NT - 08.05.1985, Blaðsíða 13

NT - 08.05.1985, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 8. maí 1985 13 ■ Æ,æ, - ekki bíta mig, gæti Alexandre verið að segja, og margir eru hræddir um að hann sé í stórhættu - en þetta er allt í gamni! Auglýsingu snúið við! ■ Það var hér á árum áður, þegar Ieyfðar voru sigarett- uauglýsingar, að þa sáust um- mæki reykingamans, sent hljóðuðu eitthvað á þessa leið: „Eg myndi hlaupa mílu eftir einum Camel!“. En meðfylgjandi mynd frá rússnesku fjölleikahúsi fylgdi myndatexti og þar stóð: Þarna sjáið þið náungann sem myndi hlaupa eina mílu undan Kamel". Reyndar er þetta leikur hjá þjálfara dýrsins, Alexandre Nikolajewy og kameldýrinu, sem hleypur á eftir honum eins og það ætli að éta hann. Þeir félagarnir, Nikolajewy og kameldýrið eru mjög vinsælir sem sirkus-atriði, en oft kemur það þó fyrir að hinir yngri áhorfendur fyllast óhug við að sjá eltingaleikinn og heimta að einhver hjálpi aumingja manninum svo dýrið ekki éti hann! ■ Hér er Roger Moore á góðri stund með eftirlætiskonunum sínum, dótturinni Debbie og eiginkonunni Luisu. Roger Moore er enginn kvennabósi! ■ Sem kunnugt er er James Bond hið mesta kvennagull og hafa bíóáhorfendur til margra ára gert því skóna, að þeir Sean Connery og Roger Mo- ore hljóti að vera sama mark- inu brenndir. Að vísu hafa þeir ekki kom- ist alveg klakklaust fra hjón- abandsskipbrotum frekar en svo margir aðrir og þarf ekki kvikmyndastjörnur til. En báðir eiga það sameiginlegt að hafa ekki stundað hjónbands- markaðinn af neinni græðgi og vera trúir eiginkonum sínum, sem eru bara nr. 2 í röðinni, og líta ekki við öðrum konum. Roger Morre kann best við sig í félagsskap konu sinnar, Luisu, og dóttur, Debbie sem orðin er 18 ára. Reyndarsegja illgjarnar tungur að hin ítalska Luisa sé svo afbrýðisöm og hafi svo gott eftirlit með hon- um að honum héldist ekki neitt kvennafar uppi! En kannski gildir bara það sama um fallegt kvenfólk og dísæta eftirrétti, allir missa lystina fyrr eða síðar! I Jackie Onassis sker sig lítið úr fjöldanum nú orðið, þegar hún heldur heim á leið eftir erfiðan vinnudag með innkaupapokann í hendinni. „Faðir“ Bítlanna ■ „Faðir Bítlanna" er Tony Sheridan oft kallaður. Því er nefnilega haldið fram að hann hafi „uppgötvað“ þessa síðar frægu fjórmenninga þar sem þeir léku óþekktir við litlar undirtektir í Hamborg! Tony Sheridan var sjálfur á bólakafi í popp-bransanum á þessum árum og vinsæll laga- höfundur. Mörg laga hans, eins og t.d. „Skinny Minnie“ og „Let’s Twist Again" náðu óhemju vinsældum, svo að það voru lagðar við hlustirnar, þeg- ar hann felldi þann dóm yfir óþekktri hljómsveit að hún væri bara skrambi góð! Og það voru góð meðmæli fyrir Bítl- ana, þegar hann valdi þá til að sjá um upphitunina á tónleik- um sínum. Nú nýlega gafst Tony Sheri- dan sem orðinn er 44 ára, tækifæri til að rifja þessa löngu liðnu daga upp, þegar Julian Lennon kom til að heilsa upp á hann í Hamborg. Árangur- inn af þeim fundi var gagn- kvæm virðing og aðdáun og kom möguleikinn á því að þeir gerðu hljómplötu saman til tals. ■ „Lifandi eftirmynd föður síns,“ segir Tony Sheridan um Julian Lennon. Annars eyðir Tony Sheridan mestum tíma sínum nú á dög- um í leit að sálarheill í fylgd með indverskunt gúrú, en er þó enn vel virkur á tónlistar- sviðinu. Hann þarf þó ekki að strita fyrir daglegu brauði, þar sem hann fær enn greiðslur fyrir tónlistarframlag sitt á Bítla-tímanum. Jackie segir skilið við hið Ijúfa líf! ■ Sú var tíðin að því sem næst daglega birtust myndir og fréttir af Jacqueline Onassis í heimspressunni. Fyrst varnátt- úrlega tilefnið þegar hún gegndi stöðu forsetafrúar Bandaríkjanna og síðarr hinir sorglegu atburðir í Dallas, þeg- ar maður hennar lét lífið með höfuðið í kjöltu konu sinnar eftir skotárás leynimorðingja. Þá minnkaði ekki áhuginn á persónu hennar þegar hún gift- ist hinum steinríka Aristotle Onassis, né þegar hann dó og eftirlét henni mikinn auð. Eftir andlát Onassis bárust þær fréttir að Jackie væri farin að vinna úti, eins og svo marg- ar kynsystur hennar grípa til undir svipuðum kringumstæð- um. En alltaf öðru hverju var verið að spá í að hún hefði ekki alveg misst alla von um að ná sér í einn ríkan og voldugan eiginmann enn. Nú eru þær raddir hljóðnaðar og orðið fremur sjaldgæft að frétta- mönnurn þyki taka því að nefna hana á nafn. Og Ijós- myndararnir láta hana að mestu leyti í friði. Svo brá þó við ekki alls fyrir löngu að ljósmyndari bar kennsl á Jackie þar sem hún var eins og hver önnur útivinn- andi húsmóðir á leið heim úr vinnunni með fulla innkaupa- tösku. Daglegt líf hennar er sem sagt nú orðið lítið frá- brugðið annarra kvenna. Hún stundar sína daglegu vinnu á bókaforlaginu Doubleday í New York, en fer að öðru leyti lítð út fyrir dyr heimilisins nema til að versla eða heim- sækja John son sinn, sem líka býr í New York ásamt unnustu sinni Sally Munroe. Hún fer reyndar líka stundum í Central Park til að skokka, en þar með er selskapslíf hennar líka upp- talið. Dagar hins ljúfa lífs eru taldir.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.