NT - 13.04.1985, Blaðsíða 9

NT - 13.04.1985, Blaðsíða 9
Laugardagur 13. apríl 1985 9 Sveit Jóns Baldurssonar sigraði með yfirburðum - í annars jöfnu íslandsmóti í sveitakeppni ■ Sveit Jóns Baldurssonar vann íslandsmótið í sveita- keppni með nokkrum yfir- burðum, eins og komið hefur áður fram í blaðinu. Sveitin vann alla sína leiki og endaði 24 stigum fyrir ofan næstu sveit. Með Jóni spiluðu Sig- urður Sverrisson, Aðalsteinn Jörgensen, Valur Sigurðsson, Hörður Blöndal og Guðmund- ur Pétursson. Annars var þetta mót nú býsna jafnt, sem sést á því að aðeins 26 stig skildu sveitirnar í 2. og 7. sæti að. Fyrsta og síðasta sætið skáru sig aðeins úr. Samt var röð sveitanna ekkert óvænt og í fjögur efstu sæti mótsins röðuðu sveitir sér sem unnið hafa þetta íslands- mót undanfarinn áratug. Paö bendir því ekkert sér- staklega til að bilið milli „þjóð- annatveggja“í íslensku bridge- lífi sé að minnka. Um þetta mót er lítið annað að segja, nema þá helst að framkvæmdin var heldur slæ- legari en verið hefur undanfar- ið og á það bæði við um ýmis smáatriði eins og skorblöð og nafnspjöld, og eins fram- kvæmd á sýningartöfluleikj- um. Lokaröð sveitanna sem spil- uðu í úrslitunum varð þessi: Jón Baldursson......... 139 Þórarinn Sigþórsson ... 115 Jón Hjaltason........... 114 Úrval .................. 110 Stefán Pálsson ......... 102 Ólafur Lárusson .........96 GuðbrandurSigurbergss. . 89 Sigurjón Tryggvason ... 74 Bridgemót Breiðfirðinga Sveit Hans Nielsen vann hraðsveitakeppni félagsins sem lauk á fimmtudagskvöld- ið. Með Hans spiluðu Lárus Hermannson, Páll Valdemars- son, Hannes R. Jónsson og Guðmundur Magnússon. Sveit Hans fékk 1910 stig, en í öðru sæti var sveit Ingi- bjargar Halldórsdóttur með 1866 stig. Mjög hörð keppni var um 3. sætið og er röð næstu sveita birt án ábyrgðar því ekki hefur enn verið farið ná- kvæmlega yfir skor sveitanna: Hans Nielsen ......... 1910 Ingibjörg Halldórsd. . 1866 Óskar Karlsson........ 1858 Elís R. Helgason .... 1857 Alison Dorosh ......... 1855 Daníel Jónsson........ 1823 Næsta keppni á vegum fé- lagsins verður butlertví- menningur og stendur skrán- ing í mótið til mánudags- kvölds. Hægt er að skrá sig hjá Guðmundi í síma 24371. Bridgedeild Rangæinga. Að loknum 3 umferðum í barometertvímenningi félags- ins er staðan þessi: Bragi Björnsson - Pórður Sigfússon ... 161 Björn Kristjánsson - Hjörtur Élíasson . . . 154 Kristinn Sölvason - Stefán Gunnarsson . . 137 Eddas Thorlacius - Sigurður ísaksson .... 82 Bridgefélag Hafnarfjarðar Úrslit í barometertvímenn- ing félagsins urðu þessi: Magnús Jóhannsson - Hörður Þórðarson . . 179 Dröfn Guðmundsdóttir - Erla Sigurjónsdóttir . 139 Ólafur Ingimundarson - Sverrir Jónsson .... 132 Guðbrandur Sigurbergsson - Kristófer Magnússon . . 80 Óttó R. Jónssoon - Einar Sveinbjörnsson . 53 Næsta mánudag verður vor- tvímenningur og verður skrán- ing á staðnum. Spilað er í fþróttahúsinu við Strandgötu. Bridgedeild Húnvetninga Aðalsveitakeppni deildar- innar lauk með sigri sveitar Valdemars Jóhannssonar, en með honum spiluðu Jóhann Lútersson, Þórarinn Árnason og Gísli Víglundsson. Röð efstu sveita varð þessi: Valdemar Jóhannsson . 200 Hreinn Hjartarson .... 192 Halldóra Kolka......... 188 Kári Sigurjónsson .... 179 Jón Oddsson ........... 179 Næsta miðvikudag verður spilaður einmenningur. Frá Bridgesambandi íslands Á mánudaginn, 15. apríl rennur út skráningarfrestur til að tilkynna þátttöku á eftirtalin mót á vegum Bridgesambands íslands: Islandsmótið í tvl- menningskeppni-undanrásir, sem verða í Tónabæ 20.