NT - 13.04.1985, Blaðsíða 8

NT - 13.04.1985, Blaðsíða 8
KE Laugardagur 13. apríl 1985 Skák Óvænt en glæsileg frammi staða Sævars í New York ■ í>au tíðindi bárust oss ný- lega úr landi tækifæranna að í skákmóti í New York hefði Svævar Bjarnason náð af- bragðsárangri í keppni við fjöl- marga þekkta stórmeistara, hlotið 6Vi vinning úr 9 skákum sem er a.m.k. annar áfangi hans að alþjóðlegum meistara- titli og e.t.v. áfangi að stór- meistaratitli. Sævar var aðeins hálfum vinningi á eftir efstu mönnum en tefldi við mun sterkari andstæðinga en flestir þeirra. Kerfi það , sem teflt er eftir á slíkum mótum, býður raunar uppá að stigalægri menn tefli við þá stigahærri og stigatala Sævars er fremur lág um þessar mundir eftir heldur brokkgenga frammistöðu á mótum síðari ár. Gimsteinasalinn José Cuchi stendur fyrir mótinu. í fyrra hafði hann tvö mót. Hið fyrra með u.þ.b. eitt þúsund þátt- takendum og efsti maður hlaut 10 þúsund dali í verðlaun. Síðan hélt hann lokað mót með þátttöku skákmanna með 2400 Elo - stig og þar yfir. Fyrstu verðlaun voru 18 þús. dalir. Pessum mótum voru gerð rækileg skil í blaðinu í fyrra og sé ég ekki ástæðu til að gera framhald þar á. Cochi gerði veigamikla breytignu á mótshaldinu nú - til hins verra vil ég meina. Aðeins eitt mót var haldið og var slakað verulega á stiga- mörkunum. Alls voru kepp- endur tæplega tvö hundruö þ.e. þeir sem börðust um verð- launin í aðalfokknum og auk hans voru mót fyrir stigalægri skákmenn og allt niöur í algera byrjendur. Góðkunningi okkar íslend- inga og núverandi Bandaríkja- meistari, Lev Alburt, stal sen- unni í upphafi.Hann vann fimm fyrstu skákirnar og þótt- ust menn sjá dollaraglampa í augum hans. Alburt var greini- lega staðráðinn í því að láta hina göfugu mynt ekki renna úr greipum sér því í næstu tveim umferðum tefldi hann af miklu öryggi og gerði jafntefli. En þá kom babb í bátinn. { áttundu umferð mætti hann Júgóslavanum Lubomir Lju- bojevic sem var í vígahug. Alburt hnipraði sig saman í sætinu og beitti þeirri byrjun sem hann hefur teflt frá frum- bernsku og kennd er við Aljék- in. Eftir rösklega klukku- stundar taflmennsku var allt um garð gengið. Vissulega mætti Lew vel undirbúinn til leiks, en hann kom ekki að tómum kofanum hjá Lubomir sem sendi riddara sína fram á borðið og skeytti því engu hvort aðrir ntenn hans mættu þola bana eins og t.d. hrókur- inn á al: New York open: 8. umferð: Hvítt: Lubomir Ljubojevic Svart: Lew Alburt Aljekín - vörn. I. e4 Rf6. 2. eS RdS 3. d4 d6 4. Rf3 g6. 5. Bc4 Rb6 6. Bb3 Bg7 7. RgS e6 8. Df3 De7 9. Re4 DxeS 10. Bg5 Db4t 11. c3 DaS 12. Bf6 0-013. Bxg7 Kxg7 14. Df6t Kg815. Rc6?! (Eindurbót Alburts á fyrri tafl- mennsku en gegn Ornstein á 'Olympíumótinu í Saloniki lék hann 15. - Dxe5 16. dxe5 og hvítur hefur lítið en þægilegt frumkvæði. En Ljubejevie lék á augabragði:) 16. Dxc7 Rxd4 17. 0-0!! 1111 illiíSi III i 111 i ■ 1111 i 1111111 iDIINIII ■ 1 mm II lH niii All m ^iiiiii 11 niii (Þessi glannalegi leikur kom Alburt í opna skjöldu. Hann fann enga betri leið en að hirða hrókinn og áfram hélt skákin á leifturhraða./ 17. .. Rxb3 18. axb3 Dxal 19. Rf6t Kg7? (Eftir skákina komust kepp- endur að þeirri niðurstöðu að betra hefði verið að leika 19. - Kh8 og svartur hefur einhverja björgunarvon.) 