Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 29 UMRÆÐAN GUÐMUNDUR Kristjánsson út- gerðarmaður skrifaði grein í Morg- unblaðið þann 14. október sl., undir fyrirsögninni „Um hvað snýst Sól- baksdeilan?“. Þar fjallar hann um ráðningarsamning sjómanna og Út- gerðarfélags Sólbaks, afstöðu sam- taka sjómanna og stuðning ASÍ og SGS við hana. Þar sem Guðmundur er aðaleigandi og stjórnandi Brims og sit- ur í stjórn Lands- sambands útvegs- manna, sem á aðild að Samtökum atvinnulífs- ins, lítur ASÍ svo á að uppi sé deila við Brim. Brot á lág- markskjörum Pistill Guðmundar hef- ur reyndar yfir sér þann blæ að þar haldi um penna réttsýnn ein- staklingur sem vilji sem frjáls maður semja við aðra frjálsa menn. Hann velur að draga fram tvö efnisatriði þessa ráðningarsamnings en sleppa öðrum. Þessi atriði eru lengd fría eftir hverja löndun og fyr- irkomulag uppgjörs á aflahlut og kauptryggingu sjómanna. Hann minnist ekki á að hafa ákveðið að stytta uppsagnarfrest sjómanna úr 2–4 vikum samkvæmt kjarasamn- ingi, í þá 1 viku sem sjómannalögin kveða á um. Hann minnist heldur ekki á að hann lækkaði laun sjó- manna verulega frá ákvæðum kjara- samninga, með því að lækka skipta- hlutfall sjómanna (hluta skipsverja af aflaverðmæti) einhliða. Hann nefnir ekki að hann stytti frítíma sjómanna um jól og áramót og í tengslum við sjómannadaginn frá gildandi kjara- samningum. Guðmundur sá heldur ekki ástæðu til þess að taka tillit til einhverra af þeim atriðum sem sjó- menn hafa viljað fá inn í sína samn- inga, eins og aukinna framlaga í líf- eyrissjóði eða að séreignasparnaður reiknist af öllum launum en ekki að- eins kauptryggingu. Nei, í þessum ráðningarsamningi eru amk. sjö at- riði sem brjóta í bága við lágmarks- kjör sjómanna og ekkert sem telja má að sé betri kjör en lágmarks- ákvæðin segja til um. Lágmarksákvæði kjarasamninga eru öryggisnet launamanna Afstaða verkalýðshreyfingarinnar til þessa máls er mjög skýr. Hvað sem líður vilja atvinnurekenda til þess að hagræða og spara verður að vera ljóst að það er ekki hægt að ganga lengra í hagræðingunni en lög og kjarasamningar leyfa. Breytingar verða að eiga sér stað við samninga- borðið, en ekki með einhliða ákvörð- un. Hvarflar það að einhverjum, að afstaða Guðmundar byggist á um- hyggju fyrir kjörum eða atvinnu- öryggi launafólks? Eru útgerð- armenn orðnir sérlegir talsmenn og hags- munagæslumenn fyrir launafólk? Að (mis)nota stjórnarskrána Guðmundur harmar að samtök sjómanna hafi ekki viljað ljá máls á að samþykkja breytingar á gildandi kjarasamn- ingum með sérsamn- ingum. Því hafi útgerð- in ákveðið að nýta sér ákvæði stjórnarskrár- innar um félagafrelsi og semja beint við sjómenn. Til að koma þessu nýja fyrirkomulagi á setti hann eftirfar- andi ákvæði inn í ráðningarsamning- inn: „staðfesta skipverjar með und- irritun sinni að þeir standi utan stéttarfélags sjómanna. Þar með geta báðir aðilar gengið til samninga sam- kvæmt því fyrirheiti sem ákvæði stjórnarskrárinnar um félagafrelsi veitir til að semja milliliðalaust um laun og önnur starfskjör.