NT - 08.05.1985, Blaðsíða 2

NT - 08.05.1985, Blaðsíða 2
 Tryggingagreiðslur vegna bruna í atvinnuhúsnæði: Námu 115,5 milljónum áárunum 1981-1983 Brunavarnir til umræðu á Alþingi. Stjórn frysti- hússins á Hellissandi hefði verið fangelsuð vegna slugs, sagði Guðmundur Einarsson ■ Tryggingafélögin greiddu 186,7 iniiljónir króna í bein eignatjón í húsbrununi hér á landi á árunum 1981-1983 en þaö samsvarar að meðaltali um 0,16% af vergri þjóðarfram- leiðslu þessara ára. Þar af voru greidd brunatjón á atvinnuhúsnæði um 7 milljónir króna árið 1981, 12,5 milljónir króna 1982 og 96 milljónir króna árið 1983. Heildartjónagreiðslur vegna bruna voru 22,5 milljónir 1981 37,1 milljón 1982 og 126,9 mill- jónir króna 1983 þannig að tryggingagreiðslur vegna bruna í atvinnuhúsnæði hafa farið vax- andi á þessum árum. Þetta kom fram í svari Alex- anders Stefánssonar félagsmála- ráðgjafa við fyrirspurn Guð- mundar Einarssonar um bruna- varnir á alþingi í gær þar sem hann spurði ráðherra hvort hann teldi tjón af völdum eldsvoða í atvinnuhúsnæði hér á landi óeðlilega mikið. Félagsmálaráðherra sagði ekkert benda til þess að tjón á atvinnuhúsnæði vegna bruna, væri lægra í öðrum löndum og benti á að brunatjón á Norður- löndunum, sem viö bærum okk- ur oft saman við, væri hlutfalls- lega mun meira en hérlendis. Mengunarhætta á vinnustöðum: Samhæfðar rann- sóknir á næstunni ■ Farið hafa fram viöræöur um að gera rannsóknir á næstunni á mengunarhættu á vinnustöð- um og verða þær samhæfðar norrænum rannsóknum og koma til með að þjóna því langtímamarkmiði að bæta að- búnað á vinnustöðum. Þetta kom ma. fram í svari Alexanders Stefánssonar félags- málaráðherra við fyrirspurn Guðmundar Einarssonar á Al- þingi í gær um hvort sérstakar kerfisbundnar rannsóknir hafi verið gerðar á tíðni öndunar- færasjúkdóma í álverinu við Straumsvík. Engar hefðbundn- ar rannsóknir hafa verið gerðar hér við álverið en samkvæmt erlendum rannsóknum þykir sýnt að mengun geti valdið öndunarfærasjúkdómum, asma og fleiru. Miklar mengunar- mælingar voru gerðar árið 1983 í álverinu og kom skýrsla um málið 1984 en í niðurstöðum hennar segir að mengun í ker- skála skapi hættu á öndunar- færasjúkdómum hjá starfs- mönnum og sagði félagsmála- ráðherra að nauðsynlegt væri að gera sem fyrst úrbætur þar á og tryggja að lokum kerja skil- aði árangri. Heilsufarseftirlit í álverinu er í höndum læknis fyrirtækisins og hefur svo verið allt frá stofn- un þess en eftirlit við aðrar efnaverksmiðjur á landinu er í höndum heilsugæslustöðva á þeim svæðum þar sem þær eru staðsettar. Sagði hann að mikill árangur hefði náðst í brunavörnum hér- lendis á undanförnum árum og væru brunavarnir í nýjum hús- um fyllilega sambærilegar við það sem gerðist erlendis en eldra húsnæði væri stærsti vand- inn í þessum efnum. Ýmsar ráðstafanir væru á döfinni til að efla brunavarnir, m.a. bruna- málaskoli og efla ætti slökkvilið sveitarfélaga. Guðmundur Einarsson benti á í máli sínu aö rannsóknir á brunum í atvinnuhúsnæði að undanförnu bentu til að um mikla vanrækslu væri að ræða í brunavörnum ef ekki