20. De5 Hd8 21. Rd2! Dxb2 22. Rde4 De2 23. Rd7t(?) (Vinnur, en mun snyrtilegra var: 23. Re8t! Kf8 24. Dc5t! Kxe8 25. Rf6 mát! 23. - Kh6 leiðir einnig til máts í nokkrum leikjum eins og lesendur geta dundað sér við að finna út.) 23. .. Kh6 24. Dg5t Kg7 25. Df6t 26. Re5! Hf8 27. f3 og mátið blasir við og sú varð niðurstaðan eftir: 27. - Rd5 28. Rg4t Kh5 29. Rg3 mát. Sorgarsaga Alburts er ekki öll. í síðustu umferð, þegar sigur hafði fært honurn deilt efsta sæti, mætti hann Nick DeFirmian. Hann tapar bók- staflega alltaf fyrir Nick og þessi skák varð engin undan- tekning. Það er af félaga Alburts og sigurvegara á mótinu í fyrra, Roman D/inzihasvili, að segja, að fastlega var búist við þátttöku hans en aldrei mætti hann. Sögusagnir hermdu að hann hefði verið upptekinn við aðra iðju, pókerspil. Sú varð lokaniðurstaðan að þeir deildu efsta sætinu, allir með 7 vinninga, Nick DeFirmi- an, Larry Christiansen, Yasser Seirawan, Lubumir Ljuboje- vic, Maxim Dlugy og Sergei Kudrin . Tveir hinir síðast- töldu eru fyrrum þegnar Sov- étríkjanna. Frammistaða Sævars kemur á óvart því á skákmótinu á Húsavík virtist hann gersam- lega heillum horfinn og varð næstneðstur keppenda. En menn læra af reynslunni og eftir að hafa farið yfir nokkrar skákir hans á mótinu er óhætt að fullyrða að árangur hans byggðist ekki á neinni tilviljun. Til marks um það lagði hann að velli þrjá stórmeistara, Benkö, Ivanovic og Kanada- manninn Spragett sem bíður útnelningar. Hann sigraði á fyrra móti Cuchi s.l. ár. Að auki gerði Sævar jafntefli við Svíann Schússler, Dlugy og Anatoly Lein, vann Kanada- manninn Igor Ivanov sem er mjög sterkur skákmaður og hefur m.a. lagt sjálfan Karpov að velli. Fyrir síðustu umferð var Sævar með 5V^ og andstæð- ingurinn var ekki af verri endanum. Skákin fer hér á eftir. Sævar fékk lakara tafl út úr byrjuninni en þegar and- stæðingurinn missti þráðinn cft- ir óvæntan peðsieik voru engin grið gefin. Eftir 37.leik Sævars féll Spraggctt á tíma í tapaðri stöðu og átti þá eftir að leika 9 leikjum til að ná mörkunum: 9. umferð: Hvítt: Sævar Bjarnason Svart: Kevin Spraggett Kóngsindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 0-0 6. Be3 (Fremur sjaldséð leið sem Larsen beitir oft og yfirleitt með góðum árangri. „Eg vinn alltaf þegar ég leik 6. Be3 í kóngsindverskri vörn,“ sagði hann einhverju sinni en stuttu síðar lék hann þessum leik gegn Englendingnum Mestel og tapaði. Það kom á daginn að Spragett gjörþekkti 6. Be3 og var enda fljótur að ná frum- kvæðinu.) 6. .. Rbd7 7. Rd2 e5 8. d5 Re8 9. g4 f5 10. gxf5 gxf5 11. exf5 Rc5 12. Rde4 Bxf5 (Gott er einnig 12. - Rxe4 13. Rxe4 Bxf5 og svartur má vel við una. Spraggett hafði teflt þannig áður og komist að þeirri niðurstöðu að textaleikurinn væri jafnvel enn sterkari.) 13. Rxc5 dxc5 14. Bxc5 Rd6 15. Dh5 Bg6 16. Dh3 Hf4! 17. Be3 Hh4 18. Dg2 Df8! (Svartur hefur teflt markvisst og stendur með pálmann í höndunum. En í 20 leik bíður hans erfitt viðfangsefni.) 19. 0-0-0 Rxc4 1111111 ■#llll ■.iiiiijiiii llfjll 11 IIIIIAII IIIlWil 1111 llli AIHI 111 11 Baillll ipa 20. d6! („Sævar er gamalkunnur peða- spriklari," skrifaði Stefán Bri- em þegar hann kynnti þátttak- endur á alþjóðlega mótinu á Húsavík. Ekki er ég viss um að þett sé rétt skilgreining á skákstíl hans. Þannig finnst mér hann beita riddurum sín- um af mum meiri hugkvæmni. Peðsleikurinn þessi er þó bæði óvæntur og skemmtilegur og er jafnframt eini leikurinn sem gerir Spragett erfitt fyrir.) 