-21. apríl n.k. í landsliðskeppnir BSÍ, í opnum flokki og kvennaflokki sem verða helg- ina 10.-12 maí n.k., í Drangey v/Síðumúlaog í yngri flokk.sem spiluð verður helgina 26.-28. apríl, einnig í Drangey v/Síðu- múla. Hægt er að hafa samband við Ólaf Lárusson í s: 18350 eða 16538 til kl. 18.00 á mánu- daginn n.k. Vakin er athygli á því, að þau pör sem ekki hafa sam- band fyrir auglýstan tíma, geta ekki gert ráð fyrir því að fá að vera með, er að spilatíma kemur. Bridgedeild Barð- strendingafélagsins Mánudaginn 1. apríf hófst tveggja kvölda Firmakeppni félagsins með þátttöku 36 firma. Staða efstu fyrirtækja: Múrarafélag Reykjavíkur - (Ragnar Þorsteinsson Helgi Einarsson).......210 Múrarameistarafélag Reykja- víkur - (Þórir Árnason - Ragnar Björnsson).............. 196 íslenska Álfélagið - (Ragnar Hermannson - ísak Sigurðsson) ............ 193 Blikk og Stál (Guðrún Jónsdóttir - Ágústa Jónsdóttir)............. 186 Pétur O. Nikulásson - (Sigurður Kristjánsson - Halldór Kristinsson) ... 183 Frá Bridgedeild Skagfirðinga 4 kvölda Mitchell-tví- menningskeppni félagsins, lauk með öruggum sigri þeirra Margrétar Jensdóttur og Egg- erts Benónýssonar. Þau tóku hæstu skorina fjórða kvöldið, eftir að hafa leitt allt mótið. Glæsilegt það. Röð efstu para varð þessi: Margrét Jensdóttir - Eggert Benónýsson . 1521 Gústaf Björnsson - Rúnar Lárusson . . . 1481 Gísli Steingrímsson - Guðm. Thorsteinss. . 1441 Ármann J. Lárusson - Sig. Sigurjónss. . . . 1394 Elísabet Jónsdóttir - Leifur Jóhannesson . 1392 Guðni Kolbeinsson - Magnús Torfason .. 1373 Meðalskor var 1328 stig. Alls tórku 32 pör þátt í keppn- inni. Þriðjudaginn 9. apríl var keppt við Húnvetninga í Reykjavík á 11 borðum í Drangey. Leikar fóru svo, að Skagfirðingar sigruðu örugg- lega, með 207 stigum gegn 119 hjá Húnvetningum. Skagfirð- ingar unnu á 8 borðum, jafnt varð á einu og tap á tveimur. Næsta þriðjudag verður spil- aður eins kvölds tvímenningur hjá Skagfirðingum. Öllum frjáls þátttaka, meðan húsrúm leyfir. Frá Bridgefélagi Akureyrar Nú stendur yfir á Akureyri minningarmót um Halldór Helgason. Það ersveitakeppni með board-a-match sniði. Lokið er 8 umferðum, og er staða efstu sveita þessi: Sveit: Arnars Einarssonar ... 164 Páls Pálssonar.......... 143 Gylfa Pálssonar......... 143 Þormóðs Einarssonar . . 139 Gunnl. Guðmundss. ... 138 Hauks Harðarsonar ... 136 22 sveitir taka þátt í mótinu, sem mun taka yfir 5-6 kvöld. Bridgefélag Breiðholts Þriðjudaginn 9. apríl hófst board-a-match sveitakeppni með þátttöku 10. sveita. Eftir 3 umferðir er staða efstu sveita þessi: Sveit: Baldurs Bjartmarssonar . 40 Helga Skúlasonar ........38 Bergs Ingimundarsonar . . 36 Eiðs Guðjónssonar .... 31 Ragnars Ragnarssonar . . 31 Næsta þriðjudag heldur keppnin áfram. Bridgefélag Sigiufjarðar Siglufjarðarmeistarar í sveitakeppni annað árið í röð varð sveit Þorsteins Jóhanns- sonar með 174 stig. f sveitinni eru auk Þorsteins; Rögnvaldur Þórðarson, Ásgrímur Sigur- björnsson og Jón Sigurbjörns- son. í næstu sætum voru: Sveit: Boga Sigurbjörnssonar . 165 Níelsar Friðbjarnars. . . 161 Valtýs Jónassonar .... 161 Reynis Páls., Fljótum . . 