íkveikjur í suntum tilfellum. Rakti hann dæmi af nokkrum stórbrunum og benti á þá erfiðleika sem rannsóknarmenn ættu við að glíma þegar að búið væri að taka til í brunarústum þegar að þeir kæmu á vettvang. Nefndi liann sem dæmi um trassaskap við brunavarnir fyrstihúsið á Hellissandi, sem brann árið 1983, en árið 1977 var þar 17 atriöum ábótavant þegar eld- varnareftirlit serði könnun og þeirn sömu 17 atriðum var einn- ig ábótavant árið 1978. Samt hefðu forsvarsmenn þessa fyrir- tækis fengið greiddar 20 milljón- ir í brunatryggingu frá Bruna- bótafélagi Islands, sem sumir kölluðu „brunabyggðasjóð" en í öllum venjulegum löndum hefði verið búið að setja stjórn frystihússins á Hellissandi í fangelsi fyrir slugs. Taldi Guð- mundur að koma þyrfti málum þannig fyrir að svona fyrirtæki fengju ekki tryggingu nemaað hlíta fyrirmælum um úrbætur. Til að það væri hægt þyrfti að afnema skyldutryggingu BÍ á atvinnuhúsnæði og koma mál- um svo fyrir að tryggingafélög tryggðu ekki brmagildrur 8. maí 1985 Slökkviliðsmaður að störfum við Fálkagötu 27 í gærdag. NT-mynd Ámi Bjarna. Fálkagata: íkveikja í ónýtu húsi ■ Mikill eldur kom upp í mannlausu íbúðarhúsi við Fálkagötu 27 í gærdag. Húsið hefur staðið mannlaust í ein átta ár og hefur verið rafmagns- laust í rúmt ár. Allar líkur eru á því að um íkveikju hafi verið að ræða. Slökkvilið var kallað til um klukkan 14, og var þá mikill eldur í húsinu. Slökkvistarf tor- veldaðist vegna mikils drasls sem var í húsinu. Sambyggt hús var í talsverðri hættu um tíma, þar sem eldtungur sleiktu það utan. Aðsögn slökkviliðsmanna mun steingafl hafa bjargað því að ekki komst eldur í sam- byggða húsið. Húsið við Fálka- götu 27 er að mestu byggt úr timbri. Húsið hefur verið þyrnir í augum íbúa hverfisins, og ein nágrannakonan sagði á vett- vangi að húsið hefði verið öllunt til ama og leiðinda, og best væri að það myndi brenna til kaldra kola. Þetta er ekki í l'yrsta skipti sem hús þetta brennur, því sá hörmulegi atburður átti sér stað fyrir tíu árum að maður brann inni í húsinu. Síðan hefur það að mestu staðið autt. Hjnn dæmigerði íslendingur á ferð innanlands: Á eigin bíl í för með fjölskyklunni lH>rateinn Pálsaon fonmður Sjálfstaeöiaflokkains: ,Ljóst að þetta þing verð- ur að skila niðurstöðuu œgir Md ef ekki sjáút ínngur aI þessu þinjfi verði aÍHUða til HtjómanuunHUrfH endurakoðuð ■ Annar hver Íslendingur 18 ára og eldri fer í ferðalag árlega að meðaltali, samkvæmt skoð- anakönnun Hagvangs um ferða- venjur íslendinga í eigin landi miðað við sumarið 1984. Með ferðalagi er átt við ferð sem tekur yfir 3 nætur eða meira. Hinn dæmigerði íslenski ferða- maður ferðast á eigin bíl (95%) í fylgd með fjölskyldu sinni eða maka (80%), gistir hjá vinum/ ættingjum, í sumarbústað eða á tjaldstæði og er yfirleitt ekki lengur en 10 daga í ferðinni. Tveir þriðju ferðalanganna telja dýrt að ferðast innanlands, en þó taldi nokkuð yfir helmingur þeirra sig hafa eytt undir 10 þús. krónum í ferðina og aðeins 1 af hverjum 5 að eyðslan hafi farið yfir 16 þús. krónur. í Ijós kom að vinsælustu ferða- mannastaðirnir eru í Suður- landskjördæmi (30% ferðamanna fóru þangað í fyrrasumar þrátt fyrir alla rigninguna) og Norðurlandskjördæmi-eystra fylgdi fast á eftir. Vesturland heimsóttu um þriðjungi færri og önnur kjördæmi um helmingi færri en Suðurlandið. 