Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 17
(Friends) á kaffihúsinu Central Perk og ungmennasófann í kjallara Forman-fjölskyld- unnar í Svona var það ’76 (That 70’s Show). Þá er sófinn gjarnan þungamiðja í þeim senum sem teknar eru upp á heimilum fólks, eins og Huxtable-fjölskyldunnar (The Bill Cosby Show), Crane-feðga (Frasier), Heffernan-hjónanna (King of Queens) og Barone-fólksins (Everybody Loves Raymond). Þar er sófinn gjarnan frístandandi, sem opnar ýmsa möguleika á tilfærslum persóna til hliðanna og uppsviðs. Ef slík uppstill- ing endurspeglar innréttingar á raunverulegum bandarískum heimilum má ætla að þar sé aðalhlutverk sófans blygðunarlaust viðurkennt – í miðjunni – á meðan íslenska hefðin heldur sófanum enn undir vegg. Sitthvorumegin við skjáglerið situr svo sófafólkið, gegnt hvert öðru og horfist í augu, án þess að vita hvorir eru skopmyndir hinna. Og allir skemmta sér konunglega. Á hverjum degi í 15 ár hefur Simpson-fjölskyldan vermt þennan rauða sófa – undir glæsilegu sófamálverki! erk virðist daglega frátekinn fyrir icu, Phoebe, Ross og Joey. Rachel og situr á arminum. AMTÍMANS u Þrastardóttur Unglingar eru í hópi tryggustu sófista. Í setustofum framhaldsskóla kvikna víða heimspekileg sófasamtöl og heima við nýtast djúpir sófar í knús, fjör og partý. L jó sm yn di r: K ri st in n In gv ar ss on Sófi eftir Danann Finn Juhl frá 1957 sem er kominn aftur í tísku og framleiðslu. Epal. 25.4.2004 | 17 ÁST Á SÓFUM Sófar geta haft tilfinningalegt gildi – jafnvel svo að fólki þyki einboðið að segja af þeim nýjustu sögur líkt og um gæludýr væri að ræða. Hér eru brot úr nokkrum íslenskum bloggsíðum: halliogella/blogspot.com Fórum niðrí Eriksonhjälpen, a.k.a. einhverskonar Góði Hirðirinn, fullt af flottum notuðum húsgögnum á spottprís. Oftar en ekki antík þar á ferð. Þar lá sófi einn; ég hef ekki séð ljótari sófa síðan fyrir Kór- eustríð, en mjúkur og góður var hann svo maður var næstum búinn að taka upp budduna. En – ákváðum að bíða eftir sófa sem stingi ekki svona í augun. 22.01.2004 nemendur.ru.is/klarark hmm … einsog ég sagði í gær þá erum við að leita okkur að sófasetti. til sölu er því sófasettið okkar. það er bara einfaldlega of stórt fyrir stofuna. þetta er nýlegt habitat sófasett 3sæta og tveir einsæta. það er úr leðri með stálfótum og extra grind. púðar með selskinni fylgja í kaupbæti. 18.01.2004 það er ekki EIN manneskja búin að hafa samband útaf þessu sófasetti okkar. issss … 01.02.2004 traffik/blogspot.com Allt að smella. Fann æðislega smart sófa. Var ekki til setunnar boðið og hann er nú kominn í járnskvísuíbúðina. Sá eldhússtóla sem mér leist nokkuð vel á en tel best að sofa á því. Róm var svo sem ekki byggð á einum degi! 21.11.2003 gaffli/blogspot.com Ættleiddur sófi! Vegna þess að mamma og pabbi voru að fá sér nýjan sófa urðum við að losa okkur við hinn gamla. Hann heitir Tralli og ég er bara drullufúll yfir því að láta hann fara. Þau voru eitthvað að pæla í að henda honum á haugana. Mér finnst það hneisa. Þetta er sófi sem á sér sögu. Hann er eldri en ég meirasegja. Mér finnst þetta ekki svo ósvipað og að eiga afa sem er orðinn gamall og stirður. Þetta með sóf- ann er eins og að eiga þennan afa og skjóta hann og kaupa sér nýjan, ungan og hressan afa. Þó varð ég að gefast upp og fattaði sjálfur upp á því að gefa bara einhverjum sem ég þekki sófann. Einhvern sem get- ur hugsað vel um hann og legið í honum. Mér datt fyrst í hug að sjá hvort Binni kærði sig um hann því að hann er í svona stórum kjallara og læti. Hann tók í það og ákvað strax að ættleiða hann Tralla. Þann- ig að það er núna eins og að hafa sent afann á elliheimili bara. Ég má heimsækja hann og svona:) … Nýi sófinn hérna heima heitir Jóhann. Hann er geimsófi og er alveg fínn líka. Tralli er samt öfundsjúkur af því að ég var að liggja í Jóhanni í gær en ekki Tralla. 12.03.2003

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.