Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.2004, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.2004, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. desember 2004 | 15 BRAGI Straumfjörð Jósepsson fæddist í Stykk- ishólmi 1930, ólst þar upp á prestsetrinu og átti þar heima til tvítugsaldurs. Þessi saga hans spannar það tímabil, og reyndar gott betur. Hún er að stofni til reist á endurminningum hans frá þessum bernsku- og æskuárum. En þar að auki hefur Bragi viðað að sér margs konar staðfræði- og ættfræðifróðleik. Árangurinn er mikið rit, bæði að efni og umfangi, alhliða byggðalýsing og byggðasaga. Slíkt verk verður ekki hrist fram úr erminni – rösklega sex hundruð þéttprentaðar blaðsíður, þess utan viðauki í annarri bók! Þar með bætist þetta rit Braga við þau mörgu sögurit sem út hafa verið gefin um kaupstaði og byggða- kjarna landsins á undanförnum árum og áratug- um, flest eða öll samin af sagnfræðingum í höf- uðstaðnum sem til þess hafa verið kvaddir af heimamönnum. Bragi semur verk sitt ekki eftir forskrift þeirra, langt því frá. Þetta er auðvitað sagnfræði, en öðruvísi sagnfræði, saga sögð á léttari nótunum þar sem höfundur styðst við reynslu sína og endurminningar til að blása lífi í efnið, ósvikin persónusaga. Höfundur gengur skipulega til verks. Fyrst lýsir hann nánast öllu sem við kom daglega lífinu á æskuheimili sínu, stóru sem smáu. Þar með skal telja daglegu störfin sem inna verður af hendi á hverju heimili, matmál og matargerð svo dæmi sé tekið – jólabaksturinn síst undanskilinn – gesta- komur og annað slíkt sem festist í minni og verð- ur síðar að samfelldri heildarmynd í endurminn- ingunni. Þótt húshald og híbýlahættir í húsi presthjónanna væru að einhverju leyti frá- brugðnir því sem gekk og gerðist hjá öðrum þorpsbúum má daglega lífið þar eigi að síður hafa verið dæmigert fyrir lífsmynstur annarra fjöl- skyldna í þorpinu. Presturinn og fjölskylda hans nutu sömu þjónustu og aðrir þorpsbúar og deildu kjör- um með þeim. Presturinn, séra Sig- urður Ó. Lárusson, var að vísu emb- ættismaður, en engan veginn yfir aðra hafinn fremur en aðrir þjón- andi prestar vítt og breitt um land- ið. Hann var sonur Lárusar hómó- pata sem þekktastur hefur orðið allra slíkra fyrr og síðar. Meðal eftirminnilegustu tyllidaga var fimmtugsafmæli prestsins. Dreif þá að fjölda fólks, vini, vensla- fólk og fleiri. Meðal þeirra, sem að sunnan komu, var Helgi Ingvars- son, mágur séra Sigurðar, lands- þekktur læknir og mikils virtur um sína daga. Ennfremur Þorleifur Gunnarsson, sá sami sem svo mjög kemur við sögu í Íslenskum aðli Þórbergs. Hann var þá kominn á miðjan ald- ur, stöndugur maður, eigandi Félagsbókbandsins í Reykjavík sem var stórfyrirtæki á sinnar tíðar mælikvarða. Mynd sú, sem Bragi dregur upp af honum, er talsvert frábrugðin lýsingu Þórbergs eins og geta má nærri, en engu að síður skýr og mannleg. Þegar höfundur er búinn að gera æskuheimili sínu, prestshúsinu, ítarleg skil leggur hann upp í hringferð um þorpið, heldur hús úr húsi, rekur fyrst sögu gömlu húsanna sem mörg hver teljast nú vera sögufræg, getur þess hverjir í upphafi reistu þau, hverjir þar bjuggu forðum og hverjir áttu þar heima á æskuárum hans. Stykkishólmur var þá ekki stærri bær en svo að allir þekktu alla með nafni, og vissu jafnan þónokkru meiri deili en nafnið eitt á flestum samborgurum. Líka fer höf- undur um nýrri hverfi, segir frá húsráðendum og heimilisfólki þar. Og gleymir ekki jafnöldrum sín- um sem margir hverjir urðu honum minnisstæðir. Stykkishólmur lifði þá í og með á fornri frægð. Verslun hafði lengi staðið þar með blóma. Þar höfðu setið þjóðkunnir embættismenn sem höf- undur getur um í bók sinni. Katólska trúboðinu á 19. öld hafði verið talin trú um að þetta væri slíkur framtíð- arstaður að sjálfsagt væri að