1 hring- veginn og á hálendið lögðu ekki margir á síðasta sumri. Athygli vekur að sumarferðalög til Reykjavíkur virðast lítt eftirsótt (9%) og viðburður ef einhver hefur tekið sér ferð á hendur um Reykjanes. Þá kom fram að sveitafólk leggur ekki í vana sinn að ferðast yfir sumartím- ann. Einnig þótti athyglisvert að um þriðjungur aðspurðra kvaðst ekki hafa tekið sumar- leyfi árið 1984. Af ferðalöngum síðasta sumars gisti rúmur helmingur í húsvagni eða tjaldi, um þriðjungur á einkaheimilum eða í eigin sumarbústað og um fimmti hver í orlofshúsi. Aðeins um 8. hver ferðalangur splæsti í hótel eða gistiheimili og þá í yfirgnæfandi meirihluta fólk sem komið var yfir fertugt. Þessir hótelgestir voru yfirleitt nokkuð ánægðir með þá þjón- ustu sem þeir fengu en um helmingur þeirra taldi verð á mat þar nokkuð hátt. Aðstaða á tjaldstæðum fékk einnig yfir- leitt nokkuð góða dóma. Spurðir um ástæður ferðar- innar kvaðst þriðjungur ferða- langanna vilja skoða landið sitt, um fjórðungur taldi það ódýrara en annað og um sjötti hver sagði heimsóknir til vina eða ættingja helstu ástæðuna. Kísilmálmvinnslan: Stofnkostnaðurinn lækk- aður um 200 milljónir! Stofnkostnaðaráætlun fyrir- hugaðrar Kísilmálmvinnslu á Reyðarfirði hefur verið skorin niður um 10%, miðað við fyrri áætlanir eða um 200 milljónir. Var það gert til að auka sam- keppnishæfni verksmiðjunnar í ..kapphlaupinu um erlenda með- eigendur. Geir A. Gunnlaugsson fram- kvæmdastjóri Kísilmálmvinnsl- unnar sagði í samtali við NT, að fyrri áætlanir hefðu byggt á þeim „standard", sem væri á Grundartanga, en hann hefði nú verið lækkaður aðeins. Þá sagði hann, að reynt yrði að minnka ýmsan tækjabúnað og beðið með fjárfestingar, þar til verksmiðjan hefði starfað ein- hvern tíma. Einnig verður ekki eins mikið lagt í verkstæði verk- smiðjunnar. Geirsagði, að þessi niðurskurður kæmi þó ekki að sök við framleiðsluna. Sagði hann, að samkeppnisstaða fyrir- tækisins hefði batnað töluvert við þessa lækkun stofnkostnað- Aðspurður hvort lækkunin myndi skipta sköpum í leitinni að erlendum meðeiganda, sagði Geir að það sem endanlega réði væri raforkuverð til verk- smiðjunnar. „Það er fyrst og fremst það, sem við höfum hugsanlega upp á að bjóða, og sem gerir það hagkvæmt að byggja svona verksmiðju á fs- landi,“ sagði Geir. Hann sagði, að ekki feeföu komið neinar opinberar yfírfýs- ingar frá stjórnvöldum um, að þau væru tilbúin til að fara niður fyrir þau 18 mill, sem oft hefur verið rætt um. Endurskoðun stofnkostnað- arins var unnin af starfsmönnum Kísilmálmvinnslunnar og ráð- gjöfum hennar. Þess má geta að á Alþingi í gær kom fram í svari iðnaðarráðherra við fyrirspurn að kostnaður við Kísiimálm- vinnsluna er þegar orðinn um 40 milljónir króna, þrátt' fyrir að engin starfsemi sé þar hafin.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.