál Kraby, formaður norska Vinnuveitendasambandsins, og Tor Halvorsen, formaður Alþýðusambandsins, taka höndum saman eftir að hafa náð samkomulagi. Hafa norsku verkalýðssamtökin reynst hyggnari en þau dönsku? Laugardagur 13. apríl 1985 6 Ólík þróun ■ ÞAÐ hefur eðlilega vakið athygli á Norðurlöndum og raunar miklu víðar, að norsku og dönsku verkalýðssamtökin hafa valið sér mjög ólíkar leiðir í kjarabaráttunni á þcssu ári. Sú reynsla, sem mun fást af þessum tveimur ólíku starfsað- ferðum, getur vafalítið orðið til leiðbeiningar síðar meir. Kjarabarátta dönsku verka- lýðshreyfingarinnar hcfur dregið að sér miklu mciri at- hygli, enda er ekki séð fyrir endann á henni enn. Dönsk verkalýðshreyfing hefur yfirleitt verið hófsöm í kröfum sínum á undanförnum árum og hefur það ekki átt Þórarinn Þórarinsson skrifar: framkvæmda á tveimur árum, en að kaup hækkaði um 5% á þessu ári og aftur um 5% á næsta ári. Verðtrygging launa er ekki í gildi í Danmörku. Stjórnin rökstyður hina íhaldssömu lagasetningu sína einkum með því, að vegna harðrar samkeppni á erlendum mörkuðum þoli danskur at- vinnurekstur ekki meiri kaup- hækkanir eða styttingu vinnu- tíma að sinni. Afleiðingin af meiri kauphækkunum hefði orðið meira atvinnuleysi og meiri skuldasöfnun. Viðbrögðin gegn þessari lagasetningu urðu mjög hörð, eins og búast mátti við, þar sem hún mun að líkindum leiða til kjaraskerðingar, þar sem lögboðnar kauphækkanir munu vart bæta þá dýrtíðar- kaupgjaldsmála í Noregi og Danmörku minnstan þátt í því, að viss bati hefur átt sér stað í efnahags- málum.sem ríkisstjórnin hefur fengið þakkir fyrir. Að veru- legu leyti hefur þessi bati þó haft sínar skuggahliðar. Er- lend skuldasöfnun hefur orðið mikil og atvinnuleysi stórkost- legt. Danmörk er í hópi þeirra landa, þar sem atvinnuleysi er mest. Hið gífurlega atvinnuleysi hefur að sjálfsögðu verið mikið áhyggjuefni dönsku verkalýðs- hreyfingarinnar. Því hefur hún sett frani kröfur um styttingu vinnutímans í von um, að þannig gætu skapast tleiri at- vinnutækifæri. Þó hefur hún ekki látið til skarar skríða fyrr en nú. í kröfum sínum að þessu sinni setti hún fram, að vinnuvikan yrði stytt úr 40 í 35 klukkustundir ogjafnframt var krafist verulegrar kauphækk- unar. Atvinnurekendur höfnuðu þessu og sáttatilraunir ríkis- sáttamanns báru ekki árangur, þótt hann notaði þá heimild sína að frcsta boðuðu verkfalli í nokkrar vikur. Því kom til stærsta verkfalls í Danmörku um langt skeið í lok síðasta mánaðar. Ekki færri en um 300 þúsund manns tóku þátt í því. Þetta verkfall leiddi til næst- um algerrar stöðvunar á at- vinnulífi í Danmörkuogsenni- lega hefði hún orðið alger, ef verkfallið hafði staðið lengi. Sáttahorfur virtust litlar eða engar, nema þá að afstöðnu löngu verkfalli. RÍKISSTJÓRN Danmerkur stóð því frammi fyrir miklum vanda. Fljótlega kom það því til athugunar, hvort ekki væri óhjákvæmilegt að leysa deil- una með lögboði. Til þess hafði stjórnin ein þó ekki möguleika, þar sem hún er minnihlutastjórn fjögurra hægri flokka og miðflokka. Líf hennar hefur byggst á stuðn- ingi