Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 4
málverkum og Rafns Hafnfjörðs, eða er það Rafns Hafnarfjarðar, á ljósmyndum. Það var ekki mikil ös í safninu þann tíma sem Flugan staldraði við, en athyglisverð- ar myndir og nóg pláss til að skoða þær. Tók það rólega á sunnudaginn en mætti síðan á Indola-hárgreiðslusýninguna á mánudagskvöldið, þar sem meiningin var að hárgreiðslustofurnar Cleó, HárSaga, Carmen, Hár Ný, Aría og Brósi sýndu það nýjasta og ferskasta í hári þetta vorið … Maður var ekki lítið kátur að fá að gera eitthvað sem kom manni við og dreif sig sko. Var komin snemma, ásamt vinkonu minni, og við náðum okkur í sæti mjög framarlega, vorum á 3. bekk. Svo sátum við og horfðum og sátum og horfðum á endalausa danssýningu sem sumpart var í einhvers konar „frumskógar stíl“ og sumpart í „fólk í vondu skapi stíl“ og allt með engri lýsingu eða vondri og við sáum aldrei neitt hár, ekki fyrr en Brósi mætti á sviðið og heimtaði meira ljós og fékk það. Lauk svo við að fínisera hárið á sínum módelum, svipti af þeim svörtu slánum og þær risu upp eins og Venus, hver á eftir annarri, í æðislegum samkvæmiskjólum. Hittum slatta af fólki á eftir og spurðum hvort það hefði séð hárið á þessari hár- sýningu eitthvað betur en við, en flestir sem við spurðum höfðu ekki séð neitt, nema einhverja búka skaka sig í hálfrökkrinu á sviðinu og kvörtuðu undan því að hundleiðinleg tónlistin hefði verið of hávær og hitinn í húsinu alla lifandi að drepa. En svona fer nú fyrir fólki þegar það ræður Íslenska dansflokkinn, Jassball- ettskóla Báru og Íslandsmeistarana í Free-style til þess að vera hármódel. Hárið fer bara fyrir ofan garð og neðan og við vorum sammála konu sem sagðist ekki hafa hugmynd um hvort hárið á þessum dönsurum var stutt eða sítt, slétt eða ondúler- að, eins og hún orðaði það. Einhver grundvallarmisskilningur í gangi. En þarna var fólk úr ýmsum áttum, Brynja hans Bubba, Dalla forsetadóttir, Signý Sæmunds- dóttir söngkona, Anna Gulla fatahönnuður, Ragna Fossberg sjónvarpsfarða, Kristján hárgreiðslumeistari á Rauðhettu og úlfinum og leikarinn Ólafur Darri. Kynnir var Björk Jakobsdóttir og virkaði greinilega ekki vel á gesti, sem margir spurðu hvort það gæti verið að hún fengi borgað fyrir þetta, alltaf að tala um sjálfa sig. flugan@mbl.is Sigrún Sól Ólafsdóttir, Svafa Arnardóttir og Andrea Gylfadóttir. L jó sm yn di r: S ve rr ir Rúnar Viktorsson, Ævar Rafnsson, afmæl- isbarnið Kári Waage, Ólafur Waage og Vil- hjálmur Hjörleifsson. Siv Friðleifsdóttir og Björn Rúriksson. L jó sm yn di r: Á rn i S æ be rg Svo sátum við og horfðum og sátum og horfðum á endalausa danssýningu … Björg Atla. Atli Örn Hilmarsson. og Guðfinna Gísladóttir. Á INDOLA-HÁRSÝNINGUNNI sýndu hárgreiðslustofurnar Cleó, HárSaga, Carmen, Hár Ný og Brósi það nýjasta í hári þetta vorið. Í HAFNARBORG var sýning á akrýlmálverkum Bjargar Atla og ljósmyndum Rafns Hafnfjörðs. KÁRI WAAGE hélt upp á fer- tugsafmælið sitt á Rosenberg. F röken Fluga var nú ekki lítið dugleg að þvælast alla síðustu helgi og taka svona púlsinn á því við hvað hinir og aðrir póstar í samfélaginu væru að dunda sér. Byrjaði á föstudagskvöldinu, mætti í afmæli á Rosenberg hjá Kára Waage, sölumanni á Skjá einum, sem hún heyrði fyrst getið um þegar henni var bent á að hann væri meiri háttar textahöfundur – og hefði meira að segja samið text- ann í „Éttu úldinn hund, kona“, sem Sniglabandið flutti fyrir nokkrum árum þegar fröken Fluga var bara smákrakki og fannst kannski ekki að siðprúð móðir hennar ætti að halda svona mikið upp á og spila aftur og aftur. Þar sem téður Kári vinnur á Skjá einum átti ykkar einlæg von á að hitta stórmenni af þeirri stöð, en svo var nú ekki. Hins vegar var þarna eitt og ann- að frægra, eins og hinn eini sanni Jakob Magnússon, Andrea Gylfadóttir, leik- konan Sigrún Sól, Friðrik Erlingsson rithöfundur – en þetta var dálítið svona „ná- ið“ samkvæmi og rosalegt stuð. Afmælisbarnið söng allan fjárann og lýðurinn fagnandi trylltur yfir öllu. Jú, jú, ókei, hann getur sko sungið karlinn, en Flugan komst ekki alveg inn í fílinginn og þegar samkvæmið fór að þynnast ákvað hún bara að dragnast heim. Vaknaði snemma á laugardagsmorgun og mætti í Listasafn Íslands á málþing um málefni myndlistar, þar sem Edda Jónsdóttir, Kristinn E. Hrafnsson og Vil- hjálmur Bjarnason ræddu um myndlistina og markaðinn undir stjórn Ólafs Kvar- ans. Skildi ekki bofs í virðulegri umræðunni og ákvað að best væri að drífa sig í Grindavík til þess að vera viðstödd þrjátíu ára afmæli kaupstaðarins. Mætti aðeins of seint í íþróttahúsið en náði forsetanum, Ólafi Ragnari Grímssyni, sem var hinn skemmtilegasti þennan daginn, býsna lukkulegur með Grindavík og sína Dorrit, sem auðvitað mætti með honum. Svo fór bæjarstjórnin í prósessíu með forsetann og frú um héraðið en undirrituð brá sér í Saltfisksetrið sem er nú bara alveg í góðu lagi, takk fyrir. Smart safn, en er samt ógeðslega fegin að hafa ekki verið uppi fyrir einni öld og næstu ár á eftir þegar allir voru frostbólgnir í kulda, slabbi og horror að verka saltfisk. Síðan dreif Flugan sig í Hafnarfjörð að skoða sýningar Bjargar Atla á akrýl- L jó sm yn di r: G ol li Afmælisdjamm og vond hárgreiðslusýning FLUGAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.