NT - 08.05.1985, Blaðsíða 9

NT - 08.05.1985, Blaðsíða 9
570 - 81733. gætt að auglýsingar raski ekki samlyndi innan fjölskyldunn- ar. 2. Auglýsingar sem beint er til barna eða unglinga eða eru líklegar til að hafa áhrif á þá aldursflokka skulu ekki inni- halda staðhæfingar eða myndir sem gætu skaðað hina yngri geðrænt, siðferðislega eða lík- amlega. 14. gr. Ábyrgð á auglýsingum 1. Ábyrgðin á því að ákvæð- in í þessum reglum séu haldin hvílir á auglýsanda, semjanda auglýsingar eða auglýsinga- stofu, og einnig á útgefanda, eiganda fjölmiðils eða öðrum slíkum samningsaðila við birt- ingu. a) Auglýsandi skal taka á sig heildarábyrgð vegna aug- lýsinga á sínum vegum. b) Semjandi auglýsingar eða auglýsingastofa skal vinna verkið af fyllstu kostgæfni og á þann hátt að auglýs- andi sé fær um að inna skyldur sínar af hendi sem honum ber. c) Útgefandi, eigandi fjölmið- ils eða hver annar aðili sem birtir, miðlar eða dreifir auglýsingum skal viðhafa réttmæta varúð er hann tek- ur við auglýsingum og kem- ur þeim á framfæri við al- menning. 2. Öllum sem starfa hjá fyrir- tæki eða stofnun sem fellur undir einhverja af áðurnefnd- um þremur skilgreiningum og taka þátt í undirbúningi aug- lýsinga, gerð þeirra, birtingu eða miðlun til annarra ber skylda til, í samræmi við stöðu sína, að sjá um að reglunum sé fylgt. 15.gr. Ábyrgðin á að reglunum sé fylgt nær yfir allt innihald og form auglýsingar. Þar telst með vitnisburður og yfirlýsing- ar ásamt myndaefni, jafnvel þótt slíkt sé aðfengið. 16. gr. Villandi auglýsing skal ekki réttlætt með því að benda á að auglýsandi háfi síðar séð neyt- endum fyrir réttri vitneskju. 17. gr. Vörulýsingar og staðhæfing- ar um eðli eða myndameðferð skulu ávallt vera sannleikanum samkvæmar. Auglýsendur skulu fúsir til að leggja fram sönnunargögn án tafar sé þess óskað af aðilum sem sjá um að reglunum sé framfylgt. 18. gr. Enginn auglýsandi, semj- andi auglýsingar eða auglýs- ingastofa, útgefandi, eigandi fjölmiðils eða annar birtingar- aðili skal taka þátt í birtingu auglýsingar ef hún hefur verið dæmd óframbærileg af þeim aðila sem sér um að reglunum sé framfylgt. -gdr piö kaupiÖ POLONEZ •>ð Ntúran oi> Nterkan bil vió ykkar hafi «n á Nmábilaverói: - kr. kominn á götuna. "UÓ I * koraií og kaupió xtóran og xterkan bil reynaluakntur "f® rt |>a-gil<-gur i akxtri. hagnylur. «-nd 'kra tanda in{arf>óóur og falU-gur. VMÍ! jr langar fleiri fiska. ' ve‘öiaöleröir serlrœöinga 1 er kennslustund heima I or ad liorla a aftur oq aftur <r I 980 Tr'FOES H ...... ron ruout n /MIKUGdRÐUR r.ui' ii11 1 ■ Miðvikudagur 8. maí 1985 9 mdur hafj Harpa, vorgyðjan yndislega ■ Nú er blessað sumarið komið enn á ný, og er vonandi að það færi okkur öllum far- sæld og hverskonar blessun. Þegar ég var að alast upp í sveit. á fyrri hluta þessarar aldar, var sumri ávallt fagnað rneð sérstökum hætti. Við börnin fórurn tímanlega á fætur. Og til þess að fagna Hörpu, vorgyðjunni yndislegu sem best, þá fórum við út, gengum þrjá hringi kringum bæinn og sungum þessa vísu: ,. Velkomin vertu. Harpa mín. gakktu inn í bæinn. Vertu ekki úti í vindinum. vorlangan daginn." Við vissum, að það var hún Harpa, sem kom með grösin og blómin, og með hlýju vind- ana og sólskinið. Við skynjuð- um návist hennar á okkar barnslega hátt, og við fögnuð- um komu hennar. Og móðir okkar reyndi að