koma sér þar fyrir. Þá var Hólmurinn eins konar þjónustu- og samgöngu- miðstöð fyrir Breiðafjarðareyjar þar sem búsæld var meiri en annars staðar sakir verðmætra hlunninda. En svo margan fróðleik sem finna má í riti þessu um hin ýmsu svið byggðasögunnar er mannlífssagan áhugaverðust, og þá ekki hvað síst mannlýsingarnar. Körlum og kon- um, sem höfundur minnist frá bernsku- og æskuárum, lýsir hann í þaula, útliti, framkomu, skapgerð og þar fram eftir götunum. Eftir að hafa farið þannig um kaupstaðinn í fylgd höf- undar og notið líflegrar leiðsagnar hans má virð- ast sem hver og einn hafi í raun sett alveg sér- stakan svip á það fjölskrúðuga, að ekki sé sagt litskrúðuga mannlíf sem blómstraði þarna norð- anvert á Snæfellsnesinu. Bændur og búalið úr sveitinni og frá eyjunum voru þarna tíðir gestir og juku enn á fjölbreytnina. Segir Bragi deili á mörgum þeirra. Eins og títt var í smærri kaupstöðum voru nöfn manna gjarnan stytt í daglegu tali auk þess sem margur var kenndur við hús sitt, eða föður eða móður ef um yngra fólk eða börn var að ræða. Nafngiftir af því taginu hefur Bragi tekið saman og sent frá sér í sérstakri bók. Eru þau fræði góðra gjalda verð þar sem slíkar styttingar voru hluti mannlífsmynstursins. Skráin sú hefði þó komið að betri notum ef hún hefði verið felld inn í heildarnafnaskrá sem prentuð hefði verið á eftir textanum í bókinni sjálfri. Myndir eru birtar þarna af fjölda fólks, senni- lega flestum sem koma við sögu á uppvaxtarárum Braga. Útlit og hönnun er hvort tveggja með ágætum. Persónusaga Bragi Jósepsson BÆKUR Endurminningar eða Stykkishólmsbók hin skemmri eftir Braga Straum- fjörð Jósepsson. 618 bls. Útg. Mostrarskegg. 2004 Eitt stykki Hólmur Erlendur Jónsson ÞAÐ ER erfitt að vera þrettán ára. Nýbyrjuð í nýjum skóla. Mjó með alltof lítil brjóst. Í hallærislegum bux- um. Skotin í strák sem tekur ekki eft- ir manni. Og það er ennþá erfiðara að eiga mömmu sem er með krabba- mein. Sköllótta mömmu sem gengur með hækjur. Mömmu sem ekki getur lengur tekið þátt í lífi manns á sama hátt og áður. Mömmu sem kannski er að deyja. Jenna Wilson, söguhetjan í Í loft- inu lýsa stjörnur, á við öll þessi vandamál að stríða. Og henni finnst lífið óréttlátt. Samt er líka spennandi að takast á við það. Og oft gaman. Sérstaklega eftir að hún kynnist sæt- ustu og vinsælustu stelpunni í bekkn- um og kemst að því að hún hefur líka sína djöfla að draga. Að lífið er erfitt fyrir alla. Og það að verða fullorðinn felst í því að takast á við vandamálin. Bíta á jaxl- inn og halda áfram. Það finnast engar töfra- lausnir. Johanna Thydell er ekki nema tuttugu og fjögurra ára gömul og Í loftinu lýsa stjörnur er hennar fyrsta bók. Hún man greinilega ennþá hvernig það er að vera unglingur og á auðvelt með að lýsa á sannfærandi hátt þeim þrengingum sem því fylgja. Hún fellur ekki í þá gryfju að einfalda málin eða búa til lausnir í formi draumaprinsa eða nýs útlits. Lýsingar hennar á sálarstríði Jennu vegna veikinda móðurinnar eru nærfærnislegar og sterkar án allrar væmni. Reiðin, vanmátturinn, afneit- unin, sorgin og skömmin yfir því að eiga mömmu sem er öðruvísi, allt er þetta dregið fram á hispurs- lausan hátt sem kemur við kviku lesandans. Og verður enn áhrifa- meira vegna þess að hvergi er gerð tilraun til að predika eða koma á framfæri dul- búnum boðskap um það hvað sé rétt og hvað rangt. Ungling- arnir í sögunni drekka, reykja og sofa hjá án þess að það hafi neinar slæmar afleiðingar. Það er einfaldlega liður í því að feta sig inn á fullorðinsstíginn. Hluti af því nýja lífi sem þarf að máta sig við og finna sig í. Hluti af raun- veruleikanum. Í loftinu lýsa stjörnur er skilgreind sem unglingabók en á ekkert síður erindi við fullorðna. Vel skrifaður texti um raunveruleikann hlýtur að eiga erindi við alla. Og þótt vandamál