20.. . Rxd6? (Spraggett fellur á prófinu. Berst er 20. - Rxe3! 21. fxe3 Bh6! og hvíta staðan er ekki gæfuleg. Takið eftir riddaran- um á c3. Hann á eftir að leika stórt hlutverk í framhaldinu.) 21. Bd3 Bxd3 22. Hxd3 Kh8 23. Hgl DF7 24. Bg5 Hc4 25. Bd2 Hg8 26. Hf3 De6 27. Kbl Hd4 28. Bcl Re8 29. Be3 Hb4 (Þessi hrókur er og verður hálgerður vandræðagripur.) 30. Dg5! e4 31. Hg3 (Óáreittur hleður hvítur þungu fallstykkjunum á g-línuna.) 31.. . b6 32. a3! (Lokkar svartan til að drepa á b2: 32. - Hxb2t 33. Kxb2 Bxc3f 34. Kxc3 Hxg5 (34. - Dc6t 35. Dc5!)35. Hxg5 c5 36. Bf4 og biskupsskákin á e5 er drepandi.) 32.. . Hc4 33. Rd5! (Riddarinn fer á stjá og ræður úrslitum) 33. .. Hf8 34. Rf4 DI7 35. Hh3 Kg8 (Eða 35. - Df6 36. Rg6t Kg8 37. Dd5t! DÍ7 (eða 37. - Hf7 38. Re5! og vinnur) 38. Dxf7 Hxf7 39. Re5! og hvíturvinnur létt.) 36. Rd5 Rf6 37. Dh6! - Afar óþægilegur leikur í tíma- hrakinu og Spragett varð svo mikið um að hann fann ekkert svar og féll á tíma. En staðan er töpuð t.d. 37. - Kh8 38. Hxg7! Dxg7 39. Dxg7t Kxg7 40. Bh6t Kh8 41. Re3! og vinnur eða 40. - Kf7 41. Rxf6 og hvítur vinnur án teljandi erfiðleika. Hressandi baráttu- skák. Með 6V2 vinning voru auk Sævars þeir Lumbardy Banda- ríkjunum, Barlov Júgóslavíu, Adorjan Ungverjalandi, Gur- evic Bandaríkjunum og Ghe- orghiu Rúmeníu. Mótið dró til sín mikinn fjölda frægra skákmeistara af báðum kynjum. Misjafnt höfð- ust þeir að meistararnir. Walt- er Browne byrjaði vel en í 7. umferð tapaði hann fyrir Piu Cramling hinni sænsku, tók þá staf sinn og hatt og hélt heim- leiðis. Þessi háttur er ekki óalgengur meðal skákmanna vestra en er ósköp hvimleiður og ber ekki vott um mikinn íþróttaanda. Pia stóð vel fyrir sínu en náði þó ekki verð- launasæti. Ungverska stúlkubarnið Susan Polgar, sem er stigahæst skákkvenna í heimi hér, vakti mikla athygli og lagði margan þekktan meistarann og hlaut 6 vinninga. Hún er aðeins 15 ára gömul en hefur ekki fengið að njóta sín sem skyldi þar sem fjölskylda hennar á í miklum útistöðum við ungverska skáksambandið. Það hefur ekki viljað sækja um stórmeist- aratitil kvenna fyrir hana þótt hún hafi ítrekað uppfyllt öll skilyrði til að öðlast þann titil. Hún sat heima þegar ungv- erska kvennasveitin tefldi á Ólympíumótinu í Saloniki. Um mót gimsteinamannsins má það segja, að í því er mikill fengur, því þegar Lone Pine mótin lögðust niður vegna veikinda og síðar dauða Lous Statham, hefur mótum af þessari gráðu ekki verið til að dreifa í Bandaríkjunum. Þang- að geta menn gert góða ferð, sumir til að ná áfanga af ein- hverju þeirra þriggja titla sem FIDE úthlutar, aðrir til að ná í aura. Úrslit ráðin í landsliðsflokki á Skákþingi íslands þó ein umferð sé eftir: Karl Þorsteins „Skák- meistari íslands 1985“ ■ Karl Þorsteins tryggði sér í gær titilinn „Skákmeistari (s- lands 1985“. í tólftu og næst- síðustu untferð mótsins gerði Karl jafntefli við Dan Hansson eftir harða baráttu og þar sent helstu keppinautar hans, þeir Davíð Ólafsson og Þröstur Þórhallsson, töpuðu báðir skákum sínum er Ijóst að eng- inn getur náð Karli hvernig svo sem fer í síðustu umferð sem Úrslit í 11. og 12. urðu sem hér segir: 11. umferð: umferð Andri - Dan 0:1 Haukur - Lárus