Morgunblaðið - 25.04.2004, Síða 24

Morgunblaðið - 25.04.2004, Síða 24
24 | 25.4.2004 Sólveig Guðmundsdóttir er markaðsfulltrúi verkefnisins ICELANDIC DE-SIGNERS. Hún er starfsmaður Útflutningsráðs Íslands í París þar sem húnhefur um árabil lifað og hrærst í síbreytilegum heimi tískunnar. Sólveig er tveggja heima kona; valkyrjan sem blíðkar tískuna við Signubakka og Íslendingurinn sem býr fjarri ættjörðinni. Með stálvilja og þrautseigju hefur henni tekist að koma ís- lenskum hönnuðum á tískukortið. Við sitjum á erilsömu kaffihúsi í Montparnasse-hverfinu og hámum í okkur ljúf- fengar croque monsieur samlokur. Í loftinu er órólegur þys og lætin er slík að varla heyrist orða skil í fuglabjarginu. Hvergi friður, og þó – þetta kallast stund á milli stríða hjá Sólveigu Guðmundsdóttur. Hún er á sífelldum þeytingi á milli landa, önn- um kafin við að sinna málum þeirra ólíku hönnuða sem hún vinnur fyrir. Sólveig hlær er ég spyr hvort hún sé harðsstjóri. Hún neitar því staðfastlega og segist ekki píska neinn áfram. „Þungamiðjan í starfinu er samskiptahliðin og þrautin við að koma hönnuðunum á framfæri erlendis og á Íslandi.“ – Er skothelt dæmi að markaðssetja íslenska hönnun í París? „Stór hluti af frönsku viðskiptalífi snýst um tísku og hönnun. Auðvitað er erfitt að komast áfram hér eins og annars staðar. Samkeppnin er gífurlega hörð og aðeins þeir bestu ná til hæstu hæða. Fatahönnun er fjárfrekur og mjög áhættusamur rekstur,“ segir Sólveig. Útflutningsráð og Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hafa um nokkurt skeið styrkt sýningar íslenskra hönnuða á tískuvikunni í París. Það þótti á sínum tíma djarfur dans en Sólveig segir að fjárfestingin hafi skilað sér vel til baka. Starfsemi hönnuðanna hefur styrkst og þeir hafa fleiri sóknarfæri og viðskiptasambönd erlend- is en áður. „Því miður telja margir heima að við séum litlar saumakonur að leik. Saga hönnunarfyrirtækja á Íslandi er ekki jákvæð og röð gjaldþrota í góðærinu eykur á vantrú fólks.“ Sólveig hefur langa reynslu úr tískuheiminum. Eftir markaðsfræðipróf frá franska skólanum ESSCA vann Sólveig í 6 ár hjá franska fatarisanum IKKS. Þá var hún um tíma framkvæmdarstjóri íslenska hönnunarfyrirtækisins Crylab, en það- an réðist hún til starfa fyrir verkefnið Icelandic Designers.“ Íslensk hönnun í eldgömlu París Fyrsta sýning Icelandic Designers var haldin í París í október árið 2001. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Nýleg sýning hönn- uðanna lokkaði til sín á fjórða þúsund gesta á aðeins fimm dögum og skilaði sér í 20 prósent söluaukningu. Icelandic Designers er flóra íslenskra hönnuða sem eiga í fljótu bragði fátt annað sameiginlegt en þjóðernið. Sköpunin er margvísleg; ærslafull, klassísk, látlaus og áberandi – Icelandic Designers dekka allan skalann. Í hópnum er meðal annars að finna Aftur-systurnar Hrafnhildi og Báru, Steinunni Sigurðardóttur sem áður var aðalhönnuður „prêt-à-porter“ línu ítalska fyrirtækisins La Perla og Sig- rúnu Úlfarsdóttur en hönnun hennar hefur vakið töluverða eftirtekt franskra fjöl- miðla. Þá hefur Scandinavian Tourist Hugrúnar Árnadóttur og Þuríðar Sigurþórs- dóttur komist alla leið inn í fataskápa frægra kvikmyndastjarna. Fremstar í flokki eru án efa þær Cate Blanchet og Björk. Meðal hönnuðanna er einnig Gulla í MáMíMó, Ásta með Creative Clothes, Path of Love Rögnu Fróða, Björg Pjétursdóttir, Hanna og Sæunn. Fjölbreytt hönnun þeirra höfðar til ólíkra kvenna á öllum aldri, til þeirra sem þora að finna fyrir mýktinni og konunni í sjálfum sér. Fötin er meðal annars að finna í hátískuverslunum Parísar, Lundúna, New York, Mílanó og Tokyo. – Hvað hafa Icelandic Designers fram yfir aðra erlenda hönnuði? „Þjóðernið,“ svarar Sólveig hiklaust. „Íslensk náttúra hefur ótrúleg áhrif á sköpun og mótun ein- staklingsins. Íslendingar þora að stíga skrefið til fulls. Við erum vön að kljást við nátt- úruöflin, berjast á móti vindum og troða snjóinn til að komast áfram. Náttúran herðir okkur og íslenski sprengikrafturinn ljær hönnuninni magnað aðdráttarafl.“ Tískan er kyngimagn Parísarborgar, hún er upphaf og endir alls menningarlífs og í því frjóa umhverfi hafa íslenskir hönnuðir fundið gallerísýningum sínum farveg. Borgin við fljótið fræga er í daglegu tali alltaf álitin klassíska tískuborgin, hún er sneysafull af gamalli þekkingu og menningu. Engu að síður öskrar hún á óhamda sköpunargleði og nýjungar til að fylla sig lífi. Bara ef við vissum hvað heillar kaupand- ann meira en eitthvað annað. Af hverju velur hann þessa línu en ekki einhverja aðra? Eitt er víst, varan verður að vera seljanleg og í takti við þarfir kúnnans. Þessi heilabrot fæst Sólveig Guðmundsdóttir við í starfi sínu með íslenskum hönnuðum. Verð- útreikningar, afhending vara, skipulagning sýninga í galleríinu Hortensia de Hutten, fréttatilkynningar og almennar fjölmiðlaflækjur eru nokkur dæmi um þau verkefni sem liggja á borði hennar. Nýjustu viðfangsefnin tengjast samnorrænni hönnunarsýn- ingu í Mílanó og Transforme sýningunni í París. Sólveig aðstoðar Steinunni Sigurð- ardóttur hönnuð og sýningarstjóra við skipulag á þessari umfangsmestu íslensku hönnunarsýningu sem haldin hefur verið í París fyrr og síðar. ÍSLENSKIR HÖNNUÐIR | GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR Í PARÍS ÞAR SEM TÍSKUHJARTAÐ SLÆR Sólveig Guðmundsdóttir sem er markaðsfulltrúi íslenskra hönnuða í París er á sífelldum þeytingi á milli landa Sólveig Guðmunds- dóttir. Hönnun: Hanna, Best Pet Possible. Hönnun. Margrét, Best Pet Possible.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.