Jennu séu vissulega stærri í sniðum en vandamál hins venjulega unglings er langt frá því að hér sé á ferðinni einhver sænsk „vandamálabók“. Þetta er einfaldlega góð bók sem tekst á við sama viðfangsefni og allar góðar bókmenntir í gegnum tíðina: vandann að vera manneskja. Þýðing Ingibjargar Hjartardóttur er ágæt út af fyrir sig en það skýtur óneitanlega skökku við að unglingar sem sletta og segja „shit“ í öðru hverju orði skuli þess á milli segja „kella mín“ (bls. 36), „þeir eru ekki með öllum mjalla“ (bls. 82) og svona mætti lengi telja. En þetta er minni- háttar galli sem óþarft er að láta fara í taugarnar á sér og kemur ekki í veg fyrir að lesandinn geti lifað sig inn í heim og hugsunarhátt unglinganna. BÆKUR Skáldsaga Höf. Johanna Thydell. Þýð. Ingibjörg Hjartardóttir, 241 bls. Bókaútgáfan Hólar 2004. Í loftinu lýsa stjörnur Friðrika Benónýs Ef þú deyrð, mamma Buna brunabíll er eftir Catherine Kenwortky með myndum eftir Nína Barbaresi. Þýðandi er Björgvin E. Björgvinsson. Öll samfélög byggja á sam- ábyrgð og samheldni. Allt sem unnið er af heilindum og með góðum huga er samfélaginu til hagsbóta. Í bók- inni kynnast börnin mikilvægu hlut- verki Bunu og hættulegum störfum vaskra slökkviliðsmanna við að bjarga samborgurum sínum. Útgefandi er Bókaútgáfan Björk. Bókin er 24 blaðsíður. Leiðbeinandi verð er kr. 365. Nýjar bækur Eldfærin, Ljóti andarunginn, Litla stúlkan með eldspýturnar, Nýju föt- in keisarans og Næturgalinn eru eft- ir H.C. Andersen. Böðvar Guð- mundsson endursegir, en Þórarinn Leifsson myndskreytir. Hér er að finna bækur eftir sígild- um ævintýrum H.C. Andersen með nýjum myndskreytingum. Útgefandi er PP forlag. Bækurnar eru 40 síður. Verð kr. 1.190. Börn Jamie Oliver – Kokkur án klæða, Jamie Oliver – Kokkur án klæða snýr aft- ur og Jamie Oliver – Sælu- dagar með kokki án klæða eru eftir Jamie Oliver. Þýðendur eru Lóa Aldís- ardóttir, Helga Guð- mundsdóttir og Sigrún Davíðs- dóttir. Í þessum bókum, sem nú hafa verið endurútgefnar í tilefni af heimsókn Jamie Oliver hingað til lands, fer meistarakokk- urinn vinsæli alþýðlega í saumana á frá- bærum réttum sem auðvelt er að útbúa. Jamie Oliver hefur öðlast heimsfrægð fyrir sjónvarpsþættina Kokkur án klæða, þar sem hann kennir áhorfendum um lystisemdir eldhússins. Útgefandi er PP forlag. Matreiðsla Bláin er safn úr- valsljóða Stein- gerðar Guð- mundsdóttur. Steingerður var mikil lista- kona og leitaði víða fanga í list- sköpun sinni. Skáldskapurinn var henni afar hugleikinn og á ár- unum 1969 til 1997 gaf hún út sjö ljóðabækur, einnig lagði hún um tíma stund á höggmyndalist, nam leiklist, skrifaði nokkur leikrit og einleiksþætti og var alla tíð mikill leiklistarunnandi. Í formálsorðum Höllu Kjart- ansdóttur segir m.a.: „Steingerður fyllir flokk módernista í ljóðagerð sinni en hún tilheyrði jafnframt þeirri kynslóð listakvenna sem þurfti að berjast talsvert fyrir því að njóta viðurkenningar til jafns við karla (...) Ljóð hennar bera vott um viðkvæma lund, trúarþörf og hrif- næmi, þau eru hófstillt og laus við beiskju og hinn óhefti leikur með ljóðformið vitnar bæði um listræna dirfsku og leitandi hug.“ Útgefandi er JPV útgáfa. Mary Poppins er eftir PL.Travers í endurskoðaðri þýðingu Halls Hermannssonar. Í nútíma- samfélagi þar sem allir eru upp- teknir af því að skilgreina sjálfa sig minnir ungfrú Poppins okkur á, að það sem mestu máli skiptir er að vera maður sjálfur. Sjálf er hún ekki dæmigerð að neinu leyti, hvorki sem barnfóstra, kenn- ari, vinkona né kvenmaður. Systkinin Jane og Michael finna fljótt út að Mary Poppins er ólík öll- um öðrum barnfóstrum og áður en varir lenda þau með henni í ótrúleg- um ævintýrum, svo ekki sé meira sagt. Útgefandi er Salka Bókaútgáfa. Bókin er 200 bls. Verð kr. 2.490.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.