biðskák Pálmi - Benedikt 0:1 Davið - Ásgeir 1:0 Halldór - Róbert 0:1 Þröstur - Hilmar 1/2:1/2 Karl - Gylfi 12. umferð: 1/2:1/2 Dan - Karl 1/2:1/2 Lárus - Andri 1:0 Benedikt - Haukur biðskák Ásgeir-Pálmi 1/2:1/2 Róbert - Davíð 1:0 Þröstur - Halldór 0:1 Hilmar - Gylfi 1/2:1/2 Eftir umferðina hafði Karl því hlotið 9 vinninga og stend- ur baráttan því fyrst og fremst um annað sætið og þar koma margir til greina. Svo virðist sent þeir Róbert Harðarson og Lárus Jóhannesson hafi bland- að sér í þá baráttuna eftir að hafa haft fremur hægt um sig um miðbik mótsins. Staðan fyrir síðustu umferð, þegar ólokið var biðskákum, var þessi: 1. Karl Þorsteins 9 v. 2.-3. Davíö Ólafsson og Þröstur Þórhallsson 7 v. hvor. 4. Lárus Jóhannesson 61/2 v. + 1 biðskák. 5. Róbert Harðarson 61/2 6. Halldór G. Einarsson 6 v. + 1 biðskák. 7.-8. Hilmar Karlsson og Dan Hansson 6 v. hvor. 9.-10. Ásgeir Þ. Árnason og Benedikt Jónasson 5 v. + 1 biðskák hvor. 11. Andri Áss Grétarsson 5 v. 12. Haukur Angantýsson 41/2 v. + 2 bið- skákir. 13. Pálmi Pétursson 41/2 v. 14. Gylfi Þórhallsson 21/2 v. í gærkveldi voru tefldar biðskákir en úrslit lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. Árangur Karls kemur eng- um á óvart því fyrirfram var hann álitinn sigurstranglegasti keppandinn, hæstur á stigum bæði íslenskum og alþjóðleg- um. Karl tók mikinn sprett um miðbik mótsins og hefur getað tekið því rólega í síðustu um- ferðunum. Sá sem þessar línur ritar óskar honum til hamingju með þennan örugga sigur. Hrafn Loftsson óruggur sigurvegari í áskorenda- flokki í áskorendaflokki mættu 36 skákmenn lil leiks cn tvö efstu sætin gefa rétt til þátttöku í landsliðsflokki á næsta ári. Tefldar voru níu umferðir og bar Hrafn Loftsson glæsilegan sigur úr býtum, hlaut 7 vinn- inga. Hann fær því tækifæri til að spreyta sig í landsliðsflokki. Ljóst er að aukakeppni þarf að fara fram um liitt sætið og eru margir um hitunina. Sjö skák- • menn hlutu 6 vinninga, þeir Jón Þ. Þór, sem tefldi í fyrsta sin á opinberu skákmóti í íang- an tíma og fékk 1/2 vinning úr þrem fyrstu skákunum en tók mikinnsprettí!okin,51/2v. úr sex síðustu skákunum, Hannes Hlífar Stefánsson, 12 ára gam- all piltur sem þegar hefur getið sér gott orð, Guðmundur Gíslason frá ísafirði, Jóhannes Ágústsson, Jón Þ. Bergþórs- son og Tómas Björnsson. Þrír liinir síðastnefndu eru allir úr Taflfélagi Reykjavíkur. Reiknað er með að auka- keppnin fari fram næsta haust. Tveir efstir í opna flokknum Þátttakendur í opna flokkn- um voru 59 talsins og þar urðu tveir efstir og jafnir þeir Rík- harður Sveinsson og Sigurður Daði Sigfússon sem báðir hlutu 71/2 vinning úr níu skákum. f 3.-7. sæti urðu Björn Þ. Björnsson, Jón Bragi Bergmann, Sigurður Páll Sig- urðsson, Einar T. Óskarsson og Kristófer Ómarsson. Keppendur á Skákþingi ís- lands voru alls 109 talsins. Það er mikil þátttaka einkum ef haft er í huga að seinni part árs fer fram hluti íslandsmótsins, keppnin um titilinn „Unglinga- meistari íslands 1985“ og keppni í drengja- og stúlkna- flokki. Mótið fór fram á tveim stöðum. í landsliðflokki var teflt í Hagaskóla, þar til skóla- starf hófst aftur eftir páska en þá var mótið flutt í húsakynni Taflfélags Reykjavíkur, en þar var teflt í áskorenda- og opn- unt flokki.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.