Radikala flokksins, sem ekki vildi þó taka þátt í ríkis- stjórninni. Eftir nokkurt samn- ingaþóf náðist samkomulag milli hans og stjórnarinnar um að bcita lagasetningu eftir að stjórnin hafði fallist á að há- tekjumenn yrðu að sæta skyldusparnaði. Aðalatriði samkomulagsins var að setja lög, sem fram- lengja kaupsamninga, er voru í gildi fyrir verkfallið, óbreytta í tvö ár, að því viðbættu. að kaup hækkar um 2% á þessu ári og 1'/:% á því næsta. Þá skal vinnutími styttast um næstu áramót í 39 klukku- stundir úr 40 á viku. Þessi lagasetning var öllu íhaldssamari en yfirleitt var búist við. Þannig hafði sátta- semjari gert tillögu um að vinnutímastyttingin yrði Vh klukkustund, og kauphækkun jafnvel öllu meiri. Legið hafði í loftinu, að verkalýðssamtök- in gætu sætt sig við þriggja klukkustunda vinnutíma- styttingu á viku, sem kæmi til „Gengið í takt“ ■ Jæja, það er heilmikið að gerast í pólitíkinni um þessa helgi. Hæst ber að sjálfsögðu landsfund Sjálfstæðisflokksins þar sem menn klappa í gríð og erg fyrir hver öðrum. Þá má nefna kjördæmisfund fram- sóknarmanna í Reykjavík, en þeir hafa verið að rumska undanfarnar vikur og á fimmtudagskvöldið síðasta voru alþýðubandalagsmenn í sjálfsrannsókn þar scm Ólafur Ragnar flutti m.a. harða ádrepu um stöðu flokksins og stefnuáherslur undanfarin misseri samkvæmt fréttafrá- sögn Þjóövilja. I.andsfundir Sjálfstæðis- flokksins eru skrítnar sam- komur, enda haldnir til þess að „eyða óvissu og auka festu" svo vitnað sé í einn af óteljandi frösum sem spretta upp breið- andi yfir allan ágreining og meiningarmun. Upphaf fund- arins minnti helst á Broad- wayhátíð þegar hljómsveit Gunnars Þórðarsonar undirbjó hátíðarræðu Þorsteins for- manns með músíkprógrammi sem bar yfirskriftina „Bláu augun þín ... vísa lciðina mína, líkt og stjörnur tvær“. Klöppuöu landsfundafuiltrúar síðan í takt undir laginu „Harð- snúna Hanna" og þótti fleirum en fréttamanni útvarpsins það tímanna tákn. Um ræðu Þorsteins má margt segja, en þó fátt. Hún bcr öll rnerki þess að fundurinn er haldinn á ómöguleguin tíma. Formaðurinn er bundinn í báða skó og getur sig hvergi hreyft. I gegnum alla ræðuna skín löngunin til að slíta stjórn- arsamstarfinu, en hann tekur ekki af .skarið það myndi ein- vöröungu leiöa til þess að hann hlyti ekki einróma kosningu því að ráðherrunum líður vel, ætla sér að starfa áfram, enda óvíst að nokkur þeirra yrði ráðhcrra í nýrri ríkisstjórn. Vegna þessarar stöðu gat Þorsteinn ekki lagt neina línu. Hann reyndi þó að marka stöðu flokksins gagnvart óskil- greindum andstæðingum og nefndi stefnu hans „hcimspeki framfaranna" sem andstööu við stefnu vinstri tlokkanna sem hann nefndi „heimspeki eymd- arinnar". Þá saumaði hann töluvert að Sísinu beint og óbeint. Talaði um ásælni hringsins og ræddi um nauðsyn löggjafar er „hindri einokunar- hringi er ná til allra sviða atvinnulífsins". í stuttu rnáli má segja að Þorstcinn hafi gert mikið út á andstæðingana, en flokkur í kreppu reynir ætíð að styrkja innviði sína með því að vísa til sameiginlegs óvinar. Vegna hans þurfa menn að „þétta raðirnar", „stilla saman streng- ina", megum ekki láta „frækorn efasemdanna í áróðri andstæð- inganna verða að illgresi í okkar garði" o.s.frv. Þannig talar tlokkur sem er í vörn. Flokkur í sókn minnist varla á andstæðinga sína heldur lítur til framtíðar og útlistar hug- myndafræði sína. Auðvitað væri hægt að skemmta sér daglangt við að snúa út úr firnalangri ræðu Þorsteins, en hún á það ekkert skilið umfram aðrar slíkar ræð- ur sem eru gerðar til þess að stappa stálinu í ráðvillta lijörð. Hann náði ekki upp neinni úrvalsstemmningu enda slíkt ör- ugglega erfitt í þessu feikna gímaldi sem Laugardalshöllin er. Klappið í lok ræðunnar var þó viðunandi enda fundurinn fyrst og fremst haldinn til þcss að „cyða óvissu og auka festu" með klappi og fagnaðarlátum. Andrúmsloftiö í fyrrakvöld þegar ráðherrar sátu fyrir svör- um varekki líkt því eins klapp- kcnnt og var greinilegt að framkoma ráðherranna í garð Þorsteins brennur á fjölda- mörgum sjálfstæðismönnum sem héldu að þeir væru að klappa fyrir nýjum foringja fyrir tveimur árurh. Þannig fengu þeir fyrirspurnir þar að lútandi og foringi ráðherraliðs- ins.Geir Hallgrímssonjýsti því yfir að engin spurning væri að formaður flokksins yrði ráð- herra heldur væri spurningin hvenær það yrði. Framhalds- spurningin sem ekki kom fram er auðvitað sú hvort Þor- steinn verði ennþá formaður þegar formaöur verður ráð- herra. Annars endurspegluöu spurningar til ráðherranna vel hvaða hagsmunir sitja þcnnan fund. Fyrsta spurningin var t.d. Hvenær verða verðlags- höft afnumin á vefnaðarvöru og fatnað? Frelsisspurningar í þessa veru voru algengar. Hve- nær verður þaö afnumið að menn þurfi að sækja um út- flutningsleyfi? Hvenær verður Póstur og sími gerður að al- menningshlutafélagi? Hvenær megum við vænta þess að sjá það í kennslubókum að gróði (ath. samstofna orðinu græðgi) sé af hinu góða? Spurt var, og vísað um leið til verkfalls BSRB í liaust, hvernig á því stæði að ráðherrar Sjálfstæðis- tlokksins stæðu að því að gefa afbrotamönnum upp sakir? Albert varð reiður við þessari spurningu og bað menn að átta sig á því að margir verkfalls- manna væru hér á þessum landsfundi og ef menn ætluðu að kalla þá afbrotamenn þá skyldu þeir átta sig á því hvað hægt væri að kalla þessa sam- kundu. Hann benti líka á það að í ríkisstjórn sætu ekki af- brotamenn þó þeir hefðu gert sig seka um að brjóta kjara- samningalög. Þannig gengu spurningar áfram. Alberl lýsti því yfir að skattalækkunarleið- in hefði alltaf verið ófær og hann alltaf á móti henni o.s.frv. Þessi landsfundur er haldinn undir hinu sósíalíska kjörorði „Allir sem einn“ og formaður- inn hefur lýst því yfir aö nú ríði á að allir gangi í takt. Það gengur örugglega eftir. Þó að einn og einn gangi úr takt á fundinum sjálfum þá fylgir llokkurinn sinni stalínísku hefð og síðdegis í dag,laugar- dag, endar þetta í algleymi og fögnuði og Þorsteinn verður kosinn formaður nær einróma. Einhverjar væringar verða þó í kringum Friðrik Sóphusson. Helena Albertsdóttir kemur

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.