158 Keppnin var allan tímann mjög jöfn og spennandi. T.d. skilja aðeins 12 stig að 2. og 6. sveit. Guðmundur Sv. Hermannsson ■ Sjötugur er í dag 14. apríl séra Bjartmar Kristjánsson, pró- fastur að Syðra-Laugalandi í Eyjafirði. Sérfræðingar Heyrn- ar- og talmeinastöðv- arinnar í Eyjum ■ Friðrik Páll Jónsson háls-, nef- og eyrnalæknir ásamt öðr- um sérfræðingum Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands verða á ferð í Vestmannaeyjum dagana 28. til 30 apríl n.k. Rannsökuð verður heyrn og tal og útveguð heyrnartæki. Þeir, sem hafa áhuga á að nýta sér þessa þjónustu, eru beðnir að hafa samband við Heilsugæslustöð Vestmanna- eyja. Kristín Pálmadóttir frá Hnausum í Þingi Fædd 10. aprí! 1889 Dáin31.mars 1985 Þann 31. mars síðastliðinn lést á Landsspítalanum, Kristín Pálmadóttir, Fellsmúla 2 Reykjavík, en hún var húsfreyja í Hnausum í Þingi, Austur- Húnavatnssýslu, í rúmlega hálfa öld. Eflaust minnast margir Kristínar í Hnausum því að þar var ákaflega gestkvæmt, enda bærinn í þjóðbraut, og í Hnaus- um var eina símstöðin á stóru svæði í mörg ár. Mér er hún minnisstæðust sem elskuleg amma, en ég er elstur barna- barna hennar og varð þeirrar gæfu aðnjótandi að dveljast lengi í Hnausum á barns- og unglingsárum mínum. Kristín var fædd í Hvammi í Langadal í Austur-Húnavatns- sýslu 10. apríl 1889 og var því hátt á 96. aldursárinu er hún lést. Foreldrar hennar voru þau Pálmi Erlendsson, Húnvetning- ur að ætt, og Jórunn Sveinsdótt- ir frá Starrastöðum í Skagafirði. Auk Kristínar og tveggja barna sem dóu ung, áttu þau tvo syni, Ágúst sem er látinn fyrir mörg- um árum, og Magnús, sem lifir systur sína í hárri elli. Barns- skónum sleit Kristín á Vesturá á Laxárdal. Um fermingaraldur fluttist hún með foreldrum sín- um til Sauðárkróks, en um tví- tugt fór hún til Reykjavíkur, þar sem hún vann næstu árin, m.a. við matreiðslu á Hótel íslandi. Að Hnausum kom hún fyr: t sem kaupakona vorið 1912, og mun ferðin frá Reykja- vík hafa tekið þijá daga í fýlgd með landpóstunum. Þess ber að geta að þetta sama vor höfðu bræðra- synirnir Sveinbjörn Jakobsson frá Sólheimum í Svínadal og Jakob Guðmundsson frá Holti í sömu sveit keypt Hnausa, sinn helminginn hvor, eina bestu jörð sýslunnar með víðlendar starengjar og auk beitilandsins í Vatnsdalsfjalli fylgdi hálfur Sauðadalurinn, austan við fjallið. Kristín og Sveinbjörn gengu í hjónaband vorið 1916 og hófu þá búskap í Hnausum. Þar bjuggu þau ætíð góðu búi. Þau eignuðust sex börn, stúlku misstu þau í bernsku, en fimm eru á lífi. Þau eru Guðrún, gift Dýrmundi Ólafssyni, Leifur, kvæntur Elnu Thomsen, Jakob, kvæntur Ingu Þorsteinsdóttur, Jórunn Sigríður, gift Hafsteini Hjartarsyni og Svava Sveinsína, ógift. Þau búa öll í Reykjavík nema Leifur sem er bóndi í Hnausum. Afi andaðist haustið 1958, 79 ára gamall, en amma fluttist til Reykjavíkur haustið 1967 og hélt þar heimili með Svövu dóttur sinni að Fellsmúla 2 allt til æviloka. Minningin um Kristínu ömmu er svo samofin dvöl minni í Hnausum að ég get ekki látið hjá líða að minnast Svein- bjarnar afa nokkrum orðum. Hann hafði að loknu námi í Möðruvallaskóla lagt stund á kennslu og skrifstofustörf, en hugur hans stóð til búskapar öðru fremur. Hann var bóndi af lífi og sál, byggði vel upp og ræktaði mikið. Afi var ákaflega einlægur og barngóður og ég tel mig hafa lært margt gott og nytsamlegt hjá honum. Án efa hefur hann mótað mjög viðhorf mín til sveitabúskapar og land- búnaðar. Þótt amma hefði í mörg horn að líta við heimilis- störf, símavörslu og fleira sem fylgdi stóru sveitaheimili, var hún lengi formaður Kvenfélags Sveinsstaðahrepps. Hún mun löngum hafa þótt liðtæk við sálmasöng í