“ Hér skal á engan hátt dregið úr mikilvægi þess að menn hafi frelsi til að ráða því hvaða félögum þeir bind- ast. Það sem skiptir hins vegar meg- inmáli í þessu sambandi er að á vinnumarkaðinum er talsverður munur á þeirri samningsstöðu sem launafólk annars vegar og atvinnu- rekendur hins vegar hafa til að um- gangast þetta samningsfrelsi. Það er mikilvægt að það komi fram, að þetta mál snýr ekki aðeins að hagsmunum hlutaðeigandi sjó- manna og samskiptum þeirra við um- ræddan útgerðarmann. Það snýr ekki síður að hagsmunum allra sjó- manna og raunar alls launafólks í landinu. Málið snýst um rétt launa- fólks til þess að standa vörð um lág- marksréttindi sín skv. kjarasamn- ingum. Á íslenskum vinnumarkaði hefur um langt árabil ríkt friður og gagn- kvæmur skilningur milli aðila vinnu- markaðarins um það með hvaða hætti samið skuli um laun og önnur starfs- kjör launafólks. Í stað þess að hver launamaður semji beint við sinn atvinnurekanda er sú aðferð notuð að launamenn sem tilheyra tiltekinni stétt manna semja sameiginlega um þessi atriði í nafni síns stéttarfélags við samtök atvinnu- rekenda eða eftir atvikum einstaka atvinnurekendur. Það er síðan hlut- verk samningsaðila að komast að sameiginlegri niðurstöðu sem báðir geta sæmilega unað við. Til að tryggja stöðugleika og festu í sam- skiptum aðila eru slíkir samningar að jafnaði gerðir til nokkurra ára í senn. Þetta fyrirkomulag byggist á þeirri hugmyndafræði að samtök launafólks annars vegar og atvinnurekendur hins vegar eigi stöðu sinnar vegna að hafa vald til að ákveða með frjálsum samningum sín á milli hver hlutdeild launafólks eigi að vera í arði fyrir- tækja sem vinnuframlag þeirra á þátt í skapa. Kostir þessa fyrirkomulags eru æði margir. Það veitir m.a. einstökum atvinnurekendum nokkra vissu um það hvað þeir verða að greiða fyrir vinnuafl launafólks á gildistíma kjarasamningsins, auk þess sem kjarasamningurinn leggur frið- arskyldu á stéttarfélagið og þá launa- menn sem taka laun samkvæmt samningi stéttarfélagsins. Fyrir launafólk tryggir þessi að- ferð að atvinnurekendur verða að bjóða starfsmönnum sínum a.m.k. þau kjör sem kjarasamningurinn kveður á um og ver það fyrir yfir- gangi og beinum eða óbeinum hót- unum einstakra atvinnurekenda. Að lokum þetta Deilan við Brim er afturhvarf til fyrri tíma, þegar atvinnurekendur töldu að þeir ættu að geta stjórnað sínum rekstri algerlega án tillits til hags- muna starfsmanna og annarra. Þeir hefðu lögvarða aðstöðu til þess að há- marka sinn gróða án afskipta launa- fólks eða samtaka þeirra. Verkalýðs- hreyfingin hefur sýnt að hún vill eiga samstarf við atvinnurekendur um langtímahagsmuni atvinnulífs og launafólks, en hefur jafnframt undir- strikað að það eigi að grundvallast á gagnkvæmri virðingu fyrir réttindum og öryggi launafólks. Náist ekki sam- starf á þeim grunni hlýtur verkalýðs- hreyfingin að bregðast hart við. Aðför Brims að lágmarks- ákvæðum kjarasamninga Gylfi Arnbjörnsson fjallar um samningsgerð og Sólbaksdeiluna ’… það er ekki hægt aðganga lengra í hagræð- ingunni en lög og kjara- samningar leyfa.‘ Gylfi Arnbjörnsson Höfundur er framkvæmdastjóri ASÍ. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA gildir nú í allar utanlandsferðir MasterCard ferðaávísunin kreditkort.is Nú getur þú notað MasterCard ferðaávísun í allt millilandaflug; pakkaferðir, áætlunar-, leigu- eða netflug, hjá þeim ferðaskrifstofum og flugfélögum sem taka við ávísuninni, hvert sem ferðinni er heitið Sæktu um MasterCard kort með ferðaávísun* í hvaða banka eða sparisjóði sem er og þín bíður 5.000 króna ferðaávísun við afhendingu korts. Í hvert skipti sem þú notar kortið aukast líkurnar á að þú vinnir 500.000 króna ferðaávísun til að fara í þína draumaferð. Nú er því rétti tíminn til að fá sér MasterCard. *Fylgir ákv. kortategundum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.