Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 30
Ég er eiginlega að hugsa upphátt þegar égvelti fyrir mér hvort sameiginleg forsjá séalmennt að virka,“ segir ung kona. „Ég á eitt lítið barn og er að hætta sambúð með barnsföður mínum. Hann vill að við höf- um sameiginlega forsjá barnsins en ég er ekki alveg viss um að það gangi, a.m.k. ekki í okkar tilfelli. Við erum einmitt að slíta sambúðinni af því að okkur hefur hreint ekki komið vel saman þennan tíma sem við höfum búið saman.“ Þetta er sannarlega álitamál. Það skipt- ir miklu máli fyrir barnið og ykkur bæði hvernig framhaldið verður á samskiptun- um. Það eru uppi ýmsar skoðanir á sam- eiginlegri forsjá – líka hjá þeim sem eru að fjalla um slík mál, t.d. lögmönnum. Kostirnir við þetta fyrirkomulag sýnast ýmsir, svo sem að fólk beri jafna ábyrgð hvað snert- ir barnið, sem og ætti umgengni að geta verið frjáls- leg ef samkomulag er sæmilegt. Einnig eiga for- eldrarnir að hafa samráð í ríkari mæli en ella væri, svo eitthvað sé nefnt. Ókostirnir eru að fólk sem skilur vegna ósam- komulags á kannski ekkert auðveldara með að koma sér saman um barnauppeldið en þá aðra þætti sem það hefur þurft að taka ákvarðanir um. Það getur líka reynst snúið að móta samræmda stefnu í uppeldismálum þegar fólk er komið sitt á hvorn staðinn í tilverunni og kannski komið með aðra maka sem hafa sínar skoðanir á uppeldismál- unum einnig. Þótt forsjá sé sameiginleg á barnið að eiga sitt aðalheimili hjá öðru foreldranna, um heimilisfestuna þurfa foreldrarnir að koma sér saman. Líklega er auðveldara fyrir fólk sem hefur þegar alið upp börn saman að hafa sameiginlega forsjá barns. Þá er búið að fara í gegnum uppeldisferlið einu sinni eða oftar og stefnan því væntanlega nokkuð ljós. Undir engum kringumstæðum á fólk sem slítur sambúð að láta sektarkennd marka stefnu í forsjár- máli. Hafa ber í huga að barnið þarf að búa við ör- yggi og festu og það er mikið álag fyrir barn ef for- eldrar þess koma sér ekki saman um forsjá og helstu þætti uppeldisins. Ef sameiginleg forsjá er reynd en gengur illa í framkvæmd er hægt að höfða forsjármál til þess að freista þess að breyta fyrirkomulaginu, náist ekki samkomulag um slíkt. Ungir foreldrar ættu að hafa hugfast að börn eru ekki leikföng eða eign. Þau eru manneskjur sem þarf að koma til fullorðinsára þannig að þau eigi möguleika á hamingju og farsæld. Ósamkomulag og togstreita vinna gegn þessum markmiðum. Velja ætti því það forsjárfyrirkomulag sem líklegast er til þess að virka vel fyrir barnið í hverju tilviki – heill þess og þroska. Það er ekki til nein allsherjarlausn í forsjármál- um – en það að móðirin gengur með barnið, hefur það á brjósti og er því frá upphafi mjög nátengd gefur þó, ef allt er með felldu, ákveðna vísbend- ingu um hvar því ætti að vera mjög vel borgið. Guðrún Guðlaugsdóttir Álitamál Ætli sameiginleg forsjá myndi virka? Stendur þú andspænis erfiðum aðstæðum? Guðrún Guðlaugsdóttir veltir upp möguleikum í stöðunni | gudrung@mbl.is Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http//www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html KROSSGÁTA 25.04.04 Nafn Heimilisfang Póstfang LÁRÉTT 1. Svei! Fínn hitar en það er ekki varanlegt. (10+6) 7. Nagdýr sel í Noregi fyrir dúktegund. (8) 8. Fisk les úr unnum sjávarvörum. (11) 10. Fremja prakkarastrik með því að henda grasi? (8) 11. Kvikindislegur eins og neðri hluti plöntu. (10) 12. Syrg Knattspyrnufélag Garðs þetta tré. (9) 15. Ó! æ! og á! (11) 17. Með urg í Nepal og kuldaleg. (8) 18. Litaði jurtahnúður mat. (10) 19. Dagur kenndur við heiti dýrlings. (9) 23. Lem hör í höfuðborg. (6) 24. Stærð þess sem er óendanlega lítið í flatarmálsfræði er mælikvarði á það sem þú lest nú. (11) 25. Ásta brall stundar með sambandi. (9) 27. Fát og streita geta orðið að deilu. (10) 30. Sjór málleysingja? (8) 31. Ræðuvarkárni hjá forsvarsmanni. (8) 32. Kvistir úr evrópskum fjöllum finnast á vetrarleikum. (11) 33. Álpaðist til þess að fara í rugl og stansaði. (8) LÓÐRÉTT 1. Saknæmur Dani fær meiri heiðurinn. (12) 2. Svar við Hades er blótsyrði. (7) 3. Fullkomleiki stafar af skorti á samfesting. (10) 4. Nánasti ættingi tófu er sjakali. (10) 5. Dægurtónlistarband er reim á ullarvinnsluverkfæri. (12) 6. Frægur þurs í stéttarfélagi? (7+4) 9. Sjá sort tipla hjá kortum. (9) 13. Seyddur bíll? (8) 14. Kort sem er laumað er pukur. (9) 16. Sjálfstæður er aðeins minna seinfær. (6) 18. Jólasveinn kenndur við ávarp eða brot úr ávarpi? (10) 20. Karlmaður lítill er mjög lítill. (9) 21. Norður-amerískt verslunarsamband með lánasjóði fær kristallað efni oft notað gegn mölflugum. (8) 22. Verið gat að getan fyndist. (8) 23. Eiturlyf á bláum pappír? (7) 26. Flandrari sem er að fara hægt eða hratt. (5) 28. Finna ránfugla í grísku stafrófi. (5) 29. Sá fyrsti með snilld þroskist. (5) Krossgátuverðlaun Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn með nafni og heimilisfangi ásamt úr- lausninni í umslagi merktu Krossgáta Tímarits Morgun- blaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Skilafrestur á úr- lausn krossgátu 25. apríl rennur út næsta föstudag og verður nafn vinningshafa birt sunnudaginn 9. maí. Heppinn þátttakandi hlýtur bók af bóksölulista, sem birtur er í Morgunblaðinu. Vinningur er gefinn af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Vinningshafi krossgátu 11.04.04: Laufey Barðadóttir, Út- hlíð 12, 105 Reykjavík. Hún hlýtur í verðlaun bókina Líf- læknirinn eftir Per Olov Enquist. Edda-útgáfa hf. gefur út. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 F O R M A L D E H Ý Ð Í Ú V L N L L Í M K E N N D U R O F R Í S A G A F M F R N E M E A Æ T T S M Á A L D I N A F T U R F Ö R A B G Ð I I S Á L N A H I R Ð I R U P P L A G F O S R R V S V E I F L U T Í M I I U M A I R U N E N N I N N N I E V N N D S D N L A N G V E G U R B U R S T A R F E L L D R R R E M P U Ö R Á I H R Æ S N A R I H V E I M L E I Ð U R S D Í L S S L E L K J T P L Í G R U N D A Ð M Ó T S A G N A L A U S J N R Ð L R R M A D D A M A N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.