gera okkur dagamun í mat og drykk, t.d. með því að baka pönnukökur, sem okkur þótti hið besta sæl- gæti. Ég held, að á þennan hátt hafi sumri verið fagnað á hverj- um bæ sveitarinnar. Þetta var hátíð vors og birtu, blóma og gróðurs, og gleði barna var einlæg og sönn, og tilhlökkun í allra sálum. Framundan voru hlýir daga og bjartar nætur. Farfuglarnir kæmu brátt og loftið mundi kveða við af söngvum þeirra. Út um holt og móa mundum við finna mörg hreiður með dúnmjúkum, yndislegum ungum, sem biðu í ofvæni með opnum, litlurn munnum, eftir hverjum þeim bita, sern foreldrarnir mundu færa þeirn í svangan maga. Sumardagurinn fyrsti var dagur vona og eftirvæntingar, ölluin öðrunr dögum fremur. Foreldrar okkar höfðu líka kennt okkur ýms fleiri vorljóð, og sungu þau rneð okkur á þessum fyrsta degi sumarsins. Eitt var þar uppáhaldskvæði (eftir Jón Thoroddsen), sem ávallt var sungið: „Rídur Harpa í tún. roðar röðull á brún rósum stráir um löndin og æginn; vakna sveinar við það. glaðir hlaupa á hlað, Hörpu vilja þeirleiða í bæinn. Pað er mjög fögur mær. ung og yfirlitsskær, ofurgóðleg og hýrleit á vanga; hárið mikið og frítt. lokkar Ijósgulir sítt i liðum niður um herðarnar hanga. Vörum eldheitum á líka leika sér smá Ijúfu brosin með jungfrúar blíðu. stillt en fjörug hún er. pilt hvern hænir að sér, hún þá töfrar með viðmóti þýðu. ■ Vorboöinn Ijúfi... Kaldri niðri í jörð meðan hríð geisar hörð, hvílist sofandi frækornið unga; Hörpu heyrir það klið, og þá vaknar það við, vetrar kastar burt feldinum þunga. “ Þetta fagra Ijóð og lag ómaði i sál okkar. Og það ómar reyndar enn í huga mínum er ég minnist þessara löngu liðnu, björtu vordaga, sem svo marg- ar barnslegar vonir voru tengdar. Það er einlæg ósk mín, að þessi andlegi andblær vorkom- unnar, sem börn fyrri tíðar fundu í sálu sinni og fengu að njóta í ríkum mæli, mætti enn um langan aldur búa í sálum nýrrar kynslóðar, bæði barna og fullorðinna og verða vega- nesti til að mæta hverju því, sem lífið og framlíðin kann að bera í skauti sínu. Ingvar Agnarsson (Á sumardaginn fyrsta 1985) Fenguekkifar |- vegna peningaleysis ■ Nýlega varð ég fyrir þeirri dapurlegu lífsreynslu að kvöldi til að verða áhorfandi að því að strætisvagnabílstjóri neitaði tveimur ungum piltum um far, vegna þess að þeir voru auralausir. Þegar ég kom á biðstöðina voru drengirnir þar fyrir og gáfu sig á tal við mig. Sögðu þeir að þeim hefði tvisvar með hálftíma millibili verið neitað um far og báðu mig um fjárhagsaðstoð í þessu skyni. Það var satt að segja varla að ég tryði þessu, svo að ég afréð að fá að sjá þetta með eigin augum og lét þá ganga á undan mér inn í vagninn, Þegar þeir báðu um að fá að sleppa við að borga sakir auraleysis var þeim umsvifa- laust neitað. Ég borgaði náttúrlega fyrir þá þennan tíkall, senr það kostar fyrir tvö börn að fá að taka strætisvagn í Reykjavík. Ég verð að segja að mér finnst það alveg makalaust háttarlag að neita börnum um að komast heim til sín með strætisvagni, þótt þau hafi ekki peninga á sér. Vilja strætisvagnabíl- stjórar taka á sig þá ábyrgð að láta börnin verða úti vegna þess að þau eru peningalaus? Bílstjórar S VR, takið þetta til umhugsunar. Það er kannski eins gott aö eiga pening ef illa viðrar. Blomberq | MEIRA EN I PENINGANNA VIRÐI I -V" [/

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.