Þingeyrarkirkju, enda hafði hún fagra söngrödd.. Líkt og afi var amma mjög iðin, samviskusöm og vandvirk. Hún taldi það sjálfsagt mál að vera fyrst á fætur á morgnana og ganga síðust til náða á kvöldin. Alls staðar var snyrtilegt í kring- um ömmu. Hún eldaði afbragðs mat og bakaði gómsætar kökur sem hún vildi að fólk borðaði Vísnakvöld ■ Enn á ný halda Vísnavinir Vísnakvöld á Hótel Borg. Að þessu sinni mánudagskvöldið 15. apríl kl. 8:30. Á kvöldinu koma frant meðal annarra: Hljómsveitin Tvíl, Davíð Þór Jónsson, trúbador, Þorvaldur Örn Árnason og rússneska söngkonan Kjuregei Alex- andra, Guðrún Hólmgeirsdótt- ir, trúbadorína, Bjarni E. Sig- urðsson skólastjóri Þorlákshöfn og Hallgrímur Hróðmarsson menntaskólakennari. Framundan hjá Vísnavinum er að halda norrænt Vísnamót, Vísland 85, að Laugarvatni dag- ana 27.-30. júní. Það mun verða margt norrænna gesta og eru íslenskir Vísnavinir hvattir til þess að fjölmenna á mótið. Upplýsingar um mótið má ta hjá lnga í síma 33290 eða Gísla í síma 30415. Vísnavinir. Bach-tónleikar ■ Næstkomandi mánudags- kvöld, 15. apríl, vcrða orgeltón- leikar með verkum eftir Johann Sebastian Bach í tilefni af 300 ára afmæli tónskáldsins. Þessir tón- leikar eru þriðju í röðinni af 15, scm haldnir verða. Tónleikarnir verða í Kristskirkju og hefjast kl. 20.30. Að þessu sinni eru þaö 7 organ- istar sem leika en þeir cru: Jón Björnsson, Orthulf Prunner, Hilmar Örn Agnarsson, Úlrik Ólason, Kjartan Sigurjónsson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Guð- mundur Þorsteinsson, Á þessum tónleikum verða flutt vcrk er einkum tilheyra páskun- um. Að hljómlcikunum standa Fclag íslenskra organleikara, Kirkjukórasamband lslands og söngmálastjóri þjóðkirkjunnar. Aðgangur er ókeypis og öllum hcimill. Gangleri ■ Fyrra hefti 59. árgangs er kom- ið út. Blaðið er að venju 96 bls. mcð grcinum um andlcg mál. Meðal efnis eru greinar um undarlcg óskilin fyrirbæri og fljúgandi furðuhluti. Grein um slökun og sagt frá kenningum í andlegri hcimspeki. Fjallað er um fræði yoganna og innri gerö mannsins. Þýtt erindi cr í heftinu eftir forseta Guöspekifélagsins og fjall- ar það um sjálfið og þjáninguna. Þá er grein um ásókn manna í ógnir og hrylling. Alls cru 19 grcinar nú í Gangl- era, auk smáefnis. Áskriftarverð er kl. 440,- Nýir áskrifendur fá tvö eldri blöð ókeypis. Áskriftarsími er 39573 eftirkl. 17.00. vel af, alla tíð þessi mikla gest- risni og myndarbragur. Höfð- ingslundin og hugulsemin átti sér engin takmörk. Ætíð var hún að gefa og gleðja, hvort sem hún var amma í Hnausum eða langamma í Fellsmúlanum. Ég minnist til dæmis með hlýhug síðkvölda í Hnausum þegar amma kom að bjóða góða nótt og hafði yfir vers og bænir sem hún lét mig smám saman læra. Já, það voru líka systkin mín, Kristín, Sveinbjörn og Gylfi, og mörg fleiri börn og unglingar sem nutu góðs af handleiðslu hennar, og við erum öll þakklát- ari en orð fá lýst. Um ömmu lék ætíð birta og ylur, við bárum öll mikla virðingu fyrir henni og minningarnar um hana eru okk- ur kærar. Blessuð sé minning hennar. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra ættingja, venslafólks og vina þegar ég lýk þessum minn- ingarorðum með innilegum þökkum til Svövu frænku fyrir þá eins . umhyggju sem hún veitti Kristínu ömmu allt til hinstu stundar. Jarðarförin fer fram í dag, laugardaginn 13. apríl, frá Þing- eyrarkirkju í Húnaþingi. Ólafur